Á að skoða þá eða skjóta þá?

HvalaskoðunFyrir mér er þetta einföl spurning. Hvernig nýtum við þessa auðlind best til lengri tíma litið? Hvort mun gefa meira í aðra hönd, að skoða hvalina eða skjóta þá?

Hvort eigum við að láta sjávarútvegsfyrirtækin eða ferðaþjónustufyrirtækin um að nýta þessa auðlind?

Ferðaþjónustan segir að á síðasta ári hafi 115.000 manns farið í hvalaskoðunarferðir og um 200 manns hafi af þessu atvinnu.

Sjávarútvegurinn segir að hvalveiðar muni skapa rúm 200 störf.

Báðir þessir atvinnuvegir skapa okkur gjaldeyri. Eins og staðan er í dag skapar nýting hvalastofnanna álíka mörg störf hvort heldur sem hvalir eru skoðaðir eða skotnir.

Framtíð hvalveiða við Ísland er ótrygg. Stofnkostnaður við að "græja" samfélagið í slíkar veiðar er hár. Endurnýja þarf skip, vinnslur og veiðarfæri. Hvalskipin eru enn með gufuvélar svo dæmi sé tekið. Ef við veiðum þennan kvóta sem nú er búið að úthluta hverjir eru þá vaxtamöguleikarnir? Hann er enginn nema kvótinn verði aukinn. Hvað gerist eftir 5 ár, 10 ár, eða 15 ár?

Framtíð hvalaskoðunar er björt. Þetta er atvinnugrein sem á sér örfárra ára sögu en hefur vaxið gríðarlega ár frá ári. Þar er ekkert nema vöxtur og auknar tekjur framundan. Það eina sem getur komið í veg fyrir það að þessi grein blómstri á komandi árum og að boðið verði upp á hvalaskoðunarferðir víðar á landinu eru veiðar. Menn óttast að veiðar kenni skepnunum að hræðast menn og báta.

Mitt mat er það að ferðaþjónustan muni skapa okkur meiri tekjur horft til lengri tíma litið en sjávarútvegsfyrirtækin geta gert.

Við munum hagnast meira á því að skoða hvalina en skjóta þá.

Látum ferðaþjónustunni eftir að nytja hvalastofnana við Ísland.

Sjá stefnu Norræna Íhaldsflokksins í nýtingu náttúruauðlinda okkar.


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Skoðum þá... ekki spurning... algjör tímaskekkja að skjóta þá... kjötið selst illa og miður góð ímynd okkar erlendis bíður enn verri hnekki...

Brattur, 3.2.2009 kl. 19:46

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta með gufuvélarnar er ekki vegna þess hversu gamlir þeir eru heldur hræðast hvalir ekki hljóðið í gufuvélum og því eru þessir bátar enn þann dag í dag framleiddir með gufuvél..

en ef ég ætti að velja um atvinnugrein þá mundi ég velja hvalaskoðunina.. en helst vildi ég að báðar greinarnar ættu sér líf.

Óskar Þorkelsson, 3.2.2009 kl. 21:21

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er alla vega ekki gaman að skoða þá þegar búið er að skjóta þá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.2.2009 kl. 21:34

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Til skamms tíma, eða þar til tækninni fleytti fram þá voru gufuvélar viljandi notaðar, vegna þess hversu hljóðlátar þær eru, en með betri tækni þá eru dísil-vélar orðnar hljóðlátari og eru væntanlega komnar í staðin.

Hörður Einarsson, 3.2.2009 kl. 21:48

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

allir japanskir hvalveiðibátar eru með gufuvél..

Óskar Þorkelsson, 3.2.2009 kl. 21:54

6 Smámynd: Hörður Einarsson

Þakka upplýsingarnar Óskar, var ekki alveg viss, en það er rökrétt að vera með gufuvélar á hvalveiðum.

Hörður Einarsson, 3.2.2009 kl. 22:15

7 Smámynd: Sigurjón

Hvers vegna er þetta spurning um annað hvort eða?  Hvers vegna ætti ekki hvalaskoðun að geta átt sér framtíð ásamt hvalveiðum?

Sigurjón, 3.2.2009 kl. 22:21

8 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Bæði.

Við eigum, hvaða tegund sem á í hlut, að stunda ábyrgar og sjálfbærar veiðar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt.  Þessar tegundir eru ekki í útrýmingarhættu hérna í norður Atlantshafi þótt sumar þeirra séu í útrýmingarhættu undan vesturströnd Bandaríkjanna og þess vegna á lista Bandaríkjanna yfir dýr í útrýmingarhættu.  Við eigum að vera samkvæm sjálfum okkur og veiða allar tegundir af ábyrgð.  Líka hvali.

Það er ekkert því til fyrirstöðu að leyfa hvalveiðar á tilteknum svæðum eða tímum en ekki á öðrum svæðum eða tímum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 3.2.2009 kl. 23:00

9 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Eigum við að leyfa hvalategundunum að fjölga sér óhindrað, þannig að þær éti upp allan okkar nytjafisk? Nei segi ég það á að halda áfram að veiða hval, en samt ekki stjórnlaust. Það verður að halda vistkerfinu í hafinu í jafnvægi annars getur farið illa. Mér skilst að þeir sem reka þessa hvalaskoðunarbáta lifi á styrkjum frá ríkinu af mestu leiti. Menn eiga ekki að láta einhver öfgasamtök stjórna sér.

Gísli Már Marinósson, 3.2.2009 kl. 23:22

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hver á að borga þessar veiðar Gísli ef þær eru ekki sjálfbærar ?  vilt þú gera það með skattpeningum ?

Óskar Þorkelsson, 3.2.2009 kl. 23:26

11 Smámynd: Brattur

Gísli, ég held einmitt að það fari illa ef við ætlum okkur að stjórna vistkerfinu... þá fer allt úr böndunum vegna þess að við hvorki kunnum það né getum það... og n.b. ég er á móti hvalveiðum og er ekki öfgamaður!

Brattur, 3.2.2009 kl. 23:50

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég hélt að þessir bátar væru með gufuvél af því að þeir eru svo gamlir, ekki vegna þess að þeir þyrftu á hljóðlátum bátum að halda til að "læðast" að dýrunum.

En er það ekki málið, hvalveiðimenn vita að þetta eru skynugar skepnur sem læra fljótt að hræðast menn og báta þegar byrjað er að elta þau kerfisbundið og veiða ár eftir ár. Hvalveiðimenn vita að það verður að læðast að þeim á hljóðlausum bátum, annars flýja þau.

Þetta er það sem hvalaskoðunarmenn óttast. Þegar þeir mæta með sína ferðamenn á sínum díselbátum þá munu hvalir sem nú eru spakir flýja undan þeim. Er það ekki þess vegna sem hvalaskoðunarmenn telja að hvalveiðar og hvalskoðun fari ekki saman.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.2.2009 kl. 00:10

13 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Það á að skjóta þá og það á að skoða þá, þetta tvennt getur vel farið saman. Allt tal um að þeir fælist og hverfi af hvalaskoðunarslóðum er bara bull hjá forráðamönnum hvalaskoðunarferða. Hvalurinn kemur á þær slóðir sem æti er í boði á. Ef ekki er æti til staðar á þeim slóðum sem sýna á hval, þá er enginn hvalur á slóðinni svo einfalt er það.  Þetta hefur ekkert með veiðar að gera þannig er þetta bara. Ég hef aldrei heyrt um að Hrefnuveiðar séu ekki sjálfbærar og þar af leiðandi þarf ekki að styrkja þann veiðiskap svo mikið er víst. Það er illa komið fyrir okkur ef öfgasamtök eiga að stjórna því hvernig við nýtum okkar auðlindir. Hreindýrin okkar eru auðlind, að vísu innflutt en skapar verulegar tekjur. Ekki vilja menn friða þau vegna þess að þau skapa atvinnu og tekjur og þar er passað uppá að halda stofninum niðri með veiðum svo ekki verði gengið til skaða á beitarlandið. Nákvæmlega sömu lögmál eiga við um hafið það verður að samnýta alla nytjastofna sem við eigum í því, allt annað kemur okkur í koll fyrr eða síðar, þ.e. við verðum étinn út á gaddinn. Ef Hreindýr yrðu friðuð til framtíðar munu ekki líða mörg ár þangað til þau flæddu um allt land étandi upp allt skóglendi og  annan gróður í byggð ætli fólk myndi þá átta sig á mikilvægi þess að það þarf að halda nytjastofnum niðri til að jafnvægi sé í náttúrunni. Ég ætla rétt að vona að stjórnvöld átti sig á þessu og geri ekki einhverja vitleysu sem breytir einni af bestu ákvörðun sem tekin var í andaslitrum síðustu ríkisstjórnar. Steingrímur J. á að vita betur sem gamall sveitavargur að það gengur ekki upp að setja 1000 rollur á blett sem getur bara alið 100 rollur. Góðar stundir

Ólafur Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 00:16

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir með Ólafi Gunnarsyni. Hann segir allt sem segja þarf. Það myndi AUKA ferðamannastrauminn að geta fengið að fara með hvalveiðibátum og sjá hvalaveiðar...og það á að auka hvalakvótan á stundinni.

Ef Steingrímur leggst á sveif með gæludýrafólkinu, þarf að byrja að berja trommur og flæma hann úr embætti eins fljótt og hægt er. Því þá er hann óhæfur ráðherra og gengur á mót meirihluta þjóðarinnar. Það er þjóðin sem ræður þessu, ekki hann.

Óskar Arnórsson, 4.2.2009 kl. 03:55

15 identicon

Takk Friðrik fyrir góða og rörétta nálgun. Það væri áhugavert fyrir þá sem fylgjandi eru hvalveiðum að kynna sér líffræði þessarra dýra, hversu viðkoman er lítil og hversu háum aldri þessi dýr ná. Inngrip í þeirra ferli er af allt öðrum toga en þegar dýr með háa tímgunartíðni og lágan lífaldur eru veidd. Hvalveiðar og hvalaskoðun fara ekki saman. Við lifum ekki í einangruðum heimi, litla Ísland er hluti af stærri heild. Hvalir eru fardýr og samkomulag um að einstakar þjóðir "eiga" ekki stofnana. Það er sorglegt er misskilið þjóðarstolt og þrjóska rekur menn áfram í hvalveiðar. Sá einn er sterkur sem nær samkomulagi við aðra.

Erla Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 09:42

16 identicon

Við eigum að gera bæði, en það þarf að gæta þess að þetta sé gert aðskildum svæðum  Til að hvor atvinnugrein skemmi ekki fyrir hinni.  Svo lengi sem menn telja sig hafa eitthvað upp úr þessu þá er þetta besta mál, engir ríkisstyrkir.

Varðandi hefðbundna hvalaskoðun þá væri það gaman, en mér þætti mun forvitnilegra að sjá hval skorinn.

Guðjón (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 10:14

17 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Aths. við komment nr. 9.

Það er ekki í okkar valdi að halda jafnvægi í vistkerfi hafsins. Við gætum eins reynt að stjórna veðrinu. Undanfarið hefur hafið hlýnað umhverfis landið. Það skilar sé í aukinni gengd síldar og makríls, en virðist draga úr göngum loðnu, sem er eindreginn kaldsjávarfiskur. Svo eru nú farnar af stað tilraunaveiðar á gulldeplu, sem er alveg nýtt!

Svo gleymist í þessu hvalveiðitali að gera ráð fyrir smáhvelum þ.e. háhyrningum höflungum og hnýsum. Þeir éta líka sjávarfang! Og hvað með sjófugla ? Og hvað með önnur dýr sem fara hljótt en eru afkastamkil rándýr á smádýrum - seiðum, eins og t.d. marglyttur???

Vistkerfið í hafinu umhverfis landið er nefnilega óhemju flókið og breytilegt! 

Haraldur Rafn Ingvason, 4.2.2009 kl. 11:01

18 Smámynd: MacGyver

Hmm, ég var að spá, er það ekki bara góð auglýsing fyrir bæði Ísland og hvalskoðunarferðir með því að hefja veiðar aftur og þannig fá Ísland og náttúra þess nefnd í fréttum út um allan heim? Ég held allavega að fleiri manns hugsa "Hmm, kanski væri gaman að skella sig til Íslands" heldur en "Ó nei, núna ætla ég aldrei að fara til Íslands" bara útaf hvalaveiðarnar.

MacGyver, 4.2.2009 kl. 12:57

19 Smámynd: Björn Birgisson

Mér vitanlega hefur hvergi komið fram hve margir ferðamenn koma hingað GAGNGERT til að skoða hvali. Hvalaskoðun er bara eitt af mörgu sem ferðamenn upplifa á Íslandi - og þeir hætta ekki við Íslandsferð þó við veiðum nokkra hvali. Gætum meira að segja sett upp nokkur stúkusæti í hvalveiðiskipunum og leyfa ferðamönnum að fylgjast með veiðunum. Þar yrði alltaf fullt og biðlisti.

Björn Birgisson, 4.2.2009 kl. 13:35

20 identicon

En hvernig dettur mönnum í hug að fara veiða hvað þegar enginn markaður er fyrir þessar afurðir.  Það verður þá væntanlega ekki mikil innkoma??

Birgir B (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 13:54

21 Smámynd: Björn Birgisson

Eru Japanir alfarið komnir í pasta og pizzur?

Björn Birgisson, 4.2.2009 kl. 13:59

22 identicon

Nei þeir eru enn að setja í sig hvalkjöt.  En í miklu minna magni og þeir eru sjálfir með umframbirgðir.  Það er ENGINN markaður fyrir hvalkjöt

Birgir B (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:04

23 Smámynd: MacGyver

Ef það er enginn markaður fyrir þessu, virkar það þá ekki bara þannig að engin fer út á sjó til þess að veiða þessi dýr því það væri ekki hagstætt?

MacGyver, 4.2.2009 kl. 14:09

24 identicon

Mikið rétt.  Í venjulegu samfélagi og viðskipta umhverfi myndi það virka þannig.  Nákvæmleg.  En við búum á Íslandi.  Og hér tala verkalýðsforkálfar og pólitíkusar um að þarna séu 200 störf sem bíði og 5 milljarðar í tekjur.  Það er bara ekki þannig.

Þessi umræða er bara svo makalaust bull.  Auðvitað er skynsamlegt að veiða þessi dýr eins og önnur og búa til verðmæti.  En á meðan engin vill kaupa þá er betra að vera bara bundinn við bryggju.

Birgir B (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:19

25 Smámynd: MacGyver

Ég er ekki alveg viss hvernig þetta virkar en kaupir ekki einkafyrirtæki réttin til hvalveiða? Ef það væri engin hagnaður í þessu, þá væri ekkert einkafyrirtæki að fjárfesta í þessu, eða er ég að rugla hérna?

MacGyver, 4.2.2009 kl. 14:25

26 identicon

Það eru yfir 100.000 hvalir í kringum landið. Trúir því virkilega einhver að ef við veiðum 150 hvali að sjórinn troðfyllist af þorski og loðnu?

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 16:06

27 Smámynd: Sigurjón

Nei, en það er þá alla vega meira æti fyrir þessar tegundir.  Ef það væri enginn markaður fyrir hvalkjöt, þá myndu menn ekki fara út í þetta.  Þetta eru ekki trúarbrögð.  Það var enginn markaður fyrir kartöflur í Evrópu fyrir árið 1500. Svo kynntu menn kartöflur á markaðinn og hann tók ekki vel í það til að byrja með.  Þetta þótti varla mönnum bjóðandi.

Ég ætla að ná mér í stórt stykki af hrefnu þegar hún kemur í verzlanir og steikja mér.  Ég gerði það í vor og smakkaðist eins og bezta nautakjöt...

Sigurjón, 4.2.2009 kl. 21:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband