Sunnudagur, 1. febrúar 2009
83 dagar stuttur tími fyrir ný framboð
Öll hljótum við að vona að þessari starfsstjórn farnist vel að taka á þeim mikla vanda sem við nú stöndum frammi fyrir.
Um leið og þessi stjórn tekur við þá hefst kosningabaráttan fyrir kosningarnar sem á að halda 28. apríl n.k. Þessi tími hentar vel þeim flokkum sem nú sitja á Alþingi.
Erfiðari verður róður þeirra nýju framboða sem hafa verið að skoða möguleikann á að bjóða fram nýtt fólk með nýja stefnu. Þessir 83 dagar duga þeim ekki til að ganga frá málefnaskrá, útvega nauðsynlegt fjármagn, stilla upp á listum, safna undirskriftum og kynna stefnumál og frambjóðendur. Það að halda kosningar eftir 83 dag mun trúlega valda því að þessi nýju framboð munu eiga mjög erfitt uppdráttar. Þetta er ekki nægur tími til að gera allt það sem þarf að gera.
Reglan að flokkar verði að fá minnt 5% atkvæða til að ná manni inn á þing sér svo um afganginn. Með því að láta kjósa svona fljótt eru gömlu flokkarnir að tryggja stöðu sína og völd á Alþingi.
Allt um Norræna Íhaldsflokkinn hér.
Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 871
- Frá upphafi: 365426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 769
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Þessi stutti tími til kosninga er kominn frá VG því þeir halda að nú séu þeir stærstir flokka á íslandi.
Þið sem ætlið að stefna að nýju framboði verðið að taka hendur úr vösum og drífa af stað öflugri vinnu og kíla framboðið áfram, nú vantar okkur nýtt fólk með ferskar hugmyndir, hvíla gamla flokkaapparatið.
Skúli Sigurðsson, 1.2.2009 kl. 17:23
Sammála þér með að frestur fyrir ný framboð er stuttur. Ég er fylgjandi grundvallarbreytinum í undirstöðum samfélagsins með því að semja nýja stjórnarskrá og nýjar reglur um framkvæmd kosninga til Alþingis. Ég er þeirrar skoðunar að ný framboð séu ekki lausnin til að hafa áhrif til að knýja þær breytingar fram. Hef séð og margar tilraunir í þá veru og tekið þátt í tveim þeirra og þær hafa að mínu mati ekki haft erindi sem erfiði.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2009 kl. 18:28
Og síðan bítur þetta í rassgatið á VG því þeir fá enga 83 daga, eða er reiknað með að þinghald verði fram á kjördag.?
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 1.2.2009 kl. 21:12
Sammála...þessi stutti tími er til þess gerður að koma í veg fyrir ný framboð eða allavega gera þeim ákaflega erfitt fyrir. Flestir flokkarnir eru komnir af stað í kosningabaráttu. Það þarf tíma til að fyrir nýtt fólk sem ekki hefur áður átt hlut að stórnmálum að koma saman, finna sér farveg, mynda flokk, safna frambjóðendum, safna undirskriftum og bjóða fram heildstæða hugmyndafræði.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:54
Ef ný framboð fara ekki að koma með stefnuskrá sína er hætt við sama staðan verði valin aftur. Í raun spái ég skammlífum ríkistjórnum næstu árin. Þanig að þótt ekki náist að sjóða saman ný framboð núna verður alltaf hægt að kjósa aftur í haust.
Offari, 1.2.2009 kl. 22:57
Ég er sammála að tíminn er stuttur, en ég veit ekki betur en ein aðal krafan frá mótmælendum og þeim sem eru nú að pæla í nýju framboði hafi verið ,,kosningar strax".
Það er ekki bæði hægt að halda og sleppa. Nú er bara að gera eins og það sem nýja ríkisstjórnin segist ætla að gera og láta hendur standa fram úr ermum.
En þetta er langt í frá auðvelt, það er ljóst.
Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 09:11