Föstudagur, 30. janúar 2009
Fyrst einhliða upptaka evru síðan inn í ESB
Ísland á að stefna á inngöngu í ESB og taka upp evru. Fyrsta skref á þeirri leið á að vera einhliða upptaka á evru sem allra fyrst. Ástæður þess að taka á upp einhliða evru eru eftirfarandi:
- Til að leysa gjaldeyriskreppuna sem nú geisar og til að tryggja sem fyrst jafnvægi í gjaldeyrismálum og í fjármálum landsmanna. Þetta mun þýða lækkun vaxta, lækkun verðbólgu og afnám verðtryggingar. Um leið og evra tekur við þá fer fasteigna- og byggingamarkaðurinn í gang því þá fara að bjóðast örugg veð og í framhaldi góð lán.
- Verði samþykkt að sækja um aðild að ESB og verði sá samningur samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun fara í gang ferli sem tekur 3 til 6 ár við að uppfylla Maastricht skilyrðin. Þegar Maastricht skilyrðin eru uppfyllt þá fáum við inngöngu í Myntbandalag Evrópu og þar með fáum við að taka upp evru. Það er ekki valkostur að halda áfram með Íslensku krónuna í þrjú ár í viðbót, hvað þá sex ár.
- Ef þjóðin hafnar aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu þá verður að vera til "Plan B". Plan B á að vera að taka einhliða upp evru sem verður okkar framtíðargjaldmiðill hvort sem við verðum í ESB eða með óbreyttan EES samning. Samhliða einhliða upptöku evru þá verði tilkynnt að unnið verði að því að komandi árum að uppfylla Maastricht skilyrðin og þau verði kjarninn í fjármálastefnu landsins.
Einhliða upptaka evru á Íslandi verður vissulega ekki tekið fagnandi af öllum í Evrópu. Slíka ákvörðun mun án efa valda einhverjum óróleika. Þetta er hinsvegar fær leið og ekki hægt að banna okkur fara hana. Vegna sérstakra aðstæðna hafa nokkur önnur smáríki í Evrópu hafa farið þessa leið með góðum árangri og engir eftirmálar orðið. Þessa leið eigum við að fara.
Ég trúir því að ef við veljum, vegna sérstakra aðstæðna sem hér hafa skapast, að taka einhliða upp evru þá er til staðar mikill skilningur meðal vinaþjóða okkar í Evrópu á því. Þessar þjóðir þekkja vel þá erfiðu stöðu sem Íslandi er nú í og vita að þjóðin þarf að leita allra leiða til að vinna sig út úr henni. Ég trúi því að það muni engir leggja stein í götu okkar veljum við að taka einhliða upp evru. Samhliða því eigum við að tilkynna að við við viljum sækja um aðild að ESB og að við stefnum á inngöngu í Myntbandalagið og þar með að við ætlum að uppfylla Maastricht skilyrðin innan 3 til 6 ára.
Okkar stefna í ríkisfjármálum á komandi árum á að snúast um að uppfylla Maastricht skilyrðin.
Maastricht skilyrðin er m.a.:
- Verðbólga sé ekki meira en 1½% meiri en í þeim þremur Evrópusambandslöndum sem hafa minnsta verðbólgu,
- Að í eitt ár séu meðalnafnvextir á langtímabréfum að hámarki 2% hærri en í þeim þremur löndum Evrópusambandsins sem hafa lægsta verðbólgu,
- Að viðkomandi land hafi verið í gengissamstarfi Evrópu ERM í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka.
- Að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af VLF.
- Heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af VLF.
Tekstinn hér fyrir ofan er samhljóma áherslum Norræna Íhaldsflokksins í þessum málum. Aðra helstu málaflokka er hægt að kynna sér hér.
Verði þessi leið farin þá er hægt að rífa Ísland upp úr þessari efnahagslægð margfalt hraðar en ella. Sjá aðgerðaráætlun okkar þar um hér.
Fengjum forgang inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Facebook
Athugasemdir
Hmm
Af hverju ætti ykkar áætlanir að standast frekar en hinna ?
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 12:36
Hér er í það minnsta um fær leið sem hægt er að fara.
Bjóða aðrir upp á færar leiðir sem ekki kosta gríðarlegt atvinnuleysi, vaxtaokur, verðtryggingu og íslenska krónu um ókomin ár?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 13:47
Þaðð er búið að ræða og ganga í gegnum þessar ótímabæru landsöluhugmyndir. Mistökin voru að vera ekki tengdir evrunni máske, en það er of seint í rassinn gripið núna. Besta leiðin til að halda sjálfstæði og yfirráðarétti yfir auðlindum er að taka upp eða beintengjast noskri krónu til að laga gjaldmiðilsvandann. Þær dyr standa opnar núna.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2009 kl. 15:53
Hvers vegna hafnar þú Friðrik bezta kosti okkar í gjaldmiðilsmálum ? Þetta er upptaka sterks innlends gjaldmiðils, sem nýtur bakstuðnings US Dollars. Þessu fyrirkomulagi er stjórnað af Myntráði.
Það er undarleg þráhyggja að einblína á Evru, þrátt fyrir auðsæja erfiðleika við að taka hana í notkun og kostnað. Við vitum, að þjóðin hefur engan áhuga á að fórna sjálfstæðinu. Eigum við ekki bara að hætta þessu bulli um ESB og fara að leysa nærtæk og mikilvæg verkefni ?
Við erum nú þegar komin með 70% - 90% óformlega Dollaravæðingu. Hvers vegna ekki að stíga skrefið till fulls og taka upp Íslendskan Dal ? Vilja menn ekki ná efnahagslegum stöðugleika, með traustum gjaldmiðli ? Vilja menn ekki lækka vexti, stöðva eignabrunann og afnema lánavísitöluna ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.1.2009 kl. 16:13
Sæll Sigurður
Fyrsti punktur. Nokkur reynsla er fyrir því erlendis hvernig staðið er að því að taka upp nýjan gjalmiðil. Við hljótum að gera það með svipuðum hætti og þar. Ekki þekki ég tæknilega þá útfærslu. Væntanlega horfa menn til nokkurra þátta eins og meðalgengis undanfarinna ára o.s.frv.. Þetta er tæknilegt útfærsluatriði sem skiptir miklu máli hvernig er gert en á ekki að þurfa að vefjast fyrir okkur. Þetta hafa allar þjóðir leyst sem hafa tekið upp evruna á undanförnum árum.
Annar punktur. Það tekur okkur mörg ár að uppfylla Maastricht skilyrðin og þú er að misskilja fréttina, lestu hana betur. Okkur er boðið með hraði inn í ESB. Í fréttinni er ekkert minnst á Myntbandalagið. Það er ekki verið að bjóða okkur inn í Myntbandalagið og að taka upp evru með hraði.
Gjaldmiðill ESB endurspeglar styrkleika þeirra þjóða sem eru í því bandalagi. Mikil efnahagskreppa gengur nú yfir heiminn og það hriktir í stoðum. Ef við horfum yfir sviðið þá er staða þjóðanna í ESB þó með þeim hætti að þau eru að standa það óveður best af sér allra þjóða. Nýr forseti Bandaríkjanna og hans menn horfa nú til ESB að fyrirmynd. Sömuleiðis Kínverjar og í raun heimsbyggðin öll. Í þessum ólgusjó öllum standa lönd ESB sig best þó þar gefi vissulega á. Af öllum þjóðum ESB eru það Norðurlöndin sem enn á ný skara framúr og eru að fá hæstu einkunn í því mikla álagsprófi sem þessi mikla kreppa er.
Þriðji punktur. Ég sé ekki samhengið á milli þessarar umræðu og Hvalfjarðarganganna. En úr því þú nefnir þau þá er það rangt mat hjá þér að þau séu "eitthvað það best heppnaðasta verkefni sem unnið hefur verið á Íslandi". Ég vil ekki ganga svo langt að segja að þau hafi verið mistök frá upphafi til enda en þar hefði betur mátt standa að mörgum hlutum. Ég nefni hér nokkur atriði sem ég kalla:
Hvalfjarðargöngin án kampavíns:
Þá leifi ég mér að benda þeim sem áhuga hafa á að lesa meira um "Hvalfjarðargöngin án kampavíns" á annan stað hér á blogginu mínu þar sem þessi göng eru til umræðu og á gömlu heimasíðuna mín en þar er að finna þessar fimm greinar sem ég hef skrifað um málið.
http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/711516/
http://www.simnet.is/fhg/index_files/Page2550.htm
Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 16:34
Sæl aftur Sigurður
Hverngi getur þú sagt þetta Sigurður:
"Leyfa þar með ríkinu að komast með puttana í lífeyrissparnað landsmanna. Setja egg lífeyrissjóðanna í færri körfur. Færa lífeyri landsmanna fjær eigendum sínum. Breyta hugmyndafræðinni um lífeyrissjóði á þann veg að að lífeyrissparnaður sé í raun ekki fyrir fólkið heldur fyrir ríki og fyrirtæki til að lagfæra eigið klúður".
Almenningur í landinu er "Ríkið". Almenningur í landinu á Lífeyrissjóðina. Hvaða fjárfesting er öruggari fyrir Íslenska lífeyrissjóði en veð í skattgreiðslum þeirra sem borga í þessa lífeyrissjóði? Hvaða fjárfesting á Íslandi er öruggari en ríkistryggð skuldabréf? Í hverju vilt þú eiginlega að Lífeyrissjóðirnir fjárfesti þegar við erum hér með gjaldeyrishöft. Vilt þú að þeir kaupi hlutabréf? Nei, ríkisskuldabréf er besti kosturinn.
Þú spyrð oft um hvernig á að fjármagna þessa hluti með nefndir eru í aðgerðaráætlun okkar. Það er gert með þessari 200 - 300 milljarða fjármögnun frá Lífeyrissjóðunum.
Fyrirséð er að atvinnuleysisbætur munu kosta 2 milljarða á mánuði innan ekki svo langs tíma. Það kostar 5 milljarða á mánuði að halda byggingariðnaðnum gangandi. Þá er um leið verið að skapa verðmæti, skóla, íþróttahús, sundlaugar o.s.frv. Er það ekki skynsamlegar en greiða 2 milljarða á mánuði í atvinnuleysisbætur. Með okkar leið þá fáum við eitthvað fyrir þetta fé.
Byggingaiðnaðurinn of umfangsmikill segir þú. Allt seldist þó meðan lánað var til slíkra kaupa að eðlilegum kjörum. Nú er allt stopp og allar þessar nýbyggingar og fjármögnun þeirra var í höndum banka sem nú eru gjaldþrota. Þessar eignir eru því að lenda í höndum ríkisins. Spurningin er bara hvað við viljum gera við þessar eignir. Senda þær til andskotans eins og tónlistarhúsið segir þú. Pantar maður far með skipi eða flugvél til að koma því þangað?
Ég vil gjarnan rökræða um mál eins og þessi, en nú segi ég stopp. Ég vil ekki að eyða mínum tíma í að svara einhverju bulli eins og þessu að það eigi að senda álfbyggt hús til "andskotans", þú verður að fyrirgefa.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 17:11
Sæll Jón
Norska krónan er spennandi millileikur sem hægt væri að leika á meðan við erum að bíða eftir því að þjóðin samþykki að ganga í ESB og á meðan við erum að uppfylla Maastricht skilyrðin.
Í þessu sambandi bendi ég á eftirfarandi:
Er það þá ég sem er "landsölumaður" eða þú Jón?
Ef þetta yrði raunin hvort heldur þú að sagan myndi kalla "Loðinn Lepp", þig eða mig?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 18:56
Sæll Loftur
Sá kostur sem þú nefnir er á margan hátt fýsilegur. Við getum valið báðar þessar leiðir, þ.e. að taka einhliða upp evru eða dollarinn og myntráðið.
Ég vel evruna fram yfir dollarinn því það er mín pólitíska sannfæring að við eigum að skipa komandi kynslóðum Íslendinga til borðs með öðrum þjóðum Evrópu.
Að taka upp dollar er að mínu mat skref í átt frá því pólitíska markiði. Að taka upp evru, þó einhliða sé, er skref í átt að því markmiði.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 19:05
Má ég benda þér á Friðrik, að þegar Myntráði hefur verið komið á fót er tiltölulega auðvelt að skipta um stoðmynt. Við getum því hæglega notað USD sem stoðmynt við stofnun Myntráðs og síðan skipt yfir í Evru á hvaða stigi sem er.
Það er því rangt að notkun USD sem stoðmynt Myntráðs sé skref í einhverja ákveðna átt. Fyrirkomulagið getur haldist til lengdar eða skamms tíma. Myntráð er tæknileg lausn en ekki pólitísk. Getur verið að þarna sé um útbreiddan misskilning að ræða ? Ég hef samt ekki heyrt þetta fyrr.
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.1.2009 kl. 19:35
Ef svo er Loftur þá eru þessar hugmyndir um dollar undir Myntráði eða evru eitthvað sem ekki á að útiloka.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 20:21
Ég hef eindregið lagt til að Myntráðið sjálft væri fest í Stjórnarskrána, en stoðmyntina er hægt að skilgreina á margvíslegan hátt. Alltaf þarf einhver formlegheit við skipti stoðmyntar, en við getum sagt að það sé tiltölulega auðvelt.
Að þessu leyti, er Myntráðið mun aðgengilegra en full Dollaravæðing. Ef við erum með USD sem gjaldmiðil er erfitt að skipta honum út fyrir Evru, en vissulega ekki ómögulegt. Fyrir þá sem ekki eru vel kunnugir fyrirkomulagi Myntráðs, má nefna að stoðmyntin (anchor currency) er varðveitt og ávöxtuð, en ekki notuð sem gjaldmiðill.
Þeir sem eru forvitnir um peningamál og Myntráð eru velkomnir í heimsókn:
http://altice.blog.is/blog/altice/ (skoðið færslur frá nóvember 2008)
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.1.2009 kl. 21:37
Sæll enn á nú Sigurður.
Þú verður að fyrirgefa en mig þraut örendið þarna áðan.
Ef þú ferð inn á heimasíðu Norræna Íhaldsflokksins og skoða borðann efst þá finnur þú "Stefnumál". Þar getur þú fundið allt um landbúnað, félagsmál og utanríkismál o.s.frv..
Varðandi 90% lánin þá eru slík lán í ákveðnum lánaflokkum í boði á hinum Norðurlöndunum. Hvað er því til fyrirstöðu að slík lán verði ekki í boði hér fyrir þá sem það kjós þegar hér er komin stöðug mynt og eðlilegt ástand í efnahagsmálum? Þetta eru stefnumál okkar, ekki eitthvað sem á að setja í framkvæmd fyrir hádegi á morgun.
Varðandi fiskveiðarnar þá er margra ára hefð fyrir slíkum vistvænum veiðum í Noregi. Þar eru botntroll og snurvoð bönnuð við veiðar á þorski. Þá leið viljum við fara. Í þessum málum viljum við hafa Norðmenn sem okkar fyrirmynd. Þó svo við höfum ekki lýst tæknilegum útfærsluatriðum þessa kerfis þá þekkja þeir það sem þekkja til Norsks sjávarútvegs. Einfalt er að nálgast allar upplýsingar um það í Noregi. Nákvæmari lýsing verður sett inn á heimasíðuna okkar síðar.
Trúðu mér, þessi heimasíða og þau stefnumál sem þar eru kynnt voru ekki sett niður á blað á einni kvöldstund. Þessi vinna er heldur ekki mæld í mánuðum eða misserum.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 22:40
ESB er öngstræti og síðan einstefnu sund lokað í annan endan. ESB er ljótur kostur í umræðunni og ber að varast að benda á það sem "lausn" á vanda Íslands. Ísland á sér bjartari framtíð með þeim löndum sem deila lífssýn og lífsgæðum með okkur, eða þeim löndum sem eiga sama menningarbakgrunn. Norðurlöndin og löndin á norðurslóðum eru nærtækari kostur. Fólk í Suður-Evrópu skilur ekki gildismat okkar. Að taka upp EURO (bið fólk að hætta kalla þetta evru) er fátækleg viðbót við sorglega umræðu um skyndilausnir. Tæki Ísland upp EURO myndi það setja allar forsendur hagstjórnar á Íslandi í ruslatunnuna. Óafturkræft. Land sem hefur orðið meðlimur í ESB á ekki afturkvæmt þaðan. Þannig er það!
Baldur Gautur Baldursson, 31.1.2009 kl. 19:43