Undirbúningur álvers á Bakka heldur áfram.

Við hljótum að fagna þessari frétt. Það er vel að Skipulagsstofnun sendi frá sér jákvæða frétt eins og þessa nú þegar björgunaraðgerðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eru að hefjast. Það er gott að vita til þess að verið er að vinna á fullu að undirbúningi álversins á Bakka. Ekki mun veita af á næstu misserum að fá innspýtingu eins og þetta álver inn í samfélagið.

Ég vil að stefnt sé að því að við höldum áfram að nýta okkar orkuauðlindir þar til við náum því markmiði að tryggt sé að vöruskiptajöfnuður við útlönd verði okkur alltaf hagstæður næsta aldarfjórðunginn. Þegar við erum búin að ná því markmiði þá getum við hægt á, ekki fyrr. 

Fréttir berast utan úr heimi að sjálfri „lausafjárkreppunni“ sé lokið. Nóg var og er til af peningum, vandinn var að enginn þorði að lána þá. Búið er að leysa það vandamál með aðkomu Seðlabankana á millibankamarkaði. Hlutabréf eru hætt að vera í frjálsu falli. Þau hafa lækkað gríðarlega, það fall er hætt og eru þau nú að rokka upp og niður. Botninum þar er vonandi náð. Ríkistjórnir um allan heim og Seðlabankar þeirra eru með sameiginlegu átaki að vinna úr afleiðingum þessarar fjármálakreppu. Fyrirséður er samdráttur en ekki hrun. 

Líkur eru því til þess að áframhald verði á þeim verkefnum sem var verið að skipuleggja. Nú þarf gengið að jafna sig og þá verða Orkuveitan og Landsnet aftur trúverðugir lántakendur. 

Við erum örfá sem byggjum þetta landi. Það þarf ekki mikið til að koma öllu í gang aftur. Með sameiginlegu átaki stjórnvalda, samtaka launþega og atvinnulífs og með þátttöku lífeyrissjóðanna á okkur að vera í lófa lagið að koma hjólum atvinnulífsins aftur á fulla ferð. Ég vildi sjá nýju bankana og lífeyrissjóðina lána til verkefnanna í Helguvík og Húsavík. Eins til orkufyrirtækjanna okkar. Allt eru þetta arðbærar framkvæmdir og bráðnauðsynlegar nú til að skapa vinnu og tekjur.

 


mbl.is Geri grein fyrir orkuþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að heyra að haldið er áfram við Húsavík

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.11.2008 kl. 16:17

2 identicon

Ákall til umhverfissinna:  "Þið verðið að berjast gegn þessu.  Það má alls ekki skapa atvinnu á þessu svæði, reynið nú að koma í veg fyrir að þetta verði að verulega.  Þá má einfaldlega ekki skapa störf þarna noður frá!

Þorgrímur Valur Halldórsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband