Gott að lögreglunni stjórna góðir menn.

Það kom mér bæði á óvart og ekki að mótmælendur ruddust inn í Seðlabankann. Það er ljóst að mikill hiti er í fólki og það er reitt.  

Enn og aftur reynir á lögregluna okkar. Auðvita geta þeir tekið á þessu af hörku og rekið alla út með látum. Hættan er þá sú að þetta stigmagnist og þegar næstu mótmæli verða þá mæta mótmælendur undirbúnir og átök þeirra við lögreglu verði harðari og harðari. Slíkt mun gera erfiða og þunga stöðu mótmælenda og lögreglu enn verri. 

Þess vegna segi ég enn og aftur, það er gott að lögreglunni stjórna góðir menn.

 


mbl.is Reynt að fá fólk út með góðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það gleður að sjá góð vinnubrögð hjá lögreglunni þar sem fyrst er leitast eftir því að taka á málunum rólega og yfirvegað.

Góðborgari (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:19

2 identicon

Langar að benda á eitt, lögreglan er ein af þeim starfséttum sem missir réttindin sín ef til gjaldþrota kemur.

Lögreglumenn, tóku líka eins og allir hinir í landinu erlend lán á hús og bíla. Og eru líka að lenda í því að verðtrygging er að éta upp eigur þeirra.

Það sem er að gerast í landinu í dag er háalvarlegt og við erum öll í skítnum.

Spurning hvort að fólk sé hins vegar búið að viðurkenna það fyrir sjálfum sér?

Ég get verið sammála því að lögreglunni er vel stjórna. Þjóðin þarf hins vegar að gera sér grein fyrir því að það eru ALLIR illa settir... Sumir hafa hins vegar ákveðið að gera eitthvað í því aðrir gera ekkert nema gagnrýna þá sem eru þó að reyna!!!

Lísa (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: oktober

Þeir stóðu sig ágætlega það er rétt og fólk ber mikla virðingu fyrir Geir Jón og er það vel.

Hér er myndband úr Seðlabankanum, stoltur af unga fólkinu okkar.

oktober, 1.12.2008 kl. 22:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband