Síldargildran í Kolgrafafirði er manngerð.

Nýleg þverun Kolgrafafjarðar með vegfyllingu og stuttri brú er greinilega misheppnuð framkvæmd.  Vegagerðin verður að hefjast strax handa við lagfæringar og fjarlægja þessa vegfyllingu og byggja brú alla leið þvert yfir fjörðinn. Að öðrum kosti er ljóst að sambærilegir atburðir munu endurtaka sig ítrekað.

Síldargildran í KolgrafarfirðiÁ síðustu tveim mánuðum er ætlað að í Kolgrafafirði hafið farist í tvígang um 30.000 tonn af síld og meðafli. Það gera um 60.000 tonn í allt eða 60.000.000 kg. Ef kílóið er metið á 100 kr. þá hefur þarna orðið tjón upp á 6 milljarða. Að gera brú þarna yfir kostar væntanlega minna en þetta tjón.

Þar fyrir utan er ekki forsvaranlegt út frá umhverfis- og mannúðarsjónarmiðum að hafa þessa dauðagildru þarna áfram. Þarna verður að fara strax í úrbætur.

Myndin er tekin af Google Earth og sýnir nýlega þverun Kolgrafafjarðar með vegfyllingu og stuttri brú. Með þessari vegfyllingu þá er fjörðurinn ekkert annað en ein stór gildra fyrir allan fisk sem þangað ratar inn. Auðvelt er að sjá fyrir sér hvað gerist þegar stórar síldartorfur ganga þarna inn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er nokkuð annað en að hafa nótaskip á vakt þarna. Sínir þetta ekki líka hve þessi kvóti er vitlaus þegar bara þarna er meira að síld en allur kvóti landsmanna. Eigum við að trúa að það sé hvergi síld við landið nema þarna.

Valdimar Samúelsson, 3.2.2013 kl. 17:34

2 identicon

Kannski verdur meiri skadi af thessu en Icesave!

Nafnlaus (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 18:34

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við  verðum bara að veiða þetta áður en síldin sindir í strand. Það hlýtur einhver að vera með vit í ríkisstjórninni.

Valdimar Samúelsson, 3.2.2013 kl. 19:35

4 identicon

Svo innilega sammála ! Þessi þverun á firðinum er slysagildra og verður vegagerðin að bæta úr sem fyrst ! Það sér það hver maður að endurnýjun á sjó gengur mun hægar fyrir sig með þennan stubb sem brúin er en ef hún væri ekki !! Ég var á ferðinni í gær í Gilsfirðinum og datt þetta í hug hvort þetta myndi ske þar, en sem betur fer var það ekki (alla vega þá) og vonandi kemur það ekki til. Smábátar við Breiðarfjörð ættu að meiga veiða eins og þeir geta þarna á svæðinu án þess að Hafró geti sagt nokkuð um það því það er betra að bátar fiski síldina og fái verð fyrir hana en að hún drepist svona og enginn fái neitt fyrir.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 04:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband