"Steingrímur HLÝTUR að segja af sér", sögðu þeir á dekkjaverkstæðinu í dag.

Með þessum fullnaðarsigri í Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum þá er verið að fella mesta áfellisdóm yfir íslenskum stjórnvöldum sem þau hafa nokkurn tíma hlotið.

2012_05_15_EOS60D_6742Krafa um afsögn flokksformannanna þriggja, Steingríms J Sigfússonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Bjarna Benediktssonar, formanna þeirra þriggja flokka sem studdu Icesave samningana og veittu þeim brautargengi á Alþingi, þessi krafa hlýtur nú að bergmála um allar byggðir landsins.

Hún er sanngjörn, krafan um afsögn þeirra ráðherra og þingmanna sem með blekkingum, yfirhylmingum og hótunum reyndu ítrekað að leiða þjóðina í það fjárhagslega öngstræti sem Icesave samningarnir voru. Fjárhagslegt öngstræti þar sem sökkva átti íslenskri þjóð í botnlausar skuldir næsta mannsaldurinn.

  • Verum minnug þess að Icesave 2 hefði kostað þjóðina 507 ma. að mati Dr. Jóns Daníelssonar + 670 ma. í ríkisábyrgð.
  • Verum minnum þess að Icesave 3 hefði kostað þjóðina 80 til 330 ma. skv. AGS + 670 ma. í ríkisábyrgð.
  • Dómstólaleiðin kostað hins vegar þjóðina 0 til 140 ma. að mati InDefence. (Landsframleiðslan er um 1.500 ma. og rekstur Landsspítalans 38 ma.)

Icesave málinu líkur svo, fyrir tilstuðlan almennings og forsetans, fyrir dómstólum með því að Icesave mun ekki kosta þjóðina krónu.

Gerum okkur grein fyrir því að ef Neyðarlögin hefðu verið dæmd ólögleg þá væru innistæður ekki forgangskröfur í búi Landsbankans. Lítið sem ekkert af fjármunum Landsbankans hefði þá verið til ráðstöfunar til innistæðueigenda í bankanum og upp í Icesave.

Glæpur stjórnvalda og Alþingis gagnvart þjóðinni var að samþykkja ríkisábyrgð á þessa Icesave samninga upp á um 670 ma. án þess að fyrir lægi dómur Hæstaréttar að Neyðarlögin myndu halda.

Ef neyðarlögin hefðu verið dæmd ólögleg í Hæstarétti og Alþingi búið að veita ríkisábyrgð á Icesave samningunum þá hefðu fallið um 670 ma. á þjóðina. 670 ma. sem þjóðin hefði orðið að greiða með gjaldeyrir úr eigin vasa því lítið sem ekkert hefði þá fengist úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesave.

  • Aldrei áður hefur verið gamblað með þessum hætti með fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
  • Það að Alþingi samþykkti Icesave samningana án þess að fyrir lægi hvort Neyðarlögin héldu var ekkert annað en glæpur gegn þjóðinni.

Það að íslensk stjórnvöld skuli hafa látið undan ólögvörðum og ólöglegum kröfum Breta og Hollendinga í málinu og að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið tilbúin til þess að fórna fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar til að koma til móts við þessar ólögmætu kröfur var og er vítavert. 

Þjóðarleiðtogar sem afvegaleiða þjóðir sínar með þeim hætti sem afhjúpað var í dag með þessum dómi EFTA dómstólsins, slíka ráðherra  á að draga fyrir Landsdóm og slíka þingmenn á þjóðin að losa sig við hið snarasta af þingi.

Þó Icesave málinu sé lokið fyrir EFTA dómstólnum þá er þessu máli ekki nærri lokið. Kjósendur eiga eftir að kveða upp  sinn dóm í þessu máli. Þeir kjósendur sem í tvígang bitu af sér hótanir og blekkingar núverandi stjórnvalda í þessu máli munu án efa velja aðra leiðtoga en Þá sem nú sitja til að leiða þetta samfélag á komandi árum.

Já, það er örugglega á fleiri stöðum en á dekkjaverkstæðinu í Reykjavík sem ég heimsótti um hádegisbilið í dag, þar sem kallað er eftir afsögn þeirra sem reyndu að knésetja þjóðina með því að gera skuldir einkaaðila að skuldum íslenskra skattgreiðenda.

 

Mynd: Íslenski fáninn á Plaza del Sol í Madrid, maí 2012.

 

 


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að ég fái mér nú bara Diet Coke í tilefni af þessu.

Óli Skans (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 16:24

2 identicon

Hefur einhver verkfræðingur ,,sagt af sér"  eftir allar vitleysurnar í verkefnum í þessu landi ?

Þarf ekki einhver að líta sér nær ?

JR (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 16:33

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll JR

Þeir verkfræðingar sem starfa sem slíkir kaupa sér tryggingar með sama hætti og arkitektar og lögfræðingar, til að takast á við slík vandamál.

Í tilfelli Icesave þá voru engin mistök gerð. Stjórnvöld beittu bligðunarlaust, blekkingum, yfirhylmingum (eins og að leggja ekki fram öll skjöl Icesave 1 samningsins) og hótunum til að knýja þing og þjóð til að samþykkja þessa skammarlegu nauðasamninga.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.1.2013 kl. 16:52

4 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Ríkistjórnin á að sjálfsögðu í þessari viku að fara á fund forseta Ísland og biðast lausnar.

Stórkostlegur sigur og gleði fyrir okkur íslendinga. Takk til allra bloggara.

Anna Björg Hjartardóttir, 28.1.2013 kl. 19:16

5 identicon

U ain´t seen nothing yet :)

Skallgrímur júdas og jóa klóa eru reið út af þvi að svavar samninginn er ekki samþykktur eins og hann lág fyrir , þess vegna eru tvi-jólasveinarnir ( leppa luði og gryla) eru að íhuga að ÁFFRÝJA , til þess eru nú þegar háskóla elitan gylfi gósi og hinn krulluhárið matti eru til þjónustu reiðubúin að gera allt í þeirra litla haus (kuðing) að búa til CUBA og héðan í frá heitir Reykjavík ( HAVANA) .

iskan (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 22:22

6 Smámynd: Jón Sveinsson

Hvorki Jóhanna né Steingrímur hafa það sem kallað er vit þess vegna geta þau ekki sagt af sér þau nærast af því að níðast á öldruðum og örirkjum þannig eru þau.og basta.....

Jón Sveinsson, 28.1.2013 kl. 23:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir góða grein Friðrik.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 07:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband