Dómstólaleiðin kostar að hámarki 140 milljarða.

Smá saman hafa verið að birtast í fjölmiðlum umsagnir sem unnar hafa verið fyrir fjárlaganefnd Alþingis vegna Icesave 3.

IMG_1237Allar þessar umsagnir fyrir utan umsögn InDefence um málið hjálpa okkur ekki við að taka ákvörðun um það hvort við eigum að hafna þessum nýja Icesave samningi eða ekki.

Sjá þessar umsagnir hér:

Bara í umsögn InDefence er að finna mat á því hvað það það mun kosta þjóðina ef dómstólaleiðin verður farin.

Þetta eru niðurstöður InDefende:

140 milljarða mun það kosta ríkið ef málaferlin tapast algjörlega.

22 milljarða mun það kosta ríkið ef við verðum dæmd til að tryggja lámarksinnistæður, 20.887 evrur per reikning.

0 milljarða mun það kosta ríkið ef við vinnum málaferlin.

Samkvæmt mati InDefence þá um Icesave 3 kosta ríkið 75 milljarða. Þar er mat GAM Management að þessi kostnaður liggi milli 25 til 230 milljarða.

Sjá nánar um kostnaðinn við dómstólaleiðina í síðustu þrem pistlum hér á blogginu.

Mynd: Gönguleiðin upp Esju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll - ég ákvað að benda þér á kostað við AGS pakkann skv. tölum sem fram koma í nýju AGS skýrslunni:

Tekið úr 4. skýrslu AGS:
http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2011/cr1116.pdf

…2010………2011……..2012………2013……….2014……..2015

Nominal GDP (bln ISK)
.1551.4…..1628.2……1726.2……1820.2……1934.2…..2052.7

Tekjur ríkissjóðs umreiknað skv. prósentutölu í ma.kr.

..630.........645.............696,7......746,3.......789,1.......833,4

Balance of Payments

Extraordinary financing
….51.3………11.5………-3.1……….-3.9……….-3.0……….-3.2

Vaxtagj. 2011 skv. fjárlagafrumv. 75,1 ma.kr
……………………………51,8.ma….71.ma……..58,03………65,7

Skv. tölum AGS fæ ég ekki betur séð en að kostnaður af AGS lánapakkanum sé:

51,8 ma.kr 2012.

71 ma.kr. 2013

58,03 ma. kr. 2014

65,7 ma.kr. 2015

Við þetta má bæta að skv. fjárlagafrumvarpi í ár eru vaxtagjöld ríkissjóðs 75,1 ma.kr. en eins og fram kemur, eru AGS lán ekki komin í greiðslu fyrr en á næsta ári. Áhugavert að bæta því þeirri tölu við.

Shit – holy shit.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.1.2011 kl. 14:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk heiðurskallar, gott að fá þessi yfirlit á einu stað.

Einar, vonandi bloggar þú um þessar upplýsingar, shit er annað orð yfir þjóðarvá, og það er gott að eiga pistil, hafinn yfir allan vafa, um það sem bíður Þyrnirósar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.1.2011 kl. 22:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband