Mánudagur, 16. ágúst 2010
Skjaldborg slegin um stærsta "rán" Íslandssögunnar.
Stærsta "rán" Íslandssögunnar og eitt stærsta "rán" í Evrópu framdi Alþingi haustið 2008 undir forystu ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Stærsta "rán" Íslandssögunnar var framið þegar Þingvallastjórnin ákvað að "ræna" Deutsche bank, HSBC, Commerce bank og alla hina bankana og fjármálafyrirtækin sem höfðu lánað íslensku bönkunum fé.
Þetta "rán" sem Alþingi og íslenska stjórnsýslan framdi var framkvæmt þannig að leikreglum og lögum á Íslandi var breytt á einni nóttu þannig að Íslendingar sem áttu innistæður í íslensku bönkunum þær innistæður ákváðu þingmenn / "ræningjarnir" að tryggja að fullu á kostnað þessara erlendu lánadrottna.
Til þess að hægt væri að trygga íslenskum innistæðueigendum innistæður sínar að fullu ákváðu réttkjörnir fulltrúar almennings á Alþingi að setja hin svokölluð Bráðabirgðalög. Með því var hægt að "ræna" þá banka og fjármálafyrirtæki sem höfðu átt í viðskiptum við íslensku bankana og lánað þeim fé.
Með því að breyta lögum og reglum, lögum og reglum sem var grundvöllur þess að erlendir bankar og fjármálafyrirtæki lánuðu íslensku bönkunum fé og gera innistæður að forgangskröfum þannig að fyrst verða þær greiddar út að fullu áður en byrjað verður að greiða inn á kröfur erlendu lánastofnanna þegar þrotabúa bankana verður gert upp, með þessu þá var Alþingi að fremja eitt stærsta "rán" sem framið hefur verið í Evrópu.
Líkalega þarf að fara aftur til sjóræningjana sem ríktu og stjórnuðu Alsír frá um 1500 og fram yfir aldamótin 1800, þ.e. "Tyrkina" sem rændu og rupluðu Evrópu til að finna samjöfnuð við það rán sem "réttarríkið" Ísland undir forystu Alþingis framdi haustið 2008. Þessi ræningjalýður sem stjórnaði og ríkti í Alsír í nærri 300 ár, þeir komu meðal annars hingað til lands og rændu Vestmannaeyjar. Í heimildum frá Grænlandi er einnig að finna sagnir um komur slíkra sjóræningja til Íslendingabyggðanna á Grænlandi og eru þær taldar ein af orsökunum þess að byggð lagðist þar af. Danir stofnuðu á þessum öldum svokallaðan "Slavekasse" sem allir sjófarendur voru látnir borga í sem nokkurskonar tryggingu þannig að til væri fé í sjóði svo danska ríkið gæti keypt brottnumda Dani heim af Soldánunum í Alsír. Norðmenn fóru heldur ekki varhluta af sjóræningjum frá Alsír, sjá þessa grein hér.
Á sama hátt og þegar ræningjalýður stjórnaði Alsír og stóð fyrir skipulögðum sjóránum urðu þjóðir Evrópu, þá eins og nú, að reiða fram háar fjárhæðir, nú í formi lána frá AGS / Slavekassen, til að tryggja hagsmuni sína, sinna þegna, banka og fjármálafyrirtækja sem "ræningjalýðurinn" sem stjórnar Íslandi er búinn að "ræna" og setja í gíslingu með gjaldeyrishöftum.
Mikil er ábyrgð þeirra "ræningja" sem sátu á Alþingi þegar þessi bráðabirgðalög voru sett.
En íslenskum þingmönnum nægði ekki að "ræna" Deutsche bank, HSBC, Commerce bank og allar hinar erlendu fjármálastofnanirnar til að tryggja hagsmuni íslenskra innistæðueigenda og fjárfesta. Nei það var ekki nóg. Þeir ákváðu líka að "ræna" Íslenska Seðlabankann. Íslenski Seðlabankinn var tæmdur nokkrum vikum eftir hrun. Hver einasta króna, pund, dollar og evra var tekin út úr Seðlabankanum, tæpir 300 milljarðar og settir í hendur þeim fjárfestum sem keyptu bréf í peningamarkaðssjóðum íslensku bankana. Í framhaldi var Íslenski Seðlabankinn lýstur gjaldþrota.
Mikil er ábyrgð þeirra "ræningja" sem gerðu Seðlabankann gjaldþrota með því að tæma hann og afhenda féð fjárfestum sem gömbluðu með sitt fé í peningamarkaðssjóðum gömlu bankana.
En það að "ræna" alla erlenda banka og fjármálastofnanir sem lánuðu gömlu bönkunum og tæma Seðlabankann og setja í gjaldþrot það dugði "ræningjum" á Alþingi ekki. Ekki þegar hagsmunir íslenskra innistæðueigenda og fjárfesta eru annar vegar. Þess vegna var ráðist í það að gera alla íslensku þjóðina ábyrga fyrir því að tryggja allar innistæður að fullu í íslenska bankakerfinu. Engu máli skipti þó bankakerfið væri tíu sinnum stærra en árleg þjóðarframleiðsla. Engu máli skipti þó þjóðin verði þar með að tryggja allar innistæður vegna Icesave og Edge reikninga Landsbankans og Kaupþings. Hér ráða ferð einkahagsmunir, ekki almannaheill.
þegar búið var að "ræna" erlenda lánadrottna gömlu bankana og gera Seðlabanka Íslands gjaldþrota þá skildi það koma í hlut launafólks á Íslandi, bænda, verkafólks og sjómanna að borga það sem upp á vantaði til að bæta að fullu þær innistæður sem íslenskir innistæðueigendur og fjárfestar töpuðu í gjaldþroti íslensku bankana.
Ef Ísland væri réttarríki og þingmenn ekki hagað sér eins og þjófar að nóttu þá hefðu íslenskir innistæðueigendur og fjárfestar tapað 70% til 80% af innistæðum sínum í gjaldþroti bankana.
Mikil er ábyrgð þeirra "ræningja" sem sátu á Alþingi þegar ákveðið var að gera vandamál innistæðueigenda að vandamáli íslenskra launþega og fyrirtækja. Að breyta tapi innistæðueigenda í gjöld á almenning á Íslandi.
Mikil er ábyrgð þeirra þingmanna sem heimiluðu innistæðueigendum að ganga í vasa almennings á Íslandi og sækja þangað það fé sem þessir innistæðueigendur töpuðu þegar bankarnir fóru í gjaldþrot.
Það fé sem innistæðueigendur og fjárfestar töpuðu í gjaldþroti bankana er líklega á milli 1.500 til 2.000 milljarðar. Ríkistjórn Geirs Haarde og þeir þingmenn sem sátu á þingi haustið 2008 þeim tókst að tryggja hag þessara innistæðueigenda og fjárfesta með því að "ræna" erlenda lánadrottna gömlu bankana, "ræna" Seðlabankann og með því að veðsetja almenning og fyrirtækin á Íslandi fyrir afganginum.
Til að standa vörð um þetta mikla "rán" þá var við myndun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur valin maður sem bankamálaráðherra sem var þá nýhættur í stjórn Félags fjárfesta eftir 8 ára setu.
Til að kóróna herlegheitin kom svo Goðmundur kóngur á Glæsivöllum og lýsti því yfir í frægasta sjónvarpsviðtali eftirstríðsáranna að íslenska "bankaránið" hafi heppnast vel og við Íslendingar myndum hagnast gríðarlega á gjörningnum öllum. Hálf þjóðin og heimurinn allur stóð á öndinni þegar Goðmundur kóngur á Glæsivöllum toppað flesta sjóræningjasoldána þeirra Alsírbúa.
Fátt hefur breyst í aldanna rás. Stórbændur á Norðurlöndunum og soldánarnir í Alsír sendu húskarla sína í ránsferðir um víða veröld hér á öldum áður. Okkar tíma "útrásarvíkingar" eru okkar tíma húskarlar. Okkar tíma "stórbændur" og "soldánar" heita í daga innlánseigendur / fjárfestar / auðmenn og svo aftur ráðherrar.
Hagsmunabandalag okkar helstu stjórnmálamanna og auðmanna hefur breytt okkar samfélagi úr því að vera friðsælt bænda- og fiskveiðisamfélagi í það að vera "ræningjabæli" þar sem lög og réttur skiptir engu máli þegar hagsmunir auðmanna eða okkar æðstu stjórnmálamanna er annars vegar.
Ljóst er að þessi ríkisstjórn hefur slegið skjaldborg um þetta stærsta "rán" Íslandssögunnar og ætlar sér að verja "þjófnaðinn" með öllum ráðum. Í kvöldfréttum fékk bankamálaráðherrann klapp á kollinn frá forsætisráðherra fyrir að standa sig vel í að verja "ránið" og vinna og stuðla að því að í stað ólöglegrar gengistryggingar verði teknir upp okurvextir. Eftir 8 ár í stjórn Félags fjárfesta klikkar bankamálaráðherrann ekki á aðalatriðunum.
Vonandi að komandi Stjórnlagaþing komi á þeim réttarbótum sem þarf þannig að hér komist á svipað réttarríki og aðrar þjóðir Evrópu búa við. Réttarríki þar sem ríkisvaldið kemst ekki árum saman upp með mannréttindabrot og þingmen breyta ekki grundvallarþáttum í lögum samfélagsins á skyndifundum á nóttunni. Samfélag þar sem stjórnvöld og auðmenn í hagsmunabandalagi komast ekki upp með "rán" og "gripdeildir" og hafa ekki umboð til að veðsetja samfélag okkar með þeim hætti sem hér var gert.
Myndir: Í garði í Reykjavík
Krafðist skýringa frá Seðlabankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.8.2010 kl. 00:54 | Facebook
Athugasemdir
Landið er örugglega ræningjabæli og niðurdragandi og sorglegt að börnin okkar þurfi að alast upp við það volæði og ömurleika. Ríkisstjórnaróþverranum og stjórnarflokkunum í heild sinni er víst nákvæmlega sama þó þau eyðileggi líf alþýðu þessa lands.
Elle_, 16.8.2010 kl. 23:33
Hef lesið ýmislegt ljótt síðan um haustið 2008. Þetta er án efa eitt það hrikalegasta. Segir allt sem segja þarf. Hafðu þakkir fyrir.
sr (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 00:16
Og á að láta ræningjana skrifa nýja stjórnarskrá fyrir okkur? Er fólk hér á landi alveg stórbilað...
Lárus Baldursson, 17.8.2010 kl. 00:40
Heyr heyr. Orð að sønnu.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 01:40
Ágætur pistill. Ég má samt til með að leiðrétta eftirfarandi: Íslenska ríkið gekkst aldrei í ábyrgð fyrir Edge reikninga Kaupþings, þeir voru allir í dótturfélögum með aðild að tryggingasjóðum viðkomandi landa. Þó svo að reynt hafi verið að klína ríkisábyrgð vegna IceSave á íslenska skattgreiðendur líka, þá var því sem betur fer hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, enda væri slík ábyrgð líka óleyfileg samkvæmt þágildandi lögum og tilskipunum. Sá lögaðili sem ber ábyrgð gagnvart innstæðueigendum er Tryggingasjóður Innstæðueigenda og Fjárfesta, sjálfseignarstofnun fjármögnuð af bankakerfinu.
Loks má bæta einu við fyrst verið er að tala um ríkisábyrgðir: Það er engin ríkisábyrgð á bankainnstæðum á Íslandi !
Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2010 kl. 10:28
Manni verður óglatt af þessari skelfilegu lýsingu og langar til að hoppa upp í næstu flugvél, áður en leyniþjónustan stoppar mann, og aldrei koma tilbaka.
NNN (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 10:29
Nei, það er alveg örugglega engin ríkisábyrgð ísl. ríkisins á neinum innistæðum einkabankanna, engum þeirra, ekki innanlands og ekki þeirra sem voru á erlendri grund.
Elle_, 17.8.2010 kl. 11:28
Sammála 5 og 7, það er engin ríkisábyrgð á innistæðum. Ríkisstjórnir Samfylkingarinnar hafa hins vegar gert allt til þess að slík ríkisábyrgð falli á þjóðina og hún taki á sig ábyrgð á innlendum innistæðum svo og Icesvave.
Nonni (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 11:41
Neyðarlögin voru reyndar ekki bráðabirgðalög, því að þau voru samþykkt sem lög frá Alþingi 6. október 2008 með 50 atkv. gegn engu. Allir þingmenn Framsóknarflokkst greiddu atkvæði með lögunum en frjálslyndir og þingmenn VG sátu hjá. Það er líka afar ódýrt að gagnrýna setningu laganna í rólegheitunum, nær tveimur árum síðar. Miðað við þau ótrúlegu hagstjórnarmistök sem gerð voru hér á landi frá árinu 2000 til byrjun október 2008, og öll tekin án þess að menn væru undir nokkurri pressu, þá held ég að neyðarlögin og allt það sem þeim tilheyrir hafi verið nokkuð vel heppnuð. Fjarri því fullkomin, en ... Hugsið ykkur t.a.m. að ef Seðlabankinn hefði látið gera minnisblað um myntkörfulán annó 2001, eða hvenær það var sem bankarnir fóru út í þá vitleysu, í staðin fyrir 2009 þegar þeim hafði verið hætt.
Pétur (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 19:21
Sæll Pétur
Bráðabirgðalög eða neyðarlög, ég verð að viðurkenna að ég sé ekki alveg hver munurinn er. Er þetta ekki sami grautur í sömu skál, þessi lög áttu að vera til bráðabirgða og gilda í tvö ár.
Ég held það sé aldrei ódýrt að gagnrýna eða ákæra menn fyrir þá glæpi sem þeir fremja. Það hringdi í mig maður sem las þennan pistil minn og sagði mér að þetta "rán" íslensku ríkisstjórnarinnar á erlendum lánadrottnum gömlu bankana það væri ekki eitt stærsta rán sem framið hafði verið í Evrópu, þetta væri það stærsta. Evrópubúar hafa aldrei áður verið rændir á einu bretti jafn hárri upphæð og þarna var gert.
Að neyðarlögin séu vel heppnuð er eins og að segja að "rán" og "gripdeildir" hafi heppnast vel. það er eins og að segja að hvítt og sé svart og rétt sé rangt.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.8.2010 kl. 22:54
Voru einhverjar tæknilega ástæður fyrir því að athugasemd mín frá í gær er dottin út eða er áhugaverð ritskoðun hér í gangi? Má kannski bara setja inn athugasemdir ef maður er sammála pistlahöfundi?
Björn (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 11:26
Sæll Björn
Þér er velkomið að vera ósammála, vertu bara kurteis í orðavali.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.8.2010 kl. 12:23
Friðrik! Þá jafn kurteis og innlegg 3 sem fékk að standa með orðum eins og "ræningjana" og "Er fólk hér á landi alveg stórbilað". Ég var mun mildari í mínu orðavali. Þetta er þitt blogg og þú ræður ;-)
Björn (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 15:04
Sæll Friðrik.
Mjög yfirgrips mikill pistill og fjandi góður.
Mér finnt kannski að þú hefðir mátt hnikkja betur á því að þetta fókl er allt við stjórnvölinn ennþá í dag í peningamálum og var fyrir hrun og stöðugt er verið að ráða fólk í lykilstöður sem búið er að afskrifa hundruð miljóna og miljaraða í fyrirtækjum sem það stjórnaði. Og komið er í þrot.
Þakka þér þennan pistil
Guðmundur Óli Scheving (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 21:35
Takk fyrir þetta
Tek undir þetta
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 20:01