Enn einn breski fræðimaðurinn stígur fram og skammar eigin stjórnvöld

Nú er það John Kay, breskur hagfræðingur, sem birtir grein í Financial Time og skammar bresk stjórnvöld fyrir framgöngu þeirra í Icesave málinu.

IMG_0040Sama staða er að verða upp í Bretlandi og Íslandi, stjórnvöld í báðum löndum eru að missa eða hafa þegar misst allan trúverðugleika í málinu. Almenningur í þessum löndum er að rísa upp og er byrjaður að tukta til þá fulltrúa sem almenningur hefur kosið til trúnaðarstarfa.

Í Bretlandi eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að haga sér eins og fautar.

Á Íslandi eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að haga sér eins og huglausar hænur.

Ég skora á Íslensk stjórnvöld að hætta nú þegar öllum samningaviðræðum við Breta og Hollendinga.

Ég skora á stjórnvöld að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-2 og fella þennan samning.

Eftir að þjóðin hefur fellt Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá gildir það sama og með önnur mál sem hafa verið felld í slíkum atkvæðagreiðslum. Annað tveggja leggja menn slík mál til hliðar eða þá menn leggja málið á ný fyrir en þá með mjög miklum breytingum.

Ég skora á stjórnvöld að leggja þetta Icesave mál til hliðar í framhaldi af þjóðaratkvæðagreiðslunni og snúa sér að öðrum verkefnum.

Haldi Bretar og Hollendingar áfram fast í þá kröfu sína að þær innistæður sem töpuðust við gjaldþrot Landsbankans, á því fé sem þá glataðis beri bændur og sjómenn á Íslandi alla ábyrgð og því beri Íslenskum bændum og sjómönnum að greiða það til baka inn í ríkissjóði Breta og Hollendinga. Haldi Bretar og Hollendingar fast í þessa kröfu sína þá eiga Íslendingar í framhaldi af þjóðaratkvæðagreiðslunni að bíða eftir að Bretar og Hollendingar óski eftir viðræðum þar um. Þær viðræður eiga þá að fara fram á Íslandi. Gjarnan á Akureyri, Egilstöðum eða Ísafirði.

Áður en samningaviðræður hefjast á ný vegna Icesave eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna þarf samt fyrst að semja um það tjón sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og héldu því fram í fjölmiðlum um allan heim að Ísland væri gjaldþrota. Það fjárhagstjón má meta svipað og ef Bretar hefðu jafnað hálfa Reykjavík við jörðu með loftárásum.

Þegar búið er að semja um þetta tjón og Breta hafa greitt skaðabætur vegna þess, þá má ræða Icesave, ekki fyrr.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Íslendingar hafa náð frumkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þingmenn Samspillingarinnar & þessi auma ríkisstjórn haga sér ítrekað eins og ".....huglausar hænur...!"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 24.2.2010 kl. 12:05

2 Smámynd: Guðmundur Gunnar Þórðarson

Get vel tekið undir þetta hjá þér ,halda atkvæðagreiðsluna ,setja málið síðan til hliðar.( Ef Bretar og Hollendingar vilja ná samkomulagi við okkur þá hafa þeir samband fundarstaðurin gæti ágætlega verið á Ísafirði. Breta voru þar tíðir gestir okkar hér áður fyrr.) Snúa sér að málefnum er varðar fólkið í landinu sem verið er að kremja í sundur ,skapa skilyrði til að atvinnulífið komist á fullt, virkjunarframkvæmdir, vegagerð sem tilbúinn er í útboð víðsvegar um landið ,álverframkvæmdir bæði í Helguvík og Hafnafirði og ída undir alla aðra sem vilja koma og fjárfesta í framkvæmdum hér á Íslandi. Ef okkur vantar fjármagn þá taki ríkið lán hjá lífeyrisjóðunum til t.d. fimmtíu ára á sanngjörnum vöxtum með lögum.Annars kemst þessi þjóð ekki upp á fæturnar aftur fyrr en eftir langan tíma og þá vonsvikin og sjálfum sér leið.

Guðmundur Gunnar Þórðarson, 24.2.2010 kl. 21:10

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Friðrik 

Eins og allir vita vill þjóðin öllum gjöra gott sérstaklega þeim sem hafa lent í hörmungum af einhverju tagi og eru fljótir til að aðstoða þótt fjárhagurinn sé bágur, En að láta þjóðir kúa okkur til að borga fyrir skussana sem arðrændu bankana og það sem ríkið átti að fá í skatttekjuraf af þessu pakki þá segjum við ( það er að segja íslendingar sem vilja réttlæti )

Hingað og ekki lengra En valdníðingarnir í ríkistjórn hugsa ekki um land og þjóð aðeins ef hægt er að knésetja hana fyrir erlenda kúgara því  verri sem samningurinn er þá sega þeir það verður ekki gerður betri samningu en allir hugsandi menn vita að þjóðin á ekki að borga þennan sora, ÞAÐ ER Á KRISTAL TÆRU. VIÐ SEGJU NEI NEI NEI

Jón Sveinsson, 24.2.2010 kl. 21:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband