Fimmtudagur, 18. febrúar 2010
Allir hagvísar að batna eftir að forsetinn neitaði að staðfesta Icesave lögin.
Allir hagvísar eru að breytast til hins betra nú eftir að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar. Nú einum og hálfum mánuði eftir að forsetinn neitaði að staðfesta Icesave lögin er gengið að styrkjast og skuldatryggingarálag ríkisins að lækka.
Það er byrjað að renna upp fyrir viðskiptalífinu hér heima og erlendis að forsetinn kom í veg fyrir að Íslandi yrði endanlega drekkt í skuldafeni þannig að umtalsverðar líkur voru á að þjóðin kæmist í greiðsluþrot á næstu árum. Þessi hætta leið hjá þegar ljóst varð að þjóðin ætlar ekki að taka á sig botnlausar skuldir vegna Icesave. Þegar þetta liggur fyrir þá byrja allir af fá aftur trú á Íslandi, íslenska ríkinu og íslenskum fyrirtækjum. Gengið byrjar að styrkjast og skuldatryggingarálagið að lækka.
Eðlilega. Hver hefur trú á samfélagi sem búið er að skuldsetja upp í rjáfur? Hver hefur trú á gjaldmiðli lands þar sem ætla má að 10% til 25% líkur eru á að landið fari í greiðsluþrot?
- Allar hrakspár ríkistjórnarinnar hafni þing og þjóð Icesave eru að engu orðnar.
- Allar heimsendaspár ríkisstjórnarinnar hafni þing og þjóð Icesave hafa sýnt sig að vera rugl og vanmat.
Samfélagið hefur bara styrkst og eflst við það að forsetinn fór að áskorun 25% kjósenda og synjaði Icesave lögunum staðfestingar.
- Auðvita fá allir trú á Íslandi, íslenska ríkinu og krónunni ef skuldir ríkisins eru hóflegar og allir vita að þjóðin getur með góðu móti staðið undir þeim.
- Auðvita missa allir trúna á Íslandi, íslenska ríkinu og krónunni ef skuldir ríkisins eru slíkar og allir vita að þjóðin getur illa staðið undir þeim.
Er ekki mál til komið að við sameinum öll um að fella þennan Icesave samning í þjóðaratkvæðagreiðslunni og snúum okkur síðan að öðrum verkefnum?
Er ríkisstjórnin ekki búin að eiða nægum tíma í þetta gæluverkefni sitt að hegna þjóðinni fyrir að hafa valið aðra til forystu síðustu áratugi? Hegna þjóðinni með því að skuldsetja hana upp fyrir haus vegna þeirra hræðilegu mistaka sem þessir pólitísku andstæðingar þeirra gerðu?
Er ekki mál að linni?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
Skuldaálag ríkisins lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Athugasemdir
Sammála, þessi Ríkisstjórn er búin að vera og ætti að hafa vit á því að fara frá. Stofnaði facebook síðu
http://www.facebook.com/pages/edit/?id=345228271202#!/pages/Vid-viljum-Rikisstjornina-burt/345228271202
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.2.2010 kl. 12:20
Jú, engin spurning. Nú þarf að hefjast handa við breytingarnar í þá veru að koma á einhverri mennsku í samfélagið.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 18.2.2010 kl. 13:52
Sammála, en það er mikill feluleikur í gangi. Það stefnir í að þjóðaratkvæðagreiðslunni verði frestað og svo seinna hætt við hana. Allir vita af hverju svokallaðir ráðamenn eru á móti atkvæðagreiðslunni.
Wolfang Steyr
Eyjólfur Jónsson, 18.2.2010 kl. 17:13
Nákvæmlega.
Óttast samt eftirfarandi ferli.
1. Stjórnin vinnur að því öllum ráðum að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
2. Á grundvelli "vaxtaafsláttar" og annarra gulróta munu hún draga lögin til baka.
3. Þá taka gömlu lögin við; Ríkisábyrgð með fyrirvörum og nýtt maraþon riflildi um Icesafe hefst í steinnökkvanum.
Látum ekki taka af okkur þessa þjóðaratkvæðagreiðslu! Hún mun marka ný spor í íslensk stjórnmál, sem eykur ef til vill ábyrgðartilfinningu alþingismanna í framtíðinni.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.2.2010 kl. 18:09