Ríkistjórnin vill ræna þjóðina réttinum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá liggur það fyrir að ríkisstjórnin ætlar að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að hér fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave.

IMG_0029Þá liggur það fyrir að fjórflokkurinn ætlar að gera allt sem hægt er til þess að ná nýjum samningum við Breta og Hollendinga þannig að málið þurfi ekki að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna er verið að skipa nýja samninganefnd um Icesave.

Fjórflokkurinn virðist eiga auðvelt með að ná saman um að reyna að koma í veg fyrir þær lýðræðisumbætur sem hér hafa orðið í tíð núverandi forseta.

Lýðræðisumbætur sem felast í því að forsetaembættið veitir þjóðinni aðgang að synjunarvaldi forseta og að þjóðin geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum um sín stærstu ágreiningsmál í gegnum forsetaembættið.

Með því að fjórflokkurinn kemur í veg fyrir að hér verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þá er fjórflokkurinn að reyna að setja þessum lýðræðisumbótum stólinn fyrir dyrnar.

Með því að fjórflokkurinn hefur aldrei viljað setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslur þá hefur fjórflokkurinn í raun verið að hunsa stjórnarskrá Íslands árum og átatugum saman. Sjá stjórnarskrána hér.

Með því að fjórflokkurinn hefur aldrei sett lög um þjóðaratkvæðagreiðslur þá hefur fjórflokkurinn reynt að koma í veg fyrir að hægt væri að virkja einn mikilvægasta þátt Íslensku stjórnarskrárinnar, það er að Íslendingar "komi saman á Þingvöllum" og kjósi þar um sín mál og leiði þau til lykta í atkvæðagreiðslu. Með ákvæðinu um synjunarvald forseta og þjóðaratkvæðagreiðsluna í stjórnarskránni þá var verið að tryggja okkur Íslendingum þennan forna lýðræðisrétt okkar.

Með því að fjórflokkurinn er nú að sameinast um að koma í veg fyrir að hér verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eftir að forsetinn hefur synjað lögum staðfestingar þá er fjórflokkurinn enn og aftur að hunsa stjórnarskrá Íslands.

Fjórflokkurinn vill ræna þjóðina þessum fornu lýðræðisréttindum sínum að geta kosið beint um sín stærstu mál.

Löngu er tímabært að stokka upp samtryggingu þessara flokka og hrinda hér raunverulegum lýðræðisumbótum í framkvæmd.

 Holtasóley

 Norræni Íhaldsflokkurinn

 

 

 

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Lee Buchheit verður ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kommentarinn

Er það ekki ágætt að það sé verið að reyna að vinna í þessum málum. Þjóðaratkvæðagreiðsla gerir ekkert til að leysa vandamálið. Það verður enn til staðar þó að samningnum verði hafnað í atkvæðagreiðslu.

Kommentarinn, 8.2.2010 kl. 12:42

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Friðrik. Loksins þegar þjóðaratkvæðagreiðslan er að taka form til styrkingar málstað Íslands, þá vinnur stjórnin að því nótt sem nýtan dag að koma í veg fyrir framgang lýðræðisins. Því miður tekur andstaðan undir það líka, vegna þess að hún er svo hrædd við að þetta teljist flokkpólitískt og að stuðningsfólk stjórnarinnar bjargi henni með því að segja já við Icesave- glötuninni.

Ívar Pálsson, 8.2.2010 kl. 13:18

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Kommentari

Ég er ekki sammála þessu mati þínu. Við eigum að setja þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu og fella málið þar með stæl.

Vilji Bretar og Hollendingar í framhaldi af því að þjóðin hefur fellt Icesave samninginn halda því til streitu að íslenskir bændur og verkafólk borgi gambl þess fólks sem tók meðvitaða áhættu og lagði fé sitt inn á netreikning í erlendu útbúi sem bauð hæstu innlánsvexti sem hafa sést í Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar þá verða þeir að koma til Íslenskra stjórnvalda og óska eftir nýjum viðræðum.

Eftir að þjóðin hefur hafnað Icesave samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hafa núverandi stjórnvöld ekki umboð til að ganga til viðræðna við Breta og Hollendinga á grunvelli eldri samninga. Ef ríkisstjórnin leggur nýja samninga fyrir þing og þjóð þá verða það vera samningar á allt öðrum nótum.

Þegar Bretar og Hollendingar koma til okkar eftir að þjóðin hefur fellt Icesave samninga í þjóðaratkvæðagreiðslunni og óska eftir viðræðum þá eiga þær samningaviðræður að fara fram á Íslandi, gjarnan á Akureyri eða Egilsstöðum.

Þegar Bretar koma og óska eftir að íslenskir skattgreiðendur taki á sig að borga innistæðueigendum á Bretlandi það fé sem þeir töpuðu þegar Landsbankinn fór í gjaldþrot, þá eigum við Íslendingar að segja allt lagi, en fyrst skulum við semja um það tjón sem hér varð þegar Bretar settu hryðjuverkalög á Íslensk fjármálaráðuneytið, Íslenska seðlabankann, Kaupþing og Landsbankann sem varð til þessa að í framhaldi hrundi 97% af íslenska bankakerfinu. Eins tjónið sem varð þegar forsætisráðherra Bretlands lýsti því yfir í stærstu fjölmiðlum heims að Íslands væri gjaldþrota. Það fjárhagslega tjón sem var hér á landi vegna þessara árása Breta á okkar má líkja við að þeir hefðu sent hingað sprengjuflugvélar sem hefðu jafnað hálfa Reykjavík við jörðu.

Þegar búið er að semja um það tjón, þá getum við farið að ræða aftur Icesave, ekki fyrr.

  • Ég bendi á þennan pistil hér
  • Þennan pistil hér
  • og þennan pistil hér

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.2.2010 kl. 13:21

4 Smámynd: Njáll Harðarson

Það er hér stórglæpur á ferðinni að stela þessu tækifæri frá þjóðinni. Stærsti þjófnaður íslandssögunnar og er Icesave þá bara brandari í samlíkingu.

Þjóðin þarf að heimta að þessi þjóðaratkvæðisgreiðsla nái að fara fram, þó augljóslega táknræn sé enda víst um útkomuna. Drögum aftur fram pottana of pönnurnar, þetta má aldrei verða.

Það að ræna þjóðina þessu tækifæri, eru óheillaskref Alþingis fína fólksins.

En við hverju er að búast af þjófum

Njáll Harðarson, 8.2.2010 kl. 13:41

5 Smámynd: corvus corax

Það er grundvallaratriði upp á fordæmisgildi að þau lög sem forsetinn vísar til þjóðarinnar, FARI TIL ÞJÓÐARINNAR! Ef sú hefð skapast að það dugi fyrir stjórnvöld að draga lög til baka eða ógilda þau með setningu annarra laga, í hvert skipti sem forsetinn synjar lögum um staðfestingu og vísar þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er einfaldlega verið að eyðileggja merkingu stjórnarskrárgreinarinnar sem tryggir þennan öryggisventil lýðræðisins. Þjóðin má því aldrei sætta sig við að fá ekki að greiða atkvæði um Icesavelögin eins og gerðist með fjölmiðlalögin þar sem augljóslega voru brotin ákvæði stjórnarskrár um meðferð laga sem forseti hefur synjað staðfestingu. Það var svo sem ekki við öðru að búast með fjölmiðlalögin af því að þá voru við völd gjörspilltir valdafíklar sem einskis svifust til að hafa sitt fram með hroka og glæpsamlegum einræðistilburðum. Því miður virðist það sama vera að henda ríkisstjórn "fólksins" eins og hún kynnti sig en reynist ekki vera annað en enn ein gerræðis og alræðisstjórnin í anda Kremlverja í gamla Sovétinu. Og allt í boði Steingríms Joð sem heimtar að allir flokksmenn "gangi í takt" og enginn megi hafa skoðun sem ekki fellur að skoðun formannsins.

corvus corax, 8.2.2010 kl. 14:34

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessi stjórn er komin á leiðarenda og fær þau eftirmæli sem hún á skilið. En þjóðin er líka fífl og fær þá stjórn sem hún á skilið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.2.2010 kl. 14:39

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Friðrik, Njáll og Ívar það er rétt við verðum að verjast þessi samningamaður má koma að borðinu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu því ekki getum við treyst fjórflokknum til þess þar er spilling aumingjaskapur, flokksgræðgi, einkavinavæðing og þjófnaður til staðar.

Það er líka hægt að spyrja hvers vegna taka flokkarnir ekki höndum saman og vinna í því að ná þjófunum sem stálu úr öllu íslenska kerfinu?

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 14:43

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Corvus corax frábær innkoma Friðrik takk fyrir síðuna gott að hafa svona kommentara.

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 14:47

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er rétt, við megum ekki láta taka þennan rétt af okkur.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 8.2.2010 kl. 17:19

10 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Við verðum að fá að kjósa annars mun rigna eldi og brennisteini.

Elís Már Kjartansson, 8.2.2010 kl. 18:07

11 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Takk fyrir góðan pistil.

Kaus utankjörstaðar á laugardaginn ásamt fjölskyldu hér í skjóli Klettafjalla.    Atkvæðin komin í póst til Landskjörstjórnar í Reykjavík.

Þó ég trúi því ekki enn,

að hún nái fram að ganga,

plottið er þvílíkt,

þá hvet ég alla til að nýta þennan þjóðaratkvæðarrétt áður en "rétturinn" verður plottaður frá okkur,

eina ferðina enn.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.2.2010 kl. 03:23

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er líka búin að kjósa.

 Ath! Mjög stór hluti utankjörfundaratkvæða eru ógild fyrst og fremst vegna mistaka sýslumanna og sendiráðsstarfsmanna. 

Ótrúlega hátt hlutfall atkvæða sýslumannsins í Reykjavvík eru ónýt og stundum eru öll atkvæði frá ákveðnum sendiráðum ógild.   

Algengustu villur eru þessar:

1. Umslagið er opið.

2. Vantar dagsetningu.

3. Vantar stimpil viðeigandi opinbers umsýslumanns. 

Sigurður Þórðarson, 9.2.2010 kl. 09:28

13 Smámynd: Njáll Harðarson

Góðu ábending frá Sigurði og styður það sem ég sagði um endurskoðun á Lýðræðinu í bloggi mínu í gær. Auðvitað munu þessir þjófar reyna að nýta sér alla klæki til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að segja sitt álit.

Njáll Harðarson, 9.2.2010 kl. 09:47

14 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þyngsta voppnið okkar í þessari Icesave máli er þjóðaratkvæðagreiðslan og því betra voppn sem hún verður meira afgerandi.  Þeir sem vilja slá þetta voppn úr höndum okkar eiga ekkert skillið.  Nú er Steingrímur að véla um þetta mál með allri sinni slægð og öllu sínu fláræði, sínu skinni til bjargar og ég óttast að enhverjir verði teymdir afvega.   

Hrólfur Þ Hraundal, 9.2.2010 kl. 11:04

15 identicon

Gleymum því aldrei, að 4flokkurinn blokkeraði frumvarp Hreyfingarinnar, Sigmundar Ernis og Þráinns B:
http://www.althingi.is/altext/138/s/0005.html
Fyrsta alvöru frumvarpið sem fjallar um þjóðaratkvæði og færir valdið til fólksins. Með því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu sem og 1/3 Alþingis.

Sem er algjörlega bráðnauðsynlegt meðan Löggjafarvaldið er ekki aðskilið frá Framkvæmdavaldinu og sætir nauðgunum og þvingunum þess. Á meðan framkvæmdavaldið heldur uppi pólitísku ofbeldi og neyðir löggjafavalið til að samþykkja lög.  Og hefur beinlínis hindrað stjórnarskrána og lýðræðislegan framgang þar. Með Pólitísku umsátri um atkvæði og sannfæringu alþingismanna.

Skoðum t.d. Jóhönnu og Ríkisstjórnina. Mjög aðkallandi er að klára þessar lagagreinar um Þjóðaratkvæðagreiðslur í eitt skifti fyrir öll. Meðal annars vegna Icesave, komandi kosninga um ESB (stjórnin sveik jú þjóðina um að fá að velja hvort við vildum fara í viðræður eða ekki, vonandi fáum við að kjósa um inngöngu síðar). Og t.d. Kvótalögin. O.s.f.

Jóhanna sá sér ekki fært að styðja sitt eigið gamla frumvarp sem lá í nefnd inni á Alþingi (sem átti ekki einusinni að vera bindandi), heldur bjó til nýtt, einnota sem er eingöngu fyrir Icesave. Er þetta traust Ríkisstjórnar til þjóðarinnar?

Er þetta lýðræðisást og kosningaloforð Gránu og Steingríms. Nei öðru nær.
Vanhæf ríkisstjórn!

Sem hefur brotið fleiri kosningaloforð en Hrunastjórn Samspillingar og Sjálfstæðisflokksinns.

Stöndum saman vörð um lýðræðið! 4flokka samspillinguna burt!

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 16:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband