Föstudagur, 5. febrúar 2010
Myljandi hagnaður af rekstri Íslands.
Fyrirtækið Ísland hefur verið að skila myljandi hagnaði í hverjum mánuði í tæpt eitt og hálft ár. Horft á stóru myndina þá er útlitið framundan á Íslandi fagurbjart.
Þessa góðu afkomu fyrirtækisins Íslands ber að þakka þeim fjárfestingum sem hafa átt sér stað í íslenskum atvinnurekstri undanfarin ár. Þegar fjárfestingar í atvinnurekstri, byggingaiðnaði og bílainnflutningi stöðvast eins og nú hefur gerst þá koma hinar vel reknu grunnstoðir útflutningsgreinanna í ljós. Um leið og arðurinn af útflutningnum er ekki tekinn að mestu í nýjar fjárfestingar þá um leið kemur þessi myljandi hagnaður sem er á rekstrinum af fyrirtækinu Íslandi í ljós.
Eina hættan í dag er ef þjóðin samþykkir þá skuldaklafa sem ríkisstjórnin vill leggja á þjóðina með þessum Icesave samningum. Þá breytist þessi fagurbjarta mynd sem framundan er í óvissu skuldaáþjánarinnar og lífskjaraskerðingu sem mun vara um áratugi meðan þjóðin glímir við að greiða af þessum Icesave skuldum.
Látum það ekki gerast. Samþykkjum ekki skuldir sem á hvern Íslending eru tvöfalt hærri en lagðir voru á þjóðverja í Versalasamningunum eftir seinni heimstyrjöldina.
Sjá: Versalasamningurinn betri en Icesave og bar lægri vexti.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
Afgangur af vöruskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Facebook
Athugasemdir
Væri ekki sterkur leikur hjá öllum fjölmiðlum landsins að sýna afgangin af vöruskiptunum einhversstaðar í línuriti yfir árið=Er þjóðin að standa sig eða ekki?
Hafa það sem fastan lið; og bera þá línu saman við árið í fyrra.
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 10:47
Það verður að hafa það í huga að þetta eru veltutölur og það kemur ekkert fram í þeim um hversu stór hluti verður eftir í landinu. M.v. hlutfall fiskútflutnings og álútflutnings í þessum tölum má gera ráð fyrir að um álíka upphæð verði eftir í landinu og íslenska þjóðin á að greiða í vexti af IceSlave samningunum. Að því gefnu að allur beinn hagnaður Íslendinga af vöruskiptajöfnuði fari í vaxtagreiðslur til Breta og Hollendinga mun vara óbreytt ástand á Íslandi frá deginum í dag sem einkennast af lágu gengi krónu, minnkandi kaupmætti almennings o.s.frv. Persónulega er ég ekki ánægður með ástandið í dag. Ég vil ekki að það sé óbreytt. Það er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að ná fyrirhuguðum vaxtagreiðslum eins mikið niður og unnt er ef að það á að verða einhver lífskjaraaukning á næstu árum hér á landi og að ástandið batni frá deginum í dag.
Kristinn (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 11:23
"mun einkennast" á þetta að vera hjá mér í færslunni að ofan.
Kristinn (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 11:26
Hressandi og uppörvandi pistill!
Kýs nei á morgun!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.2.2010 kl. 17:56