Norðmenn að hætta sem handrukkarar Breta og Hollendinga?

Það er gleðiefni ef Norðmenn hafa ákveðið að snúa við blaðinu í afstöðu sinni til Icesave og fyrirgreiðslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS. Vonandi að rétt reynist að þeir skilyrða ekki lengur lán sitt við að Icesave verði frágengið.

IMG_0026Norðmenn ætla þar að auki að beita sér fyrir því að önnur endurskoðun AGS fari fram þó svo að Icesave verði ófrágengið.

Gangi þetta eftir og AGS endurskoðar efnahagsáætlun Íslands og fyrsti hluti lánsins frá Norðurlöndunum berst okkur Íslendingum, þá er okkar staða gagnvart Bretum og Hollendingum gjörbreytt.

Gangi þetta eftir þá eru Bretar og Hollendingar ekki lengur með kverkatak, hreðjatak og þumalskrúfur á ríkistjórn Íslands.

Vonandi að þetta gangi eftir og ráðherrar okkar fari að verja málstað okkar hér heima og erlendis á sama hátt og forseti Íslands hefur gert.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 

 


mbl.is Norðmenn breyta um Icesave-stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við getum ekki treyst á stjórnina þar er eitthvað óhreint á seiði?

Sigurður Haraldsson, 4.2.2010 kl. 00:10

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gott er ef satt er.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.2.2010 kl. 04:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband