Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gerum þetta fólk ekki gjaldþrota

Við þurfum að fara gætilega í þessu máli. Vissulega á almenningur erfitt með að sætta sig við að tapa fé á gjaldþrotum bankana og sitja uppi með skuldir vegna kaupa á hlutabréfum í þeim ef bankafólkið í sömu stöðu er skorið niður úr snörunni.

Ég vil hins vegar ekki horfa upp á persónulegt gjaldþrot þessara starfsmanna bankana. Ég vil heldur ekki horfa upp á gjaldþrot annarra af sömu eða svipuðum ástæðum. Persónuleg gjaldþrot einstaklinga nú hafa engan tilgang. Við þurfum á öllum vinnandi höndum að halda til að vinna okkur út úr þessu á næstu árum. Við eigum ekki að byrja það ferli á því að leggja fullt af fjölskyldum í rúst. Það er nóg að fólk tapi öllu sínu sparifé þó við gerum það ekki gjaldþrota líka.

Ég legg til að þinginu okkar verði fengið það verkefni að setja lög, hugsanlega til bráðabyrgða eða neyðarlög sem heimila nýju bönkunum okkar af afskrifa slíkar skuldir og afstýra persónulegum gjaldþrotum vegna þessarar bankakreppu. Eins verði lögum um gjaldþrot breytt til frambúðar þannig að persónuleg gjaldþrot fyrnist á 5 árum eins og í Danmörku en verið ekki lífstíðardómur eins og er hér í dag.


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt mat framsóknarmanna

Hvað gera bændur þegar fyrningarnar eru brunnar og bústofninn byrjaður að falla?

Menn neyðast til að brjóta odd af oflæti sínu og leita nýrra fanga í kaupstaðnum því ljóst er að ekki er lengur hægt að una við búskaparhætti hjúanna heima á bæ sem brenndu í ógáti fyrningarnar og virðast ekki geta stöðvað fall bústofnsins

Jú við verðum líklega að gera það sama og flest allir hinir bændurnir í sveitinni hafa þegar gert.

 


mbl.is Vilja hefja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður veldur vonbrigðum

Viðtalið við Þorgerði olli mér vonbrigðum. Hún talaði ekki „mannamál“. Hún gat ekki sagt hvort hún vildi inngöngu í ESB og upptöku evru eða ekki. Hún söng sama sönginn sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa sungið síðasta áratuginn. „Ræðum og skoðum málin“ sagði hún. Við stuðningsmenn ESB aðildar í Sjálfstæðisflokknum vitum vel hvað þetta þýðir. Þetta þýðir: „ég vil ekki með þjóðina inn í ESB og vil ekki upptöku evru“. Með öðrum orðum forysta Sjálfstæðisflokksins er í engu að breyta afstöðu sinni í þessu máli.

Ég vil geta kosið borgaralegan hægri flokk sem vill ganga í ESB og taka upp evruna. Ég vill að slíkur valkostur verði í boði þegar kosið verður næst.


mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver má veðsetja þjóðina?

Eftir íslensku bankakreppuna 2006 þegar m.a. Danske Bank spáði gjaldroti íslensku bankana minkuðu verulega möguleikar þeirra á að fjármagna sig með lánum frá öðrum bönkum. Það var með vilja og vitund Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands að íslensku bankarnir hófu að safna innlánum erlendis. Með því að safna þessum innlánum erlendis var um leið verið að veðsetja almenning á Íslandi. Til þess að safna þessum innlánum þurfti samt meira en grænt ljós frá FME og Seðlabanka Íslands. Valdið til að veðsetja þjóðina liggur ekki hjá starfsmönnum þessara stofnanna. Það vald hlýtur að liggja hjá þeim ráðherrum sem stýra þessum stofnunum og ríkisstjórninni.

Heimild til þessara veðsetningar hlýtur að hafa komið frá ráðherrum og ríkisstjórn. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra hljóta að hafa gefið bönkunum sitt samþykki með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi. Ég spyr, höfðu þessir ráðherrar umboð kjósenda til að veðsetja á tveim árum almenning fyrir meira en þúsund milljarða?

Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á að hafa aukið skuldir/ábyrgðir ríkisins um þúsund milljarða á tveim árum vegna innlánsreikninga bankanna í útlöndum hljóta að axla sína ábyrgð. Þó ekki væri nema vegna þessara ábyrgða sem nú eru að falla á almenning í landinu þá á ríkisstjórnin að biðjast opinberlega afsökunar á þessum mistökum og boða sem fyrst til kosninga og endurnýja umboð sitt.

 


Skiptastjórinn yfir Íslandi skipaður

Peningamálastefna okkar Íslendinga beið endanlegt gjalþrot í gær þegar Geir Haarde forsætisráðherra beygði sig undir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og afsalaði sér þar með valdi sínu sem forsætisráðherra yfir ríkisfjármálum og peningamálum í hendur sjóðsins. Þeir stjórna í raun, ekki Geir. Ísland er gjaldþrota og búið er að skipa skiptastjórann.

Lönd ESB eru ekki með gjaldþrota bankakerfi eins og við. Lönd ESB standa í dag ekki á barmi hengiflugsins og verða að bjarga sér frá þjóðargjaldþroti með því að gerast kennitöluflakkarar eins og við. það birtist frétt í gær vegna vandamála Dana með dönsku krónuna. Fyrirsögn fréttarinnar var eitthvað á þessa leið: “Seðlabanki Evrópu mun verja dönsku krónuna fram í rauðan dauðann”. Íslendingar eiga sér engan slíkan bakhjarl. Við völdum fyrir mörgum árum að fara aðra leið en Danir. Við erum ekki í ESB. Leiðin sem við völdum er í dag að kosta margann sinn ævisparnað. Sú leið sem við völdum er að sýna sig að vera þú versta sem hægt var að fara.

Í vestri eru BNA. Samfélag sem gengur út á að þar er þegnunum misskipt eftir efnahag. Þar gengur allt út á peninga og peningar skipa einstaklingunum í stéttir. Misskiptingin er svo mikil og hatrið milli þjóðfélagshópa að efnameiri hluti samfélagsins telur sig verða að ganga um vopnaður. Fellibylurinn Katrín sem gekk yfir Louisiana fyrir nokkru sýndi okkur úr hverju þetta samfélag er. Um leið og lögreglan gat ekki haldið upp lögum og reglum með vopnavaldi réðst fátækasta fólk samfélagsins inn í ríkari hluta borgarinnar, rændi þar, nauðgaði og drap. Þeir skutu á björgunarþyrlurnar til að flæma þær frá ríkustu hverfum borgarinnar meðan þeir athöfnuðu sig. 

Í BNA vill engin Íslendingur búa sem er fatlaður eða þjáist af erfiðum sjúkdómum. Þegar ráðamenn í BNA, Bush stjórnin, réðst loks í það átak að byggja yfir fátæklingana sem fylla öll tjaldsvæði landsins búandi í hjólhýsum þá leystu þeir það með því að láta hjólhýsafólkið kaupa sér hús eða íbúðir. Það keypti íbúðirnar og skrifaði undir skuldabréf sem hvíldu þá á eigninni. Allir sem að gjörningnum komu vissu að fólkið sem skrifaði undir gat ekki borgað af bréfunum. Því voru skuldabréfin höfð þannig að ekkert átti að greiða af lánunum fyrstu 5 árin. Þessi skuldabréf seldu síðan helstu fjármálastofnanir landsins út um allan heim sem góð og gild fasteignaveðbréf.

BNA ætlaðist hreinlega til þess að umheimurinn borgaði húsnæðið yfir hjólhýsafólkið þeirra. Ég held að öllum sé orðið það ljóst að það voru samantekið ráð að hvorki yfirvöld í BNA né hjólhýsafólkið ætlaði að borga þessi lán. Yfirvöld ætluðu ekki að búa til félagslegt kerfi til að byggja yfir sitt fátækasta fólk eins og allar aðrar þjóðir heims hafa gert. Nei, ekki BNA. Þeir fundu leið til að láta umheiminn borga. Þeim sást því miður ekki fyrir afleiðingarnar. Fjármálakreppu sem breiddist um allan heim þegar allt traust á öllum fasteignaveðbréfum frá BNA hvarf. Nei, BNA og þjóðfélagsgerðin þar er ekki fyrir okkur Íslendinga.

Í austri eru margar þjóðir sem tala mörgum tungum. í Evrópu er uppspretta vestrænnar menningar. Í Evrópu búa þjóðirnar sem gáfu okkur lýðræðið, færðu okkur fullveldið og hafa leyft okkar að vera sjálfstæð þjóð frá 1944. í Evrópu hefur verið barist í 8.000 ár. Þar búa sjálfstæðar þjóðir sem hafa varið sjálfstæði sitt og tilveru með kjafti og klóm í 8.000 ár. Haldi einhver að það eigi að vera lognmolla á fundum þar sem þessar þjóðir ráða ráðum sínum þá er það misskilningur. Það er einnig rangt að ætlast til þess að ekki verði árekstrar þeirra á milli þegar þær semja sín á milli um sín hagsmunamál. Auðvita er tekist á á vettvangi ESB. Það er einn aðal tilgangur sambandsins að ríkin leysi sín mál á þeim vettvangi og með þeim lagaramma og því regluverki sem þau sjálf hafa sett sér. Menn eiga ekki að sjá ofsjónum yfir því skrifræði sem fylgir þessu samstarfi. Skrifræðið er verkfærið sem fær þetta samstarf til að virka. Ef óánægja er með eitthvað í því regluverki þá er bara að breyta því.

Evrópa byggir á allt öðrum grunni er BNA. Í Evrópu er félagslegt réttlæti í hávegum haft. Evrópskir hægrimenn ásamt jafnaðarmönnum hafa mótað þetta samfélag í yfir þrjú hundruð ár. Þar er vagga okkar lýðræðis og fullveldis. Með inngöngu í ESB og upptöku evru munum við styrkja fullveldi og sjálfstæði Íslands. Með inngöngu í ESB getum við verið áfram sjálfstæð þjóð hér yst í norður Atlantshafinu. Sjálfstæð þjóð sem mun þá verða metin sem jafningi meðal annarra sjálfstæðra þjóða Evrópu. Blóm meðal blóma í þeirri fjölbreyttu flóru blóma sem byggja og hafa byggt Evrópu frá lokum síðustu ísaldar.


ESB aðild, já takk.

Með inngöngu í ESB þá fengjum við þann aga í stjórn peninga- og efnahagsmála sem hér hefur skort um áratuga skeið. Með inngöngu í ESB og upptöku evru skapast hér sá stöðuleiki sem atvinnulífið og nú einnig samtök launafólks hrópa á. Það verður þá Seðlabanki Evrópu og Fjármálaeftirlit Evrópu sem munu tryggja hér fjárhagslegan stöðugleika á komandi árum.

Ljóst er að hefðum við verið í ESB hefðu bankarnir okkar ekki orðið gjaldþrota. Kostnaður okkar íslendinga að standa utan ESB og halda hér úti sjálfstæðum gjaldeyrir er slíkur að eftir stendur þjóðin nánast gjaldþrota. Er ekki mál að linni? Göngum í ESB, tökum upp evruna og byrjum hér nýtt líf, fátæk, skuldug þjóð en nú með styrkar stoðir sem hluti af öflugasta hagkerfi heims.
mbl.is Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurreisnin hafin

Það er gleðiefni að það skuli loks vera komin skriður á þessi mál. Endurreisn íslensks efnahagslífs er hafin og ánægjulegt að það skuli gert í samstarfi við vinaþjóðir okkar hér á norðurlöndunum og Japani. Við erum ekki búin að sjá öll skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins en vonandi verða þau ekki mjög íþyngjandi.


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur flottur

Ég er sammála Össuri, það á að senda Bretum skýr skilaboð, engar breskar hersveitir hingað. Eins á að tilkynna í fjölmiðlum að verið sé að íhuga að kalla sendiherrann heim frá London meðan málaferlin eru í gangi.

Við eigum að hefja okkar gagnárás á þá. Hvoru tveggja skapar okkur miklu betri samningsgrundvöll.

 


mbl.is Vill ekki Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt ef Ísland væri eins og Danmörk

Ég efast ekki um að mat Lars Christensen er rétt ef Ísland væri eins og Danmörk. Við erum hins vegar ekki eins og Danir. Munurinn er að við getum ráðist að vandmálum með áhlaupi. Nú þarf slíkt áhlaup. Við þurfum að taka á gengis- og bankahruninu með áhlaupi. Gerum við það ekki mun spá Lars Christensen ganga eftir.

Það sem þarf að gera er að ríkisstjórnin þarf að tilkynna strax að á Íslandi er skollin á vertíð og að nú sem aldrei fyrr sé þörf fyrir allar vinnandi hendur.

Ég vil sjá alþingi taka á þessu máli eins og þegar neyðarlögin um bankana voru samþykkt og þingið samþykki ný neyðarlög. Í þessum nýju neyðarlögum verði eftirfarandi samþykkt:

·        Nýju bankarnir koma með birtu, yl og súrefni inn á markaðinn og tryggt verið að þeir muni halda hjólum atvinnulífsins gangandi.

·        Bankarnir lána 80% lán til kaupa á íbúðarhúsnæði.

·        Samþykkt verði 20% aukning í fiskveiðum.

·        Landsvirkjun byrji á virkjunum í neðri hluta Þjórsá fyrir áramót,

·        Samþykkt verði stækkun og flýting á framkvæmdum í Helguvík,

·        Samþykkt verði olíuhreinsistöð í Kvestu.

·        Flýtt verði framkvæmdum við álveri á Húsavík.

·        Greidd verði leið allra þeirra sem áhuga hafa á að koma hingað og setja upp starfsemi sem skapar gjaldeyri.  

Það verður að gefa þjóðinni tækifæri á að vinna sig út þess og þá á ég við í alvörunni að “vinna” sig út úr þessu.

Ég skora á stjórnvöld að koma með einhver slík útspil. Þjóðin þarf á framtíðarsýn að halda og þarf að vita hvað er framundan. Ætla menn að velja dönsku leiðin eða taka íslenska slaginn og kalla menn til vinnu í vertíðinni framundan?


mbl.is Spáir 75% verðbólgu á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextina niður í 7% strax.

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með endalausum vaxtahækkunum Selabankans undanfarin ár. Vaxtahækkanir Seðlabankans hættu að bíta þegar stýrivextir fóru yfir 7%. Eftir það fóru allir sem það gátu yfir í erlendu lánin. Þessir ótrúlegu stýrivextir Seðlabankans hreint og klárt ýttu fyrirtækjum og einstaklingum yfir í erlendu lánin.  

Í skjóli Seðlabankans og með þessa háu vexti að vopni hafa eigendur bankana blóðmjólkað almenning og fyrirtækin í landinu. Með þessu vaxtaokri og gróðanum sem því fylgdi voru stærstu eigendur þeirra langt komnir með að kaupa upp öll bestu fyrirtækin og lönd og lóðir á Íslandi. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa staðið hjá allan tímann og horft á með velþóknun. 

Nær hefði verið hér á sínum tíma að setja lög um eignarhald á bönkum og banna stórum eigendum bankanna að eiga í fyrirtækjum á almennum markaði og að hámarks arður á eigið fé í bankastarfsemi fari ekki yfir 15%. Það er breyta lögum til samræmis við það sem er í löndunum í kring.  

Þá er það hreint ótrúlegt að Seðlabankinn skuli ekki liggja með neinn gjaldeyrisforða. Staðan er búin að vera þannig að ferðamenn hafa ekki einu sinni getað keypt gjaldeyri! Er það ekki skýrt hlutverk Seðlabankans að hafa alltaf nægar birgðir af gjaldeyrir í landinu? Er allt í ólestri í þessum banka?


mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband