Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 27. júní 2010
Valkostur á hægri vængnum, Norræni íhaldsflokkurinn.
Eftir ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem samþykkt var ályktun þess efnis að draga ætti umsókn Íslands um aðild að ESB til baka þá hafa línur skýrst í íslenskri pólitík.
Sjálfstæðisflokkurinn velur á þessum landsfundi sínum að stíga enn eitt skrefið í átt frá uppruna sínum.
Sjálfstæðisflokkurinn velur að hverfa frá því pólitíska hlutverki sínu að vera sú fjöldahreyfing sem hann lengst af var, regnhlífarsamtök á hægri kanti og miðju íslenskra stjórnmála.
Sjálfstæðisflokkurinn velur sömu braut og Framsóknarflokkurinn valdi fyrir mörgum árum að gerast hagsmunasamtök fyrir ákveðna aðila, fjölskyldna og einstaklinga, flokkur sem eins og Framsóknarflokkurinn mun verða með 5% til 15% fylgi á komandi árum.
Eftir mesta afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið í Alþingiskosningum frá upphafi þegar hann í síðustu þingkosningum, 2009, fékk 23% atkvæða á landsvísu þá velur flokkurinn að bíta af sér alla stuðningsmenn flokksins sem horfa jákvætt til frekari samvinnu við Evrópu.
Norræni íhaldsflokkurinn var stofnaður 1. desember 2008. Þetta er flokkur sem byggir á hugmyndafræði borgaraflokkana á hinum Norðurlöndunum, ekki síst borgaraflokkana í Danmörku. Í Danmörku hafa borgaraflokkarnir verið við stjórn í 17 ár á síðustu 25 árum. Danir búa í dag við eitt öflugasta velferðarkerfi í Evrópu ásamt öflugu atvinnulífi.
Norræni íhaldsflokkurinn vill leiða hugmyndafræði hægri flokkana á hinum Norðurlöndunum til áhrifa í stjórnmálum á Íslandi. Sjá heimasíðu Norræna íhaldsflokksins hér. (Ath í augnablikinu er bara hægt að skoða heimasíðuna með vafraranum Explorer)
Hátt í tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í flokkinn. Hafðu samband og taktu þátt í að búa til nýtt stjórnmálaafl á hægri væng Íslenskra stjórnmála.
![]() |
Óþarfi að sundra flokksmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 26. júní 2010
38% Landsfundarfulltrúa hafna Bjarna Ben
Það kemur mjög á óvart hve margir landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafna Bjarna Ben og vilja hann ekki sem formann flokksins. Eins kemur á óvart að 7% fundargesta skila auðu.
Þessi niðurstaða er áfall fyrir formanninn og flokkinn.
Setningarræða formannsins kom líka á óvart. Þar afhjúpar formaðurinn eindregna afstöðu sína gegn aðild að Evrópusambandinu. Með þessar afstöðu sinni þá er formaðurinn í raun að vísa öllum stuðningsmönnum flokksins sem horfa jákvætt til aðilar að ESB út úr flokknum.
Allt bendir til þess að eftirtekja þessa Landsfundar Sjálfstæðisflokksins verði miklu veikari flokkur en áður. Hefur flokkurinn þó aldrei verið veikari, fékk 23% á landsvísu í síðustu Alþingskosningum.
Flokkur sem eftir þennan landsfund er leiddur af formanni sem er með eitthvert það veikasta umboð sem nokkur formaður flokksins hefur fengið frá upphafi á Landsfundi flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera á sömu leið og Framsóknarflokkurinn, að einangrast sem hagsmunasamtök fyrir ákveðna hagsmunaaðila, fjölskyldna og einstaklinga með 5 % til 15% fylgi.
Þessi niðurstaða Landsfundar Sjálfstæðisflokksins verður til þess að við sem stöndum að samtökum eins og Norræna Íhaldsflokknum hljótum að hugsa okkar ráð.
![]() |
Bjarni kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 9. júní 2010
Allt undir brot og slit í fjármálum ríkisins.
Ekkert má út af bregað ef ríkið á ekki að sogast ekki niður í botnlausa skuldahít sem Þjóðin mun seint eða aldrei ná sér upp úr. Allt stefnir í að ríkisstjórnin muni ekki ná markmiðum sínum að hallinn á ríkissjóði verði "aðeins" 90 milljarðar á þessu ári. Á fyrsta ársfjórðungi er hallinn 24,3 milljarðar. Að óbreyttu stefnir því í um 100 milljarða halla á þessu ári.
Aðeins eru tvær leiðir út úr þessari stöðu:
- Hækka skatta enn meira og skera verulega niður útgjöld ríkisins.
- Fara í fjárfestingar sem skila tekjum inn í ríkissjóð í formi tolla, virðisaukaskatts og tekjuskatts.
Hingað til hefur leið 1) bara verið farin.
Ekkert hefur verið gert með leið 2) og meirihluti virðist vera í þessari ríkisstjórn fyrir því að fara ekki í neinar framkvæmdir.
Eina tillagan sem hefur komið fram hjá ríkisstjórninni og snýr að nýjum framkvæmdum er að leggja nýjan skatt á bifreiðaeigendur sem aka til og frá Höfuðborgarsvæðinu. Með þessum nýja skatti á bifreiðaeigendur á Höfuðborgarsvæðinu þá er ætlunin að ná í fé til framkvæmda í vegagerð.
Áfram eiga landsmenn sjálfsagt að greiða óbreytta skatta og gjöld af bifreiðum og eldsneyti, skatta og gjöld sem eru markaðir tekjustofnar til vegagerðar. Ekkert er í þessari ríkisstjórn gert með hvað eru "markaðir tekjustofnar" þegar kemur að því að velja milli einnar dýrustu utanríkisþjónustu sem nokkurt smáríki heldur úti og framkvæmdum í vegagerð. Þjóðin þekkir forgangsröðum fjórflokksins þegar kemur að því að meta mikilvægi kokteilboða í útlöndum og vegagerðar á Vestfjörðum.
Ótrúlegt er það ef stjórnvöld geta ekki sett neinar framkvæmdir í gang á Íslandi nema skattleggja almenning sérstaklega fyrir þessum framkvæmdum.
Hvar er hugmyndaflugið? Hvar eru ráðgjafarnir?
Af hverju í ósköpum velja menn að fara í gang með framkvæmdir sem byggja á því að skattpína almenning þegar nóg er af verkefnum sem hægt er að fara í gang með án þess að íþyngja almenningi um leið með sköttum og gjöldum?
![]() |
Halli hins opinbera 24,2 milljarðar króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 28. maí 2010
Þetta er þitt val - Reykjavíkurframboðið, xE
Nýtt framboð með nýtt fólk sem leggur fram mótaðar tillögur hvernig framboðið vill fjármagna öll sín kosningaloforð er valkostur sem Reykvíkingum býðst í þessum kosningum.
- Þú getur valið um einn af þeim þrem borgarstjórum sem voru við völd á kjörtímabilinu.
- Þú getur valið einn af fjórflokknum.
- Þú getur tvö framboð frá Frjálslynda flokknum.
- Þú getur valið úrval helstu skemmtikrafa landsins.
Svo er það Reykjavíkurframboðið sem býður upp á örugga leið út úr samdrættinum og atvinnuleysinu.
Þetta er þitt val.
Reykjavíkurframboðið, x-E
Fimmtudagur, 27. maí 2010
Besti flokkurinn er Reykjavíkurframboðið
Flokkarnir og fólkið sem stjórnaði borinni á þessu kjörtímabili mætir allt laskað til leiks nú þegar kosið er á ný til borgarstjórnar.
"Nú er hún Snorrabúð stekkur" eru einu orðin sem mér kemur í hug þegar horft er til borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Flokks sem leiddi borgina árum og áratugum saman með hreinan meirihluta. Nú er þessi flokkur og þetta fólk tætt og slitið eftir að hafa myndað á kjörtímabilinu þrjá meirihluta og kallað þrjá borgarstjóra til starfa. Fólk sem tók foringja sinn pólitískt af lífi skömmu eftir að hann vann oddvitasætið í fyrsta prófkjöri flokksins um árabil þar sem Sjálfstæðismönnum gafst tækifæri á að velja sér forystumann.
Frjálslyndi flokkurinn sem þurrkaðist út af þing fyrir um ári, þegar önnur mál en tæknilegar útfærslur á kvótakerfinu fóru úr tísku, býður nú tvíklofinn fram í borginni. "Löngu horfinn heimur" er það sem mér kemur í hug þegar ég horfi til Frjálslynda flokksins og þessara tveggja klofningsframboða hans.
Frammsóknarflokkurinn henti oddvita sínum og setti í hans stað óþekktan mann sem auglýstur er upp með engum texta en andlitsmyndum í stíl Halldórs Ásgrímssonar. "Af spillingunni skulið þið þekkja þá" er það eina sem mér kemur í hug þegar ég sé "Halldórs Ásgrímssonar auglýsingarnar" með þessum manni.
Vinstri grænir í borginni hafa fátt fram að færa annað en skattahækkanir, aðgerðarleysi og meira atvinnuleysi. Þegar ég horfi til Vinstri grænna í borginni kemur mér í hug "það er engin rós á þyrna" en vandamálið með Vinstri græna er að þar er ekkert blómstur, bara þyrnar.
Þegar ég hugsa til Samfylkingarinnar í borginni þá kemur mér í hug "einu er lofað í héraði og annað gert á Alþingi" Ekkert er að gerast í atvinnumálum þjóðarinnar. Miklu er hins vegar lofað í atvinnuuppbyggingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Orð og efndir virðist ekki samtengd hugtök hjá þessu fólki.
"Besti flokkurinn er Reykjavíkurframboðið". Reykjavíkurframboðið er eini flokkurinn sem leggur fram skýra áætlun hvernig flokkurinn ætlar að fjármagna sín kosningaloforð og við leyfum okkur að lofa töluverðu.
Kynntu þér nýjan valkost. Kynntu þér Reykjavíkurframboðið, sjá hér: x-E
Mánudagur, 24. maí 2010
Einkennilegur draumur borgarstjóra; flatsæng allra flokka.
Reykvíkingar hafa í komandi borgarstjórnarkosningum val milli framboðs skemmtikrafta, framboðs atvinnu stjórnmálamanna og framboðs venjulegs fólks.
Borginni stjórna í dag einhverjir þeir ævintýralegustu stjórnmálamenn sem setið hafa við völ í borginni frá upphafi. Þetta fólk myndaði fjóra borgarstjórnarmeirihluta, fjórir borgarstjórar voru við völd, Orkuveitan var rekin í gjaldþrot og skuldir margfaldaðar. Aldrei hefur borgin verið rekin jafn illa og á þessu kjötrímabili.
Þrír af þeim sem gengdu embætti borgarstjóra á kjörtímabilinu bjóða sig á ný fram til forystu. Eftir að þetta fólk var búið að "sænga" allt hvert með öðru í hinum ýmsustu meirihlutum þá er æðsti draumur núverandi borgarstjóra ein stór flatsæng með öllum flokkum.
Hvaða pólitíski metnaður er fólgin í því að deila völdum með öllum flokkum í borgarstjórn?
Hvers konar stefnumálum er fólk að berjast fyrir í borgarstjórn sem vill deila völdum með öllum flokkum?
Hljóta það ekki að vera stefnumál sem allir flokkar í borgarstjórn geta auðveldlega sameinast um?
Til hvers að bjóða sig fram til borgarstjórnar ef ætlunin er að vinna að málum sem aðrir munu hvort sem er vinna að?
Hvað hefur fólk sem hefur engin pólitísk markmið, engar pólitískar hugsjónir aðrar en eigin frama að gera í borgarstjórn?
Hvaða erindi á fólk í póitík sem hefur ekkert fram að færa?
Eða er það svo að engin munur er á áherslum fjórflokksins í borgarstjórn? Ef svo er, er þá ekki löngu orðið tímabært að gefa fjórflokknum frí og fá nýtt fólk inn í borgarstjórn?
Þetta er þitt val, x-E
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 22. maí 2010
Þetta er ykkar val.
Það er borgarbúa að velja hverja þeir kjósa til forystu í borginni.
Valið stendur á milli:
- Fjórflokksins
- Tveggja brota úr brotnum flokki
- Framboðs skemmtikrafta
- Reykjavíkurframboðsins.
Þetta er ykkar val.
Reykjavíkurframboðið, x-E
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 22. maí 2010
Reykvíkingar hafna Hönnu Birnu og Degi.
Mestu tíðindi í sögu Reykvískra stjórnmála má lesa í dag á síðum Fréttablaðsins. Reykvíkingar hafna í nýjustu skoðunarkönnun borgarstjóraefnum fjórflokksins. 44% reykvíkingar velja frekar hirðfíflið og trúðana en fulltrúa spilltustu stjórnmálaafla í Norður Evrópu.
Kemur þetta einhverjum á óvart?
Og hver eru hin raunverulegu hirðfífl og trúðar?
Hverjir voru hirðfíflin og trúðarnir í veislum bankana og útrásarvíkinganna?
Hverjir höguðu sér eins og trúðar og hirðfífl og mynduðu fjóra borgarstjórnarmeirihluta á kjörtímabilinu?
Hvaða hirðfífl og trúðar skuldsett borgarsjóð upp í rjáfur og keyrðu Orkuveituna í gjaldþrot?
Hver eru hin raunverulegu hirðfífl og trúðar í þessum borgarstjórnarkosningum?
Við í Reykjavíkurframboðinu viljum bjóða Reykvíkingum alvöru valkost í komandi kosningum. Við bjóðum alvöru framboð með alvöru fólki sem vill vinna fyrir Reykvíkinga. Fólk sem er ekki með nein fíflalæti. Fólk sem vill ekki að fjórflokkurinn haldi hér áfram völdum í borginni með bull rekstri sínum á borgarsjóði og fyrirtækjum borgarinnar.
Það er löngu orðið tímabært að valdaklíkurnar sem standa á bak við fjórflokkinn þær verði reknar burt frá völdum í borginni.
Þann 29. maí gefst Reykvíkingum tækifæri til þess að kalla til nýja fjósamenn til að moka þennan flór.
Veljið alvöru fólk, veljið xE
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 20. maí 2010
Skatta-, gjaldskrárhækkanir og niðurskurður eða sala eigna?
Frammi fyrir þessum tveim einföldu valkostum standa Reykvíkingar fyrir komandi borgarstjórnarkosningum.
Velur þú einn af fjórflokkunum og þar með skatta- og gjaldskrárhækkanir, niðurskurð og áframhaldandi lántökur?
Eða velur þú Reykjavíkurframboðið sem vill leysir vanda borgarsjóðs og borgarbúa í þessar djúpu kreppu með sölu eigna?
Eignirnar sem við viljum selja á næsta kjörtímabili eru lóðir í Vatnsmýrinni.
Kynntu þér Reykjavíkurframboðið hér xE
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.5.2010 kl. 00:09 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 19. maí 2010
Spéspegill fjögurra borgarstjóra raðar inn mönnum.
Þrír af þeim fjórum sem gegndu starfi borgarstjóra á þessu kjörtímabili bjóða sig á ný fram til forystu fyrir borgarbúa.
- Á þessu kjörtímabili voru myndaðir fjórir meirihlutar.
- Á þessu kjörtímabili þá voru fjórir borgarstjórar ráðnir til starfa.
Þrír af þessum fjórum borgarstjórum sem stóðu að einu ævintýralegast rugli sem sést hefur í sveitarstjórnarmálum á Íslandi, þeir halda að borgarbúar vilji þá til áframhaldandi starfa.
Ef þetta fólk hefði vott af sjálfsvirðingu þá hefði það hætt afskiptum að borgarmálum eftir mesta rug kjörtímabil í sögu borgarinnar. Þetta fólk fékk sitt tækifæri. Öll þekkjum við hvernig það tækifæri var nýtt.
Reykvíkingar standa á öndinni af hlátri þegar Jón Gnarr, spéspegill þessara borgarstjóra, sýnir sig spígsporandi um borgina eins og borgarstjórarnir þrír hafa svo oft gert.
Dapurleg er staða kjósenda í Reykjavík þegar valið stendur á milli þess fólks sem myndaði fjóra meirihluta á síðasta kjörtímabili og eins mesta háfugls landsins.
Í þessu landslagi þá er Reykjavíkurframboðið nýr og ferskur valkostur. Nýtt fólk býður sig fram sem alvöru valkost við fjórflokkinn og skemmtikraftinn.
Gefðu nýju fólki tækifæri, fólki sem margt hvert hefur barist fyrir betri borg árum og áratugum saman. Fólk með hugmyndafræði sem fjórflokkurinn hefur hafnað þvert á hagsmuni Reykvíkinga.
Veljið nýja tíma.
Gefðu Reykjavíkurframboðinu atkvæði þitt, xE
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook