Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 1. desember 2010
Að loknum kosningum til Stjórnlagaþings
Að loknum kosningum til Stjórnlagaþings þá er ég ánægður með að hafa tekið þátt í þessum kosningum sem frambjóðandi. Við sem tókum þátt með því að bjóða okkur fram, við studdum með orðum og athöfnum þetta framtak.
Full ástæða er til að óska þeim sem náðu kjöri til hamingju.
Eins er ég ánægður með þann hóp sem valdist á þingið. Allt er þetta ágætlega þekkt fólk og það af góðu einu. Sex af þeim sem ég skrifaði á minn lista náðu kjöri.
Það er fyllsta ástæða að ætla að þær vonir og væntingar sem ég og aðrir hafa til þessa Stjórnlagaþings, að þær vonir og væntingar verði að veruleika.
Verður það svo að á þessum fullveldisdegi, 1. desember 2010, þegar við fögnum nýkjörnum fulltrúum þjóðarinnar á þing sem mun setja þjóðinni nýja stjórnarskrá, að þetta verði dagurinn þar sem við hefjumst handa við að byggja upp nýtt Ísland?
![]() |
Skuldir ríkissjóðs vaxa um 2,2% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 28. nóvember 2010
Dræm kjörsókn
Dræm kjörsókn er vissulega vonbrigði. Æskilegt hefði verið að væntanlegt Stjórnlagaþing hefði fengið sterkara umboð til að breyta stjórnarskránni.
Það breytir því ekki að þetta stjórnlagaþing mun fara fram og án efa verða til þess að löngu tímabærar breytingar á stjórnarskránni verða að veruleika.
Föstudagur, 26. nóvember 2010
Veitum Stjórnlagaþinginu fullt umboð til að breyta stjórnarskránni.
Til þess að þær breytingar sem við viljum öll sjá á stjórnarskránni, þ.e. skýrari aðgreining framkvæmda-, löggjafar-, og dómsvalds ásamt ákvæðum um eignarhald á auðlindum o.s.frv., til þess að þær nái fram að ganga þá þarf góða kjörsókn.
Mætum á kjörstað og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 26. nóvember 2010
Það lítur vel út með þátttöku í kosningunni á morgun.
Það lítur vel út með þátttöku í kosningunni á morgun ef marka má þetta litla úrtak sem sýnt er í þessu fréttaskoti á mbl.is.
Áríðandi er að komandi Stjórnlagaþing fái gott og skýrt umboð frá þjóðinni. Með því þá verða þær breytingar sem Stjórnlagaþingið vill gera, þær mun Alþingi ekki treysta sér til að standa á móti.
Við erum sem samfélag að kosta miklu til með því að efna til þessa Stjórnlagaþings. Eftir að hafa tekið þátt í þessum kosningum sem frambjóðandi þá er ég þess fullviss að þjóðin mun kjósa frambærilegt fólk á þetta þig og þetta Stjórnlagaþing mun koma með og leggja fram nýja og breytta stjórnarskrá sem mun verða þessu samfélagi mjög til framdráttar á komandi árum.
Það eina sem getur komið í veg fyrir það er að Alþingi og flokkarnir og þau hagsmunasamtök sem á bak við þá standa snúist gegn þessum breytingum.
Til þess að þær breytingar sem við viljum öll sjá, þ.e. aðgreining framkvæmda-, löggjafar-, og dómsvalds ásamt ákvæðum um eignarhald á auðlindum o.s.frv., til þess að þær nái fram að ganga þá þarf góða kjörsókn.
Mætum á kjörstað á morgun og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama.
Veitum Stjórnlagaþinginu fullt umboð til að laga og breyta stjórnarskránni.
![]() |
Ætlar fólk að kjósa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 25. nóvember 2010
Álver á Bakka slegið út af borðinu?
Niðurstaða Skipulagsstofnunar virðist vera mjög afdráttarlaus. Álver á Bakka er nánast slegið út af borðinu. Mikil óafturkræf umhverfisáhrif, mikil aukning í útblæstri gróðurhúsalofttegunda og ekki víst að næg orka sé fyrir hendi.
Fyrir byggingakall eins og mig eru þessar niðurstöður áfall. Fyrir heimamenn hljóta þessar niðurstöður Skipulagsstofnunar líka að vera áfall.
Síðasta vor kynnti ég forystumönnum þessara sveitarfélaga þann möguleika að setja þarna upp verksmiðju sem framleiddi háspennukapla og sæstrengi. Fyrsta verkefni slíkrar verksmiðju yrði að framleiða 400 - 500 MW sæstreng og leggja til Bretlands. Slík verksmiðja myndi skapa jafn mörg störf per MW og álver. Verðið sem fæst fyrir rafmagnið á smásölumarkaði í Bretlandi er hins vegar fjórfalt hærra en fæst fyrir rafmagn til álbræðslu.
Heimamenn ákváðu í vor að halda sig við álverið.
Möguleikinn með kapalverksmiðjuna er enn opinn. Kaupendur á rafmagninu í Bretlandi bíða tilbúnir. Framleiðandinn sem leggur til allan vélbúnað til að framleiða kaplana, þ.e. verksmiðjuna bíður eftir hringingu. Það eina sem vantar er rafmagnið. Um leið og rafmagn fæst og sala er tryggð þá koma fjármögnunaraðilar að verkefninu.
Vilji menn setja upp kapalverksmiðju í stað álvers á Húsavík þá er síminn hjá mér er 551 3499.
![]() |
Umtalsverð umhverfisáhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 24. nóvember 2010
Er "þingbundin stjórn" þýðing á "semi-presidential"?
Af hverju sömdu höfundar stjórnarskrárinnar nýyrðið "Þingbundin stjórn" og settu það nýyrði inn í fyrstu grein stjórnarskrárinnar? Af hverju notuðu þeir ekki hið vel þekkta orð "þingræði" yfir það stjórnarfyrirkomulag sem hér átti að vera?
Fyrsta grein stjórnarskrárinnar hljóðar svo: "1.gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn?"
Á vísindavef HÍ sjá hér er að finna þessa tilvitnun:
"Hugmyndir hafa komið fram um að nefna þingræðisregluna skýrum orðum í stjórnarskránni, m.a. í stjórnarskrárfrumvarpi Gunnars Thoroddsens 1983 en í núverandi stjórnarskrá leikur vafi á því hvort orðalagið "þingbundin stjórn" feli þingræðisregluna í sér. [?] Ólafur Jóhannesson bendir réttilega á að orðalagið "þingbundin" lögfesti ekki þingræðisregluna á Íslandi. Þá vaknar engu að síður sú spurning hvaða stjórnskipunarreglu höfundar stjórnarskrárinnar hafi ætlað sér að innleiða með þessu ákvæði. Hvergi í umræðum á Alþingi er að finna viðhlítandi skýringu á þessu orðalagi að öðru leyti en því að í athugasemdum með frumvarpinu er sagt að þessi grein geri "enga efnisbreytingu á þeirri skipan, sem nú er, svo langt sem hún nær." (Alþ. tíð. A, 1919: 104.)"
Konungsveldi Evrópu eru almennt með þingræði "parliamentary". Í BNA er forsetaræði "presidential" þar sem forseti og forsætisráðherra er eitt og sama embættið. Í Frakklandi og Finnlandi er hins vegar stjórnskipan sem kallast á ensku "semi-presidential". Yfir þetta hugtak er ekki til neitt orð á Íslensku.
"Þingbundin stjórn", er það þýðingin þeirra sem sömdu stjórnarskrána á "semi-presidential"?
Í forsetatíð Sveins Björnssonar þá var stjórnarskráin túlkuð með allt öðrum hætti en nú. Í fyrstu ríkisstjórn hans sátu engir þingmenn. "Lýðveldi Sveins Björnssonar" var franskt / finnst lýðveldi. Í forsetatíð Sveins Björnssonar þá var farið að stjórnarskránni. Þá voru óskrifaðar hefðir og venjur ekki það sem var látið ráða för við stjórnskipun landsins eins og nú er.
Það sem hefur breyst frá forsetatíð Sveins Björnssonar er að þeir stjórnmálamenn sem settust á Alþingi eftir 1944 þeir byrjuðu að túlka stjórnarskrána eftir eigin höfði. Það gátu þeir gert því hér er engin Stjórnlagadómstóll.
Þannig náðu þeir að sölsa undir sig vald forsetans, heimtuðu að hann yrði óskilgreint "sameiningartákn", sviptu hann málfrelsi og settu í stofufangelsi á Bessastöðum.
Raunveruleikinn varð síðan sá að framkvæmdavaldið hefur lent í höndum flokkana og eigendum þeirra. Fjórflokkurinn, ekki forseti, hefur farið með framkvæmdavaldið og skipað ráðherra.
Ég vil fá hér það lýðveldi sem við eigum að hafa skv stjórnarskránni, franskt / finnst lýðveldi. Lýðveldi þar sem framkvæmdavaldið er tekið úr höndum fjórflokksins og sett í hendur almennings. Lýðveldi þar sem almenningur kýs framkvæmdavaldið á fjögurra ára fresti. Lýðveldi þar sem almenningur getur skipt út forsetanum og öllum ráðherrum hans á fjögurra ára fresti og kosið sér nýjan forseta og fengið með honum nýja ráðherra.
Alþingi fari hinsvegar með löggjafarvaldið, fjárveitingarvaldið og hafi eftirlit með framkvæmdavaldinu.
Saman skipa forseti og 2/3 hlutar Alþingis dómara til að fara með dómsvaldið.
Þannig tryggjum við best þrískiptingu valdsins sem var ein helsta krafa Þjóðfundarins þann 6. nóv. sl.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 24. nóvember 2010
Veit engin hvað "þingbundin" stjórn er?
Veit einhver hvað þetta þýðir: "1.gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn?"
Ekki vissi Ólafur Jóhannesson fyrr. lagaprófessor, forsætisráðherra og höfundur bóka um stjórnskipun Íslands, m.a. "Lög og réttur", hvað þetta þýddi.
Af hverju sögðu menn ekki bara: "Ísland er lýðveldi og stjórarfarið er þingræði"?
Hvað þýðir þetta nýyrði "þingbundin" stjórn? Af hverju að nota nýyrði?
Á vísindavef HÍ sjá hér er að finna þessa tilvitnun:
"Hugmyndir hafa komið fram um að nefna þingræðisregluna skýrum orðum í stjórnarskránni, m.a. í stjórnarskrárfrumvarpi Gunnars Thoroddsens 1983 en í núverandi stjórnarskrá leikur vafi á því hvort orðalagið "þingbundin stjórn" feli þingræðisregluna í sér. [?] Ólafur Jóhannesson bendir réttilega á að orðalagið "þingbundin" lögfesti ekki þingræðisregluna á Íslandi. Þá vaknar engu að síður sú spurning hvaða stjórnskipunarreglu höfundar stjórnarskrárinnar hafi ætlað sér að innleiða með þessu ákvæði. Hvergi í umræðum á Alþingi er að finna viðhlítandi skýringu á þessu orðalagi að öðru leyti en því að í athugasemdum með frumvarpinu er sagt að þessi grein geri "enga efnisbreytingu á þeirri skipan, sem nú er, svo langt sem hún nær." (Alþ. tíð. A, 1919: 104.)"
Þetta er eitt það merkilegasta sem ég hef lesið um stjórnarskrána. Okkar helsti sérfræðingur um stjórnskipun Íslands, Ólafur Jóhannesson fyrrv. lagaprófessor og forsætisráðherra taldi að það léki vafi á því hvort orðalagið "þingbundin" stjórn fæli í sér þingræðisregluna. Þessi efi hefur sjálfsagt ekki verið að ástæðulausu hjá Ólafi. Ólafur hlýtur að hafa vitað eitthvað meira um þetta mál en við leikmennirnir.
Af hverju völdu þeir sem sömdu stjórnarskrána að nota þetta nýyrði "þingbundin" stjórn í stað þess að segja einfaldlega að á íslandi væri "þingræði". Setning og orð sem allir vissu hvað þýddi og merkti?
Með því að nota þetta nýja orð "þingbundin" stjórn, lá þá ekki ljóst fyrir að skv. stjórnarskránni þá var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 að "þingræði" var EKKI sú stjórnskipan sem hér átti að ríkja?
Á þessu geta verið tvær skýringar. Annað hvort voru þeir sem sömdu stjórnarskrána á sínum tíma að rugla með orð og hugtök. Með öðrum orðum vissu ekki hvað þeir voru að gera. Eða þá að þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Ef þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera þá var ætlunin greinilega að koma hér á fót lýðræði að franskri fyrirmynd. Ef það var ætlunin þá þurfti að finna nýtt íslenskt orð yfir það sem þá ensku er kallað "semi-presidential". Það er, íslenskt orð yfir stjórnskipulagið eins og það er í Frakklandi og Finnlandi.
Og takið eftir að í athugasemdum um frumvarpið segir: "þessi grein geri enga efnisbreytingu á þeirri skipan og nú er" en á þessum tíma,1919, var ekki þingræði á íslandi. Konungur tilnefndi á þessum tíma ráðherra og ríkisstjórn. Sama gerði Sveinn Björnsson í sínu fyrsta ráðuneyti þegar Ísland laut enn stjórn stjórn Danakonungs á stríðsárunum.
Konungsveldi Evrópu er almennt með þingræði "parliamentary". Í BNA er forsetaræði "presidential" þar sem forseti og forsætisráðherra er eitt og sama embættið. Í Frakklandi og Finnlandi er hins vegar stjórnskipan sem kallast á ensku "semi-presidential". Yfir þetta hugtak er ekki til neitt orð á Íslensku.
Við hljótum að spyrja: Af hverju sömdu höfundar stjórnarskrárinnar nýyrðið "Þingbundin stjórn" og settu það í stjórnarskrána þegar þeir sömdu hana? Af hverju notuðu ekki hið vel þekkta orð "þingræði" yfir það stjórnarfyrirkomulag sem hér átti að ríkja? Hvað vissi Óli Jó?
"Þingbundin" stjórn, er það þýðingin á "semi-presidential"?
Að túlka stjórnarskrána með þessum hætti eins og ég geri hér hlýtur að hafa verið eins og eitur í beinum íslenskra stjórnmálaflokkanna á sínum tíma. Með því missa þeir framkvæmdavaldið úr sínum höndum og í hendur þjóðarinnar. Þjóðarinnar sem í beinni kosningu skiptir um forseta og þar með ráðherra eftir geðþótta. Það hefur engin íslenskur þingmaður áhuga á því. Hvorki þá né nú.
Frá því ég las stjórnarskrána "aftur" fyrir 3 til 4 árum þá rann þessi "sannleikur" upp fyrir mér. Stjórnmálaforingjar okkar frá lýðveldisstofnun hafa náð að túlka stjórnarskrána eins og þeim hentar af því að hér er engin Stjórnlagadómstóll. Þannig hafa þeir náð að sölsa undir sig vald forsetans, heimtað að hann verði sameiningartákn, svipt hann málfrelsi og sett í stofufangelsi á Bessastöðum. Með þessu hefur þjóðin misst mikils sem er hið beina lýðræði sem aldamótakynslóðin frá um 1900 gaf þjóðinni þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum. Það beina lýðræði að kjósa handahafa framkvæmdavaldsins í beinni kosningu.
Raunveruleikinn varð síðan sá að framkvæmdavaldið hefur lent í höndum flokkana og eigendum þeirra. Flokkarnir, ekki forseti, hafa skipst á að fara með framkvæmdavaldið og skipa ráðherra.
Það er þess vegna sem sátt hefur verið um það á Alþingi frá lýðveldisstofnun að hreifa ekki við stjórnarskránni. Það er þess vegna sem allir okkar helstu stjórnmálamenn hafa frá því ég fór að fylgjast með upp úr 1970 sagt stjórnarskrána illa skrifaða, illa hugsaða og til bráðabyrgða. En er það svo og var það svo? Var hún ekki einmitt skrifuð til að koma böndum á flokkana og þingmennina og gefa þjóðinni sömu lýðréttindi og Frakkar hafa að geta kosið framkvæmdavaldið í beinni kosningu á fjögurra ára fresti?
Mín niðurstaða er sú að ég vil fá það lýðveldi sem við eigum að hafa hér skv stjórnarskránni, franskt / finnst lýðveldi. Lýðveldi þar sem framkvæmdavaldið er tekið úr höndum fjórflokksins og sett í hendur almennings.
Alþingi fari með löggjafarvaldið og fjárveitingarvaldið.
Saman skipa forseti og 2/3 hlutar Alþingis dómara til að fara með dómsvaldið.
Þannig tryggjum við best þrískiptingu valdsins sem var ein helsta krafa Þjóðfundarins þann 6. nóv. sl.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:52 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 23. nóvember 2010
Landinu skipt í tvö kjördæmi?
Ein af þeim hugmyndum sem fram hafa komið í aðdraganda Stjórnlagaþings er að landinu verið skipt í tvö kjördæmi.
Hér verði eitt landsbyggðarkjördæmi og annað kjördæmi fyrir höfuðborgarsvæðið.
Þessi kjördæmi verði með jafn marga þingmenn og jafnt vægi atkvæða. Oddamaður flyst á milli kjördæma á fjögurra ára fresti. Þannig fer landsbyggðin með meirihluta á Alþingi í eitt kjörtímabil og höfuðborgarsvæðið á næsta kjörtímabili.
Við verðum að horfast í augu við það að ef við ætlum að endurnýja stjórnarskána og uppfæra mannréttindakafla hennar þá er ljóst að ekki er hægt að mismuna landsmönnum eftir búsetu með þeim hætti sem nú er gert. Ekki frekar en ef kosningafyrirkomulagið væri þannig að atkvæði karla gilti tvöfalt á við atkvæði kvenna og nýbúa. Með núverandi fyrirkomulagi er verið að brjóta mannréttindi á stórum hluta landsmana.
Íbúar landsbyggðarinnar eru vanir að hafa "sína þingmenn". Að breyta landinu í eitt kjördæmi hentar því mörgum á landsbyggðinni ekkert sérlega vel og leggst ekki vel í marga.
Að skipta landinu í tvö kjördæmi, eitt landsbyggðarkjördæmi og annað á höfuðborgarsvæðinu, er kannski ágætis lausn og góð málamiðlun á milli þeirra sem vilja halda í óbreytta kjördæmaskipan og þeirra sem vilja gera landið að einu kjördæmi.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 22. nóvember 2010
Umræðan og kosningabaráttan fyrir Stjórnlagaþingið að komast á skrið.
Þetta er mikið framtak hjá rúv að kynna alla frambjóðendur til Stjórnlagaþings á Rás 1 nú í vikunni fyrir kosningar. Allir frambjóðendur fá 5 mínútur til að kynna sig og áherslur sínar.
Þetta er einstakt framtak en þessar kosningar eru líka einstakar.
það er ekki eitt, það er og verður allt sögulegt við þessar kosningar og þetta þing.
![]() |
Talað var við nærri 500 frambjóðendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. nóvember 2010
Farið í manninn en ekki boltann.
það var aðall íslenskrar knattspyrnu til skamms tíma að fara í manninn en ekki boltann. Sú hefð hefur mikið breyst á síðustu árum. Knattspyrnan hér heima hefur þróast mikið og þroskast.
Ekkert hefur hins vegar breyst hjá íslenskum fjölmiðlamönnum.
Fjölmiðlamenn vaða ennþá í manninn en ekki boltann.
Lítið hefur breyst í íslenska fjölmiðlaheiminum og hvernig fjölmiðlamenn nálgast umræðuna. Allt er við það sama á þeim vettvangi og var á tímum Kalda stríðsins. Fjölmiðlamenn spila enn sinn bolta á mölinni á Melavellinum á sama tíma og samfélagið spilar sinn bolta á gerfigrasi í knattspyrnuhúsum.
Með einmitt svona vinnubrögðum þá eru frétta- og blaðamenn búnir að reka allt sómakært fólk út úr sviðsljósinu og út úr stjórnmálunum.
Ég held að fjölmiðlafólk þessa lands verði að fara að átta sig á því að í dag er hér allt annar veruleiki en var.
Fjölmiðlafólk, gefið þessu áhugafólki (eins og Marinó G Njálssyni) sem er að koma fram á sjónarsviðið, fólki sem er hvert með sínum hætti og hvert á sínu sviði að takast á við þetta mikla pólitíska og efnahagslega hrun, gefið þessu fólki grið.
![]() |
Ekki greint frá skuldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook