Eru mestu örlagadagar Íslensku þjóðarinnar framundan?

Margir halda því fram að mestu örlagadagar þjóðarinnar frá lýðveldisstofnum séu nú framundan á Alþingi.

18122009208Nú á milli jóla og nýárs verður skorið úr um það hvort þjóðin verður dæmd til  fátæktar næsta aldarfjórðunginn eða ekki.

Nú milli jóla og nýárs verður á Alþingi ákveðið hvort þjóðin verður látin axla ábyrgðir sem Landsbankinn stofnaði til þegar bankinn hóf að safna innlánum inn á Icesave reikningana í Bretlandi og Hollandi. 

Nú milli jóla og nýárs verður ákveðið hvort Alþingi samþykki og staðfesti nauðasamning þann sem stjórnvöldin sem silgdu hér öllu í strand gerðu við Breta og Hollendinga nokkrum dögum eftir hrun í október í fyrra.

Nú milli jóla og nýárs verður ákveðið hvort við undirgöngumst þessa nauðarsamninga og samþykkjum þar með að við ætlum að verða ein fátækasta þjóð Evrópu að aldarfjórðungi liðnum.

Nú milli jóla og nýárs verður ákveðið hvort við neyðumst til að fórna öllum og þá meina ég "öllum" okkar viðkvæmustu og fallegustu landsvæðum undir orkuver til að skapa okkur tekjur til að standa undir Icesave skuldunum.

Samþykki Alþingi þessa nauðasamninga þá er það mín spá að þeir þingmenn sem það gera, enginn þeirra mun sitja á þingi eftir 6 til 8 ár.

Mín spá er sú að eftir 10 til 15 ár verði stór hluti þeirra þingmanna sem samþykkja þennan Icesave nauðasamning, þeir munu hafa flutt af landi brott. Mín spá er sú að hús útrásarvíkinganna munu fá frí fyrir skemmdarverkum á næstu mánuðum. Hús þessara stjórnmálamanna munu hins vegar fá sína yfirhalningu.

Mitt mat er það að mjög stór hluti þjóðarinnar mun aldrei fyrirgefa þeim þingmönnum sem samþykkja þennan Icesave samning. Þeim verður aldrei fyrirgefið það að hafa dæmt þjóðina til þeirrar fátæktar sem blasir við axli þjóðin ábyrgð á þessu Icesave máli.

Staðfesti forsetinn þennan samning, nú þegar um 35.000 manns hafa undirritað áskorun til hans að gera það ekki, sjá hér, þá er það mín spá að næstu rúður sem verða brotna á Íslandi þær verða á Bessastöðum. Og það verða ekki einu rúðurnar sem munu brotna á næsta ári.

Mynd: Hásteinar á miðjum Hofsjökli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Friðrik, það er hætt við því.

Jólakveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.12.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

Meitlaður pistill hjá þér. 

Þar sem rúðubrot og rauð málning er ekki augnayndi, þá verðum við að vona að stjórnin falli.  

Og af hverju ætti hún að lifa???

Svo fylgi þessa flokka samanlagt fari undir 10%????

Það er einhver mikil gerjun í gangi.  Til dæmis eru spunakokkar Samfylkingarinnar óvirkir þessa örlagadaga.  Eru það ekki skýr merki um að þeir vilji sem mestan skít á VG?????

Ef stjórnmál snúast um völd, þá fellir Ásmundur Einar ICEsave, það er ekki flóknara en það.  En ef stjórnmál snúast um öryggisgler í rúðum, þá samþykkir hann ICEsave.  Til þess eins að stjórnin springur eftir áramót. 

Það er eitthvað í þessari jöfnu sem gengur ekki upp.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2009 kl. 17:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband