Frekar stjórnarslit en nauðasamning um Icesave.

Grunnurinn að nauðasamningnum um Icesave var gerður þegar Bretar héldu eignum Íslenska ríkisins, þar á meðal gull- og gjaldeyrisvarasjóðnum sem geymdur er í Bretlandi og eignum Íslensku bankana í herkví í Bretlandi.

Þennan nauðasamninga átti Ríkisstjórn Íslands aldrei að undirrita. Alþingi bjargaði því sem bjargað varð með því að skilyrða ríkisábyrgðina á samningnum eftir þrotlausa vinnu í allt sumar.

22092009101Frekar á ríkisstjórnin að falla en við að gefa meira eftir í þessu máli. Stöndum föst á okkar og hvikum í engu varðandi þá ríkisábyrgð sem þegar er búið að samþykkja. Annað hvort taka Bretar og Hollendingar þessum samningi með óbreyttri ríkisábyrgð eða ríkisstjórnin fellur og þar með Icesave samningurinn.

Falli ríkisstjórnin vegna málsins þá er þjóðin laus undan þessum samningi sem ríkisstjórnin undirritaði. Ríkisstjórn sem fellur vegna samnings sem hún hefur undirritað, slíkur samningur bindur ekki lengur þjóðina.

Í framhaldi þarf að semja á ný frá grunni um Icesave og þá eigum við að setja það sem grundvallar skilyrði fyrir samningum af okkar hálfu að samið verði um sérstaka bótagreiðslu vegna þess tjóns sem bresku hryðjuverkalögin hafa valdið okkur Íslendingum. Það tjón sem þessi hernaðaraðgerð Breta hefur valdið okkur samsvarar því að Bretar hafi lagt stóran hluta Reykjavíkur í rúst með loftárásum.

Komi ekki frá þeim sérstakar skaðabætur vegna þess tjóns sem hryðjuverkalögin ollu okkar þá eiga engar greiðslur að fara frá okkur til þeirra vegna Icesave.

Okkar bankamenn áttu ekkert með að ræna sparifjáreigendur í Bretlandi en ríkisstjórn Bretlands átti heldur ekkert með að beita hryðjuverkalögum á okkur sem þjóð vegna þess.

Nú hlýtur sá tími af fara að renna upp að menn fari að setja hagsmuni okkar Íslendinga í fyrsta sæti í samningum við þetta fólk.

Mynd: Kornakur á Rangárvöllum

 


mbl.is Fellur ef ekki næst sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Við erum að falla á tíma með þetta Friðrik. Þessar skaðabætur verðum við að reyna að standa skil á hvernig svo sem við förum að. Kannski að ESB hlaupi undir bagga seinna þegar réttir úr kútnum. En það er dagljóst að við græðum ekki á illindum og deilum við Englendinga og Hollendinga í þessu máli. Þetta klúður er alfarið á okkar ábyrgð, þ.e. löglega og lýræðislega kjörinna fulltrúa okkar.  Hættum þessari einfeldni og viðurkennum ábyrgð okkar og höldum áfram endurreisninni án aðkomu hrunflokkanna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.9.2009 kl. 10:23

2 identicon

Ég er sammála þér Friðrik. Nú gildir að standa í lappirnar. Samfylking ætlar að keyra þetta í gegn til að fá afhentan aðgöngumiða í ESB. Það þykir mér heldur dýrkeyptur aðgöngumiði. Við verðum að vona að VG standi í lappirnar og kjósi á móti Icesave og með þjóð sinni

Jóhannes Laxdal talar um að halda endurreisninni áfram. Hvaða endurreisn? Hér hefur ekkert gerst í þessa rúma 200 daga síðan ríkisstjórnin tók við nema að Davíð er farinn úr Seðlabankanum. Og það að ímynda sér að ESB muni hlaupa undir bagga í Icesave síðar meir ef við samþykkjum núna er barnaleg ímyndun. Það er nú ekki eins og við höfum fengið mikinn stuðning í þessum vandræðum okkar öllum frá þessum "vinaþjóðum" innan ESB.

Þetta ESB er og verður gæluverkefni Samfylkingar og hún hótar VG stjórnarslitum ef þeir samþykkja ekki Icesave vitandi að VG eru tilbúnir til að gera hvað sem er til að viðhalda vinstri stjórn - sama hve léleg hún er.

Sé heldur ekki alveg af hverju ríkisstjórnin ætti að falla þó Icesave og ESB væri ýtt út af borðinu. Hún gæti þá kannski farið að einbeita sér að því sem skiptir máli: fólkinu og atvinnulífinu í landinu!

Soffía (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:44

3 identicon

Mér finnst þú gleyma einu Friðrik. Sú ríkisstjórn sem nú situr fékk í arf viðurkenningu greiðsluskyldu frá fyrri ríkisstjórn. Breytingar á ríkisstjórn hafa ekki breytingar í för með sér afsal á skuldbindingum fyrri ríkisstjórna.

Hins vegar hefði sú fyrri alls ekki átt að viðurkenna greiðsluskyldu ríkisins. Það sem ríkisstjórnin getur gert nú þegar er að lýsa því yfir að ef Bretar og Hollendingar viðurkenni ekki ákvörðun alþingis innan 2ja sólarhringa muni ríkisstjórnin sé samningurinn sem gerður var fallinn úr gildi í ljósi þess að ekki sé vilji hjá Bretum og Hollendingum til að ljúka málinu.

Það er hreinlegast og eðlilegast í stöðunni eins og hún er að mínu mati. Ríkisstjórnin gerði samning sem alþingi hafnaði óbreyttum. Þótt samningurinn sem slíkur hafi ekki komið til kasta alþingis þá var ríkisábyrgðin ákvörðun alþingis. Þar hefðu átt að vera tímamörk um hvenær hún tæki gildi en félli úr gildi að tímamörkum loknum. Hefði það verið gert þá væri ekki þessi tímapressa.

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:44

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Hafþór.

Auðvita væri það sterkur leikur að gefa Bretum og Hollendingum tvo til þrjá sólahringa til að segja já eða nei.

Komi ekkert svar eða það kemur nei þá eru stjórnvöld ekki lengur bundin af samningnum og samningurinn þar með úr gildi fallinn.

Lánið frá AGS á ekki að nota til eins eða neins. Bara láta það liggja á banka erlendis og þetta lán á einhvern veginn að virka sem gjaldeyrisvarasjóður. Sleppum bara að taka þetta lán og sendum AGS burt.

Þá erum við bæði laus við Icesave skuldina (700 milljarðar) og AGS skuldina (600 milljarðar), samtals eins landsframleiðsla.

Þá getur farið hér í gang uppbygging og endurreisn eins og til stendur að gera í samstarfi við lífeyrissjóði landsins og þá erlendu aðila sem hér vilja fjárfesta, hvort sem það er í áliðnaði, netþjónabúum eða öðru.

Ef við hættum við að vera með "gjaldeyrisvarasjóð" upp á 600 milljarða og höfum hann bara eins og hann var, þá þurfum við ekki þetta lán frá AGS. Þá þurfum við ekki á AGS að halda. Þá hafa Bretar ekki lengur á okkur neinar þumalskrúfur. Þá þurfa Bretar að koma hingað og óska eftir samningum við okkur um að við borgum eitthvað að þessum Icesave reikningi þeirra.

Þá segjum við: Það er sjálfsagt að ræða það en fyrst þarf að ganga frá samkomulagi um skaðabætur okkur til handa vegna tjónsins sem þið olluð íslenska samfélaginu þegar þið settuð á okkur hryðjuverkalög og frystuð með því eignir Seðlabankans og hinna íslensku bankana inni í Bretlandi. Þegar búið er að semja um þær skaðabætur þá skulum við fara að ræða Icesave.

Það á engin þjóð að komast upp það það að beita aðra þjóð slíku ofbeldi án þess að til komi skaðabætur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.9.2009 kl. 13:17

5 identicon

Jóhannes: "Þessar skaðabætur verðum við að reyna að standa skil á hvernig svo sem við förum að. Kannski að ESB hlaupi undir bagga seinna þegar réttir úr kútnum."  

Það er galið að skrifa undir kúgun og halda að kannski muni kúgarar okkar bjarga okkur seinna. 

Og: "Þetta klúður er alfarið á okkar ábyrgð, þ.e. löglega og lýræðislega kjörinna fulltrúa okkar. " 

Nei, bankinn var undir eftirliti 3ja landa: Bretlands, Hollands og Íslands.   EKki bara okkar.  Og undir EES lögum.   Við borgum ekki fjárkúgun bara af því Bretar, Hollendingar, Evrópubandalagið og IMF handrukkar þeirra heimta það.   Þeir sem vilja borga Icesave, er það frjálst.   Við hin viljum ekki leggja ólöglegan nauðungarsamning  og þrældóm á börnin okkar. 

Og sammála Friðrik.  

ElleE (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 16:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband