Ánægjuleg þróun í menntamálum.

Það er ánægjulegt að sjá það staðfest hvað við Íslendingar erum að standa okkur vel í fjárframlögum til menntamála. Eins verð ég að lýsa yfir sérstakri ánægju minni með skólana okkar og stjórnvöld að það skuli hafa tekist að koma öllum þeim mikla fjölda sem sótti um skóavist í haust í nám.

Eins og atvinnuástandið er þá hefði það bara verið hræðilegt ef ekki hefði verið hægt að koma því unga fólki sem sótti um skólavist í nám. Þeirra hefði ekkert beðið nema atvinnuleysi.

IMG_1601 (2)Þar fyrir utan vantar okkur meira af menntuðu fólki inn í atvinnulífið. Fjöldi ófaglærðra á Íslandi er of hár, það eru of fáir doktorar o.s.frv., ef við miðum okkur við nágranalöndin.

Þetta er það svið, menntamálin, sem við eigum með kjafti og klóm að standa vörð um í kreppunni.

Hitt er annað mál að án ef má spara stórfé með skipulagsbreytingum og samruna skóla. Í Kaupmannahöfn er til dæmis bara einn Háskóli sem kennir verkfræði.

Af hverju erum við með tvo Háskóla hér í Reykjavík , sitt hvoru megin við Vatnsmýrina, að kenna verkfræði?

Ég held að allt of mikið af fé fari í að borga rektorum og ýmis konar skrifstofufólki laun og halda úti allskonar starfsemi sem sjálfstæður Háskóli þarf að halda úti, heimasíðum o.s.frv , o.s.frv. sem hægt er að spara ef þessir skólar eru sameinaðir.

Fyrir utan svo gæði kennslunnar. Hver fylgist með gæðum kennslunnar í öllum þessum litlu Háskólum út um allt? Það eru margir sem halda því fram að þessir Háskólar séu einfalt framhald Menntaskólanna á viðkomandi stað og kennslan þar eigi ekkert skylt við eiginlega Háskólakennslu eins og hún þekkist í Evrópu.

Mynd: Skriðuklaustur

 


mbl.is Ísland ver hlutfallslega mestu til menntamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má örugglega hagræða í rekstri háskóla á Íslandi, en vandinn er bara sá að kostnaðurinn við rekstur menntakerfisins er ekki þar heldur í grunnskólunum. Ef þú lest OECD skýrsluna (sem hægt er að hlaða niður á netinu) sérð þú að útgjöld til háskóla er hvergi lægri á hvern nemanda í Vestur Evrópu en á Íslandi og reyndar er hann helmingi meiri á fletum Norðurlandanna en hér. Eins er Ísland eina landið í sem könnunin nær til þar sem útgjöld á hvern grunnskólanema er hærra en útgjöld á háskólanema -- yfirleitt er kostnaðurinn meira en helmingi meiri á hvern háskólanema.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Af hverju er mynd af Skriðuklaustri við þetta blogg?

Garðar Valur Hallfreðsson, 8.9.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Garðar

Myndirnar hér á blogginu eru til skrauts, til að brjóta upp textann og tengjast ekki umræðuefninu. Venjulega eru þetta landslagsmyndir hjá mér.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.9.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Hehe, það hlaut að vera. Ég var einmitt að reyna að klófesta tenginguna þarna á milli.

Gott framtak, enda bý ég sjálfur ekki langt frá klaustrinu.

Garðar Valur Hallfreðsson, 8.9.2009 kl. 20:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband