Í átökunum um Icesave endurspeglast örvænting innlendra fjármagnseigenda

Í átökunum um Icesvae endurspeglast örvænting þeirra Íslendinga sem eiga fé frosið fast inni í bankakerfinu. Þegar Geir Haarde bað Guð að blessa þjóðina síðasta haust þá lofaði hann því að Íslenska þjóðin myndi ábyrgjast að fullu allar innistæður í Íslenska bankakerfinu, þó svo Íslenska bankakerfið hafi þá verið tíu sinnum stærra en Íslenska þjóðarbúið.

Margir Íslendingar eiga mikið undir því komið að Alþingi staðfesti þetta loforð Geirs Haarde með því að samþykkja Icesave.

IMG_2936Um leið og búið er að samþykkja Icesave þá anda allir þeir Íslendingar sem eiga fé inni í Íslensku bönkunum léttar. Þeirra fé er þá líka tryggt, óháð upphæð þó að ekki sé til króna í bönkunum í dag til að endurgreiða þeim þetta fé. Nú stendur til að endurfjármagna bankana með fé sem ríkið tekur að láni en nýju bankarnir þurfa líka að borga þrotabúum gömlu bankana þær eignir sem þeir hafa yfirtekið.

Ekkert fé er því til í bönkunum í dag til að greiða Íslenskum fjármagnseigendum það fé sem þeir eiga þar inni. Samþykki Alþingi hins vegar Icesave þá vita þeir að Íslenska þjóðin verður skattlögð út í eitt til að þeir endurheimti sitt fé.

Hafni Alþingi hinsvegar Icesave samningnum þá skapast hjá þessum aðilum mikil óvissa. Verði samið um Icesave upp á nýtt og ríkið ábyrgist bara þessar 20.887 evrur þá mun það sama væntanlega yfir Íslenskar og erlendar kennitölur ganga. Margir Íslenskir aðilar sem telja sig eiga mikið fé inni í bönkunum, þeir munu þá tapa miklu fé.

Þess vegna eru það svo margir hér heima sem vildu keyra Icesave nánast umræðulaust í gegnum þingið og að þingmenn fengju sem minnst af gögnum um málið. Þetta átti bara að samþykkja.

Icesave samningurinn gengur nefnilega ekki bara út að gera upp við Breta og Hollendinga. Hann gengur út á að Alþingi staðfesti loforð Geirs Haarde frá því í haust að allar innistæður hér heima væru að fullu tryggðar af ríkinu, óháð fjárhæð. Þar lofaði Geir upp í ermina á sér með ekkert umboð frá Alþingi og tóma banka á bak við sig.

Margir þeirra sem nú berjast sem harðast fyrir því að þjóðin samþykki Icesave eiga tugi ef ekki hundruð milljóna frysta inni í bönkunum. Hvernig var t.d. með ráðuneytisstjórann fyrrverandi í fjármálaráðuneytinu? Seldi hann ekki hlutabréf sín í Landsbankanum tveim dögum fyrir hrun fyrir 130 milljónir? Hvar ætli það fé sé geymt? Á bankabók? Ef Alþingi staðfestir ekki Icesave og þar með loforð Geirs þá getur ráðuneytisstjórinn átt von á því að tapa því öllu nema sem svarar 20.887 evrum sem gera um 3,5 milljón.

Eiga menn eins og Indriði H Þorláksson og Svavar Gestsson háar fjárhæðir frosnar inni í bönkunum? Hvað með "sérfræðingana" í Seðlabankanum sem eru einu aðilarnir á Íslandi sem fullyrða að þjóðin geti borgað Icesvase og gefa sér ótrúlegar forsendur eins og að það fáist 75% upp í eignir Landsbankans, eiga þeir háar fjárhæðir bundnar þarna inni?

Venjulegu fólki ofbýður eðlilega þessi Icesave gjörningur allur og lái það þeim hver sem vill. Mér finnst ekki ganga upp að láta þjóðina, aðallega börnin okkar, ábyrgjast að fullu innistæður í bankakerfi sem var tíu sinnum stærra en landsframleiðslan. Það sér það hver sanngjarn maður.

Menn verða að fara að horfast í augu við það að Íslenskir innistæðueigendur, eins og þeir erlendu, munu tapa miklu fé á þessu bankahruni. Þar á meðal lífeyrissjóðir, sveitarfélög, góðgerðarfélög, fyrirtæki og einstaklingar.

Valið stendur milli þess að skuldsetja þjóðin og börnin okkar upp í rjáfur næsta aldarfjórðunginn samhliða verulegri lífskjararýrnun með því að samþykkja Icesave eða láta þessa fjármagnseigendur taka skellinn og tryggja öllum, Íslendingum sem og útlendingum, eingöngu lámarksfjárhæðina sem Alþingi samþykkti með lögum frá 1999 að yrði tryggð, þ.e. 20.887 evrur per kennitölu.

Hér stendur valið milli tveggja slæmra kosta eins og oft vill verða þegar svona er komið.

Ég veit hvora leiðina ég myndi velja, ég myndi setja næstu kynslóð í forsæti og senda hana inn í framtíðina skuldlausa en ekki með skuldaklafa á herðunum og taka slaginn við þessa fjármagnseigendur.

Mynd: Eftir harða baráttu á bökkum Grenlækjar.

 


mbl.is Icesave tefur endurskoðun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Athyglisverður punktur ég hafði ekki séð þetta frá þessu sjónarhorni. En ég er á því að það eigi að hafna þessu og í raun á ekki að tryggja meir en lögbundnar tryggingar það er einfalt það þa að fara að lögum og þá tapa sumir en aðrir sleppa það er í raun eina rétta og sanngjarna leiðin. Það er ekki réttlátt að tryggja inistæður fjármganseiganda með því að velta byrðunum á þá sem að eru með lán í formi arfavitlausrar verðtryggingar sem að nú um stundir er ekki verðtrygging heldur aðrfer til að millifæra vermæti sem eru svo sýndarverðmæti en ekki raunveruleg.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2009 kl. 11:05

2 identicon

Ég fyrir mitt leyti mun ekki leggja krónu inn í íslenskan banka óneyddur, né heldur krónu inn í íslenskan lífeyrissjóð, ef þetta litla sem ég hef þó nurlað saman á að verða að almannaránsfeng, óvönduðum stjórnmála- og bankamönnum til leiks. ICESAVE samkomulagið er að sönnu ekki gott, en heldur er ekki gott að venja þjóðina við það að í lagi sé að fara með annarra manna eigur eins og klósettpappír.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:06

3 identicon

Þrýstingur Samfylkingarinnar hefur verið augljós (enda í fyrri stjórn) með ólíkindindum að koma þessum nauðasamning í gegn og framkoma þeirra þjóðarskömm.

Þetta sem þú nefnir útskýrir þessa ágengni.  En aðeins að hluta.  Það hangir mun meir á spítunni. 

Mjög líklega eru fjármunir auðmanna og óreiðumanna  erlendis frystir meðan almenningur hefur ekki undirgengist kúgunar-samkomulagið um að greiða fyrir níðingsverk þeirra hér og erlendis.

Það sem hér er að ske er að hér grípa þessar strengjabrúður auðmannanna sem styrkt þá hafa um hundruði milljóna undanfarið til einu hefðbundnu leiðarinnar, nefninlega að seilast í vasa saklausra borgara – og láta þá þá blæða.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Verði samið um Icesave upp á nýtt og ríkið ábyrgist bara þessar 20.887 evrur..."

En það er nákvæmlega það sem núverandi samningur snýst um.

Það að innstæðueigendur eða handhafar þeirra krafna séu í jöfnum forgangi (óháð upphæð innstæðu)  varðandi kröfur í eignir bankans - er allt annað mál og kemur ábyrgð ísl. ríkisins á lágmarkstryggingunni ekkert við.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.7.2009 kl. 15:28

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Algerlega sammála þér Friðrik. Við höfum ekkert leyfi til þess að skuldsetja komandi komandi kynslóðir hvað sem hver segir. Hreinlegast væri að viðurkenna þjóðargjaldþrot. Biðja þessar sk, vinaþjóðir okkar um aðstoð við að elta uppi peningana sem stolið var, rétta yfir glæpamönnunum, hvað sem þeir heita og hvar í flokki sem þeir standa og undanskilja engan. Framselja svo glæpamennina til bretlands og hollands sem þeir fái sínu réttlæti framfylgt. Núllstilla hagkerfið og byrja uppá nýtt með hreint borð.

Kveðja úr rigningunni að norðan.

Arinbjörn Kúld, 31.7.2009 kl. 15:51

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ómar, bara ef málið væri þannig.

Hollendingar ábyrgjast þessa Icesave reikninga hjá sér upp að 100.000 evrum og Bretar að ég held upp að 150.000 pundum. Þeir fá 50% af eignum Landsbankans til sín vegna þessa. Þessar viðbótartryggingar Breta og Hollendinga eru er hrein viðbót við þær tryggingar sem þú réttilega bendir á að er það sem Íslendingar skv. Íslenskum lögum eru að tryggja, þ.e. 20.887 evrur per reikning.

Með öðrum orðum, eignir Landsbankans eru notaðar til að tryggja erlendum innistæðueigendum upphæðir langt umfram það sem Íslensk lög gera ráð fyrir að eigi að ábyrgjast.

Ef bara væri verið að tryggja þessar 20.887 evra per reikning og allar eignir Landsbankans væru notaðar í það þá væru ekki af falla neinar ábyrgðir á Íslendinga. Eignir bankan myndu sjálfsagt duga til að greiða út þessar 20.887 evrur per reikning. En samkvæmt Icesave samningnum fáum við bara 50% af eignum bankans til okkar. Bretar og Hollendingar fá 50% eigna bankans til sín og eins og samningurinn er þá munu falla 300 til 1000 milljarðar króna á þjóðina.

Af hverju Íslenska samninganefndin samþykkti að Bretar og Hollendingar eigi að fá 50% af eingnum Landsbankans skil ég ekki.

En út á það gengur þetta Icesave mál, láta þjóðina tryggja innistæður langt úr fyrir íslensk lög og reglur, bæði hér heima og erlendis.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 15:53

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Skuldabréfamarkaðurinn er líflegur.  Fagfjárfestar eru ekki með sitt inn á bankabók, þeirra fé er í ríkisskuldabréfum eða íbúðarbréfum.  Það eru fyrst og fremst íslenskir ellilífeyrisþegar sem eru með sitt fé á bók.  Þeir vafasömu hafa sitt í seðlum í kassa út í bílskúr. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 31.7.2009 kl. 15:59

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, en málið er bara að bretar höfðu "top up" tryggingu.  (man ekki alveg hve hátt hún fór núna en það var umalsvert)  Þ.e. tryggingarsjóður breta var líka með tryggingu.

Nú, ef íslenska tryggingarsjóðnum er veittur forgangur að eignum - þá verður breska sjóðnum að vera veittur jafnhliða réttur.  Annað er í andstæðu við Evrópulög.  Þegar af þeim sökum gengur ekki málflutningur Ragnars upp.  Annaðhvort fá báðir sjóðirnir sömu stöðu - eða hvorugur.  (En auk þess kemur fleira til eins og ísl. lög og fleiri atriði)

Farið í þetta í speglinum umdaginn.

http://dagskra.ruv.is/ras1/4463046/2009/07/29/1

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.7.2009 kl. 16:01

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

En Ómar, þetta er Íslenskur banki sem lítur íslenskum lögum með varnarþing hér heima. Því hljóta Íslensk lög að gilda um hvernig eignir í honum er skipt upp og fari hann í þrot hljóta að gilda Íslensk gjaldþrotalög.

Það vilja viðsemjendur okkar alls ekki og því eiga nú Bresk lög að gilda um allt í tengslum við bankann og uppgjör á honum. Ég skil ekki af hverju Íslenska samninganefndin samþykkt það.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 16:12

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Þú segir nokkuð.

En mundi það ekki alltaf enda fyrr eða síðar fyrir evópudómstóli.  Íslendingar hafa undirgengist þær reglur er evrópuréttur segir.

En til að skýra kannski það sem eg var að reyna að seja framar, að sem sagt, þó ísl.stjórnvöld hefðu aðeins tryggt 20.000 evrur og veitt trggingarsjóði forgang í eignir þar að lútandi.  Bretar hefðu gert hið sama og þeir gera núna, þ.e. haft "top up" tryggingu og ríkið síðan borgað afganginn - Þá hefði það (samkv.mínu áliti) engu breytt.

Ísland hefði ekkert frekar geta krafist þess að tryggingarsjóðurinn fengi forgang.

Breta sem tryggðu og greiddu innstæðueigendum umfram 20.000 hefðu kröfu á að fá nákvæmlega sömu stöðu og sá íslenski, því samkvæmt Evrópurétti er ekki hægt að mismuna á þennan hátt. 

Lágmarkstryggingin og skyldur íslands þar að lútandi koma forgangi í eignir ekkert við. 

Ég held að þetta sé rétt hjá mér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.7.2009 kl. 16:42

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Í 400,000,000 manna samfélagi ESB og EES landanna hefur aðeins þrisvar reynt á þessa 20,000 evru reglu.  Það var hjá

Landsbanka, Kaupþingi og Glitni.  300,000 manna samfélag í yfir 400.000.000 hafi hefur alla þessa banka.  Allar aðrar þjóðir hafa alltaf tryggt allar innistæður hjá sínum bönkum.

Hérna er Ísland í algjörum sérflokki.   

Andri Geir Arinbjarnarson, 31.7.2009 kl. 20:20

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

En er Andri, hægt að krefjast þess með sanngirni að 300.000 manna samfélag axli allar ábyrgðir á bankakerfi sem var tíu sinnum stærra en þjóðarbúskapurinn?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 21:13

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er ein af dellunum í neyðarlögunum alræmdu. Þau voru ástæðan fyrir hryðjuverkalögunum en ekki blaðrið í Dabba.

Neyðarlögin tóku úr sambandi allt sem hét eðlilegur frágangur á þroti bankanna. Góður skiptastjóri sem hefði verið skipaður skv. gildandi lögum hefði ekki staðið sig verr en þetta skilanefndarrugl og hefði getað haldið greiðslukerfi landsins gangandi eftir sem áður.

Með neyðarlögunum gerði ríkið sig sek um verknað sem er eins hálfvitalegur og hugsast gat: þeir stálu öllum skuldum útrásaraðalsins!

Haukur Nikulásson, 31.7.2009 kl. 22:44

14 identicon

Friðrik, þessi pistill þinn er stútfullur af heimskulegu bulli, vanþekkingu og skilningsleysi.

Fyrir það firsta þá eru engar frosnar innistæður í íslenskum bönkum, það geta allir farið í bankann sinn og tæmt reikningana sína, jafnvel Svavar og Indriði.  Þeir gætu þessvegna verið löngu búnir að því án þess að láta þig vita.  Þar féll sú þvælan.

Í annan stað þá gengu neyðarlöginn ekki eingöngu út á að tryggja innistæður á Íslandi, jafnvel má segja að þau hafi ekkert haft með innistæðurnar að gera, heldur eignarhaldið á útlánum bankanna.  Eignarhaldið á íbúðalánunum, afurðalánunum, bílalánunum, yfirdrættinum, tölvukaupalánunum, öllum þessum venjulegu lánum sem einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi skulduðu bönkunum.  Með því að tryggja innistæður var, eins og gefur að skilja, verið að tryggja innistæður íslendinga, en líka að tryggja að stærsti hluti skulda íslendinga væri áfram í eigu íslendinga, ekki útlendinga.  Ef ekki hefði verið fyrir neyðarlöginn þá hefðu íslendingar ekki bara tapað sparifé sínu, heldur hefðu skuldir venjulegra íslendinga, einstaklinga og fyrirtækja, orðið erlendar skuldir í eigu erlendra kröfuhafa bankanna.

Þín töfralausn hefði orðið til þess að íslendingar, einstaklingar og fyrirtæki, hefðu orðið eignalausir og stóskuldugir við erlenda kröfuhafa.  Neyðarlögin gerðu það að verkum að íslendingar eru ekki eignalausri en samt stórskuldugir, en skuldirnar eru miklu minni en ella, og það sem skiptir ekki minna máli, mestur hluti skuldanna eru innlendar skuldir, ekki erlendar.

Furðulegt að fólk skuli ekki ennþá hafa áttað sig á innihaldi og tilgangi neyðarlaganna, eftir heila 9 mánuði.  Án neyðarlaganna hefðum við orðið öreigar strax í október.

bjarni (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 02:47

15 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik

Icesave skuldbindingin er langt frá 10 sinn landsframleiðslu.  Útlendingar bera langmesta kostnaðinn af hruni bankanna nokkuð sem alltaf gleymist.  

Þegar banarnir stóðu sem hæst voru þeir stolt þjóðarinnar þegar þeir féllu eru þeir vandamál útlendinga.  

Það verður ekki bæði haldið og sleppt.

Ef við borgum ekki krónu eins og svo margir vilja borgum við með okkar dýrmætustu eign, næstu kynslóð sem mun flytja út til ESB landa og borga skatta þar.

Við munum alltaf borga valið stendur á milli.

1. samnings

2. skuldatolla

3. fólksflótta

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.8.2009 kl. 07:09

16 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Bjarni

Þú fullyrðir að innistæður séu ekki frosnar inni í bönkunum. Þær sögur ganga samt fjöllunum hærra að ætli menn að taka út meira en 20 til 30 milljónir út að reikningum sínum þá sé það ekki hægt.

Ég greip þessi nöfn, Indriði og Svavar svona meira til gamas og til þess að þeir sem pistilinn læsu áttuðu sig þá þeim miklu hagsmunum og hagsmunaárekstrum sem við stöndum frammi fyrir þegar fjallað er um þetta Icesave mál. Og auðvita veit ég ekkert um þeirra fjárhag þessara manna og eingöngu teknir hér sem dæmi, þetta eru "opinberar" persónur og þetta sem ég skrifaði ætti ekki að særa neinn.

Neyðarlögin voru til að tryggja innistæður og að skuldir Íslendinga verði í eigu Íslendinga segir þú. Nú er búið að leggja drög að því og unnið er að því að erlendir kröfuhafar eignist Kaupþing og Glitnir, bæði þá nýju og gömlu. Þrátt fyrir neyðarlögin þín eru útlendingar að eignast allar þessar skuldir sem þú nefnir.

Þar fyrir utan var þetta erlent lánsfé sem Íslensku bankarnir lánuðu Íslendingum til kaupa á bílum, tölvum og í allt annað sem þú nefnir. Þetta var allt keypt fyrir erlent lánsfé þannig að útlendingar eiga þetta allt saman í raun og hafa alla tíð átt. Þeir sem eiga skuldir bankana þeir eiga bankana.

Ég er sammála þér þegar þú segir:

"Ef ekki hefði verið fyrir neyðarlöginn þá hefðu íslendingar ekki bara tapað sparifé sínu, heldur hefðu skuldir venjulegra íslendinga, einstaklinga og fyrirtækja, orðið erlendar skuldir í eigu erlendra kröfuhafa bankanna."

Nú liggur hins vegar fyrir að erlendir kröfuhafar áttu í raun allar þessar skuldir. Þess vegna er verið að bjóða þeim að eignast bankana og þar með munu þeir eignast allar skuldir Íslendinga og Íslenskra fyrirtækja.

Í annan stað þá er það rétt með neyðarlögin og spariféð og það er einmitt það sem ég er að benda á í þessari grein. Það er verið að láta þjóðina með neyðarlögunum og Icesave tryggja innistæður í þessum bönkum langt umfram það sem Íslensk lög og reglur gera ráð fyrir.

Varðandi síðustu athugasemd þína með neyðarlögin þá vísa ég í svar Hauks Nikulássonar (13). Minn skilningur á þessum neyðarlögum er sá sami og hans.

Að lokum, á þessum yndislegu sumardögum, eigum við þá ekki að ræða þessi mál án gífuryrða. Sé ég að misskilja eitthvað, með rangar upplýsingar í höndunum eða draga rangar ályktanir þá er um að gera að leiðrétta mig og rökræða málin. Bara þannig er hægt að öðlast dýpri skilning á þeim erfiðu og flóknu málum sem nú eru í gangi. Út á það gengur þessi vettvangur, Bloggið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.8.2009 kl. 11:56

17 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Andri 

Ég er eingöngu að benda á að ætlast er til að þjóðin ábyrgist innistæður í bankakerfi sem var tíu sinnu stærra en þjóðarbúskapurinn. Ég geri ráð fyrir að innistæður í þessu bankakerfi sé um 10% af umsvifum í eðlilegum bankarekstri, þ.e þegar bindiskyldan er um 10% og lánin um 90%.  

Innistæður í bankakerfi sem var 10 sinnum stærri en landsframleiðslan hefur því numið sem svarar til einnar landsframleiðslu, þ.e. 1.500 milljörðum. Það var það sem Geir gerði þegar hann lofaði að þjóðin myndi tryggja allar innistæður í Íslensku bönkunum, þá var hann að skuldbinda þjóðina fyrir upphæð sem svarar til allrar landsframleiðslunnar. Út á þetta gengur Icesave samningurinn og þess vegna fá Bretar og Hollendingar 50% af eignum bankans til að tryggja innistæður þar ytra umfram það sem Íslensk lög kveða á um. Íslensk lög tryggja bara 20.887 evrur per reikning.

Reyndar aflétti Seðlabankinn bindiskyldu á erlendum útibúum þessara banka vorið 2008 þannig að þau gætu tekið öll þau lán sem þau komust yfir og svo endurlánað án þess að eiga 8% til 10% af þeim lánum sem eigið fé eða sem innlán, þannig að við erum kannski að tala um skuldbindingar upp á 80% til 90% af landsframleiðslu, eigi þjóðin að tryggja öll innlán að fullu eins til stendur að gera.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.8.2009 kl. 13:00

18 identicon

Sæll Friðrik og afsakaðu ef ég hef móðgað þig með einhverjum hætti.  En af svari þínu get ég ekki annað en ályktað að þú hafir misskilið neyðarlögin og "plottið" sem þau gengu út á.  Málið með innistæðurnar er að í bankarekstri eru innistæður skuldir bankanna, útlánin eru eignir þeirra.  Innistæður í íslensku bönkunum eru lægri upphæð en útlánin.  Þar höfum við ástæðuna fyrir því að íslenska ríkið þurfti að leggja fé inn í nýju bankanna, eignir þeirra voru hærri en skuldir þeirra eftir uppstokkunina.  Hugmyndin um að kröfuhafar eignist bankana gengur út á að þeir sjálfir leggi inn í bankana mismun á eignum og skuldum, þannig að ríkið þarf ekki að leggja bönkunum til þessa fjármuni.  Það er því ekki verið að láta skattborgarana borga innlánin, heldur hefur það alla tíð legið fyrir að útlánin (eignirnar) eiga að dekka innistæðurnar (skuldirnar).  Vissulega eignast þá útlendingar útlánin, en "við" höldum þó enn innistæðunum.  Þínar hugmyndir hefðu leitt til þess að útlendingar eignuðust útlánin og "við" tapað inneignunum.

Málið er auðvitað miklu flóknara en þetta, ekki eru allar skuldir bankanna innlán, heldur einnig skammtímaskuldri vegna fjármögnunar einhverrar vitleysu, og eignir bankanna eru ekki eingöngu útlán þeirra heldur einnig verðlitlar fjárfestingar sem einhverjir bankabjánar töldu á sínum tíma góða hugmynd.

En ég er fullkomlega sammála þer varðandi Icesave-samninginn, þann fjanda eigum við ekki að samþykkja.

bjarni (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 03:08

19 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Bjarni

Er ekki málið á nýju bankarnir tóku yfir fullt af útlánum (eignum eins og þú nefnir þau) út úr þrotabúum gömlu bankana. Þessi útlán/eignir eiga nýju bankarnir eftir að gera upp við þrotabúin. Nýju bankarnir eiga eftir að borga fyrir þær eignir/útlán sem þeir tóku út úr gömlu bönkunum. Lánadrottnar gömlu bankana eru með veð í þessum eignum/útlánum og vilja fá greitt. Nýju bankarnir eru fjárvana og geta ekki greitt neitt. Þess vegna er verið að semja við þessa lánadrottna að þeir taki yfir þessi útlánasöfn og þar með nýju bankana sem greiðslu því ríkið og bankarnir geta ekkert borgað fyrir þær eignir sem búið var að moka inn í nýju bankana.

Bankamenn hafa væntanlega farið þar offari eins og fyrri daginn og sett allt of mikið af eignum úr þrotabúum gömlu bankana inn í þá nýju. Alla vega svo mikið að hvorki ríkið né aðrir Íslenskir aðilar gera keypt þessar eignir út úr þrotabúunum og þess vegna er eignarhaldið á Íslenska bankakerfinu að færast út höndum Íslendinga til útlendinga. Í framhaldi verða það væntanlega útlendingar sem munu eignast allt það sem verðmætast er á Íslandi.

Staða innistæðueigenda er því óljós. Meðan neyðarlögin eru í gildi, þ.e. í 14 mánuði í viðbót þá eru þeirra kröfur rétthærri en annarra kröfuhafa. Þegar neyðarlögin falla úr gildi þá fara þeir þá ekki í röðina sem einn af kröfuhöfum í gömlu bönkunum?

Eingist útlendingar bankana þá eru þeir ekki bundnir af einhverjum loforðum einhverra stjórnmálamanna. Þeir munu uppfylla kröfur laganna varðandi innistæðutryggingar, ekkert meir.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 10:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband