Fækkum sendiráðum úr 17 í 6

Ég hef hvatt til þess að við Íslendingar skerum niður utanríkisþjónustuna um 80%. Ég hef hvatt til þess að við fækkum sendiráðum okkar úr 17 í 6. Utanríkisþjónusta Íslands er eins og bankakerfið okkar, allt, allt of stórt fyrir umfang og stærð þjóðarinnar.

111_1117Þess vegna er ástæða til þess að fagna þessum fyrstu skrefum ríkisstjórnarinnar í þessa átt en betur má ef duga skal.

Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að spara og draga saman seglin í utanríkisþjónustunni þá er það nú. 

Auðvita á að skera utanríkisþjónustuna niður í það sem hún var fyrir 1960. Það mun enginn finna fyrir því.

Ég hefði vilja halda þrem sendiráðunum á hinum Norðurlöndunum, í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi og auka samstarf utanríkisþjónustu okkar við sendiráð þessara landa. Samstarf sem þegar er í gangi. Þannig sér t.d. sendiráð Danmerkur í Peking um vegabréfsáritanir fyrir Kínverja sem vilja koma til Íslands.

Þó starfsmenn okkar í sendiráðinu í Peking hafi ekki þekkingu og getu til að stimpla vegabréf kínverskra ferðamanna á leið til Íslands þá vil ég halda því og hafa það jafnframt sem eina sendiráðið Íslands í Asíu.

Þá vil ég halda einu sendiráði í Ameríku og hafa það í Kanada vegna tengslanna við Íslendingabyggðirnar þar.  Öðru vil ég halda í höfðastöðvum ESB í Brussel. Þá hefði ég viljað loka öllum ræðismannsskrifstofum.

Fastanefndunum eigum við að halda, í Genf, Strassborg, hjá Nato og í New York.

Fjárlög Utanríkisráðuneytisins eru þessi:

  • 2007 - 7,5 milljarðar
  • 2008 - 8,9 milljarðar
  • 2009 - 11,4 milljarðar

Ljóst er að í Utanríkisráðuneytinu hafa menn á síðustu árum verið í orðsins fyllstu merkingu á fylleríi, slík er útgjaldaaukningin.

Með því að skera utanríkisþjónustuna niður í það sem hún var fyrir 1960 þá færu 2 til 3 milljarðar í þessi útgjöld. Við það sparast á ári um 9 milljarðar.

Með sölu eigna þar sem þessi 11 sendiráð eru sem yrði lokað þá fást sjálfsagt 9 til 12 milljarðar.

Samanlagt eru þetta um 20 milljarðar sem svarar til um 20% af útgjöldum til heilbrigðismála. Starfsfólkið í heilbrigðisþjónustunni ætlar að taka á sig 10% launalækkun sem eru um 10 milljarðar.

Alls er Þetta tvennt, framlag starfsfólks og sparnaður í utanríkisþjónustunni um 30 milljarðar sem er nánast sá sparnaður sem ætlunin er að ná fram á næsta ári í heilbrigðisþjónustunni. 

Mynd: Við Varmahlíð

 


mbl.is Sendiherrum fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er sammála þér með fækkun sendiráða. Við getum auðveldlega keypt þjónustu sendiráða annarra norðurlandaþjóða.

En til hvers þarftu NATO?

Þér hlýtur að vera ljóst að eini mannskaði af árás á Ísland var árið 1627 þá féllu 50 og 400 voru hnepptir í ánauð. Síðan þá hefur enginn beðið tjón vegna skorts á vörnum þessa lands. Hvernig ætlarðu að réttlæta útgjöld í þessa veru?

Haukur Nikulásson, 20.6.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Í grunninn sammála þér. éG vil þó láta eitt sendiráð á Norðurlöndunum duga (Kaupmannahöfn), 1 í Berlín fyrir Þýskaland, Austurríki, Ítalíu og alla Austur-Evrópu, 1 í Brussel fyrir Vestur-Evrópu, Spán og Portúgal og Bretland (loka í London), 1 í New York og ekkert í Asíu eða Afríku.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 16:41

3 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Hjartanlega sammála,

Andrés Kristjánsson, 20.6.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Innilega sammála. Áheyrnarfulltrúum má einnig fækka um 100 %. Hafa menn og konur í utanríkisþjónustunni annars ekkei heyrt NETIÐ nefnt? Til hvers í veröldinni að senda einhvern sem þarf BARA að hlusta? Um að ger a að skera hinn almenna borgara í sneiðar, en hlífa búrókratinu.

Halldór Egill Guðnason, 21.6.2009 kl. 01:22

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála.

Arinbjörn Kúld, 21.6.2009 kl. 02:50

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég vill fækka, en áherslurnar eru etv. ekki þær sömu. Hver eiga markmiðin með sendiráðum að vera ? Ef það snýst bara um vegabréfaáritanir, má kaupa þá þjónustu af hinum norðurlöndunum. Ef hins vegar nýta á sendiráðin til að byggja upp tengsl og greiða götu fyrirtækja þarf að horfa til markaða. Sjálfur vill ég sjá að horft sé til landa sem eru á leiðinni upp, eins og Kína, Indlands, Suður-Afríku,... USA má ekki vanækja heldur, þó að allt bendi til þess að þeir hafi notað okkur sem skiptimynt við ESB og afhent okkur þeim til eignar (smá skrumskæling byggð á háværri þögn USA). Vindar skipta oft um áttir í USA í utanríkismálum, enda einstakir klaufar þar, en þeir eru heimsveldi sem við hvorki megum móðga (sbr. orðuveitingu sem ekki varð til fráfarandi sendiherra), né vanmeta.

Haraldur Baldursson, 21.6.2009 kl. 13:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband