Kærum þá sem veðsettu þjóðina fyrir Icesave reikningunum fyrir landráð.

Að Landsbankanum skyldi leyft að safna innlánum erlendis fyrir meira en þúsund milljarða á tveim árum án afskipta Fjármálaeftirlitsins og án þess að Seðlabankinn gerði kröfu um aukna bindiskyldu eða stóraukin framlög í tryggingasjóð innlánsreikninga eru óskiljanlega afglöp.

064 Þau stjórnvöld sem heimiluðu þessa veðsetningu settu á mjög umdeild neyðarlög. Erlendir lánadrottnar munu án efa láta reyna á ýmis ákvæði þeirra fyrir alþjóðlegum dómstólum. Í þessum neyðarlögum eru m.a. ákvæði þess efnis að innistæður eru gerðar að forgangskröfum. Bent hefur verið á að með þessu er verið að mismuna kröfuhöfum. Verði látið reyna á þetta ákvæði neyðarlaganna fyrir alþjóðlegum / erlendum dómstólum og íslenska ríkið tapar því máli þá munu a.m.k. 650 milljarðar falla á Íslensku þjóðina. Haldi þessi ákvæði neyðarlaganna þá munu 150 til 650 milljarðar falla á þjóðina.

Með því að safna þessum innlánum var verið að veðsetja almenning á Íslandi og gera hann ábyrgan fyrir rúmlega þúsund milljörðum króna. 

Komi í ljós að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands fengu ekki umboð ráðherra til þess að heimila bankanum að veðsetja þjóðina með þessum hætti þá vil ég að þeir embættamenn sem bera ábyrgð á því að þjóðin var veðsett fyrir rúma þúsund milljarða verði ákærðir fyrir landráð.

Eins að þeir sem sem sátu í bankastjórn Landsbankans á þessum tíma svo og bankastjórar bankans verði ákærðir fyrir landráð.

Ég vil að þessir aðilar verði ákærðir fyrir landráð vegna þess að þeir gerðu þjóðina ábyrga fyrir þvílíkum skuldbindingum að þjóðin mun ekki með góðu móti geta greitt þessar ábyrgðir falli þær á okkur. Ef við lendum í því að þurfa að greiða 650 milljarða vegna Icesave þá mun það hafa slíkar efnahagshörmungar í för með sér að við munum ekki geta séð út úr því næstu áratugina. Að leggja slíkar ábyrgðir á þjóðina vegna þessara Icesave reikninga er ekkert annað en landráð. Þeir sem "gambla" með þjóð sína með þessum hætti eru ekkert annað en landráðamenn.

Þó með setningu neyðarlaga takist að bjarga þjóðinni að einhverju leiti frá þessu máli þá breytir það í engu eðli hins upphaflega gjörnings.

Umboð Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til að heimila bönkunum að safna þessum innlánsreikningum og þar með að veðsetja Íslensku þjóðina um 20.887 evrur í hvert sinn og stofnaður var nýr Icesave reikningur hlýtur samt sem áður að hafa komið frá ráðherrum og ríkisstjórn. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra hljóta að hafa gefið Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum og þar með bönkunum sitt samþykki með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi.

Ég spyr, höfðu þessir ráðherrar umboð til þess að veðsetja Íslensku þjóðina fyrir þúsund milljarða á tveim árum?

Ef svarið við þeirri spurningu er nei, ríkisstjórnin hafði ekki umboð til þess að veðsetja þjóðina fyrir þúsund milljarða á tveim árum þá vil ég að það fólk sem sat í ríkisstjórn og heimilaði með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi þessa veðsetningu verði ákært fyrir landráð.

Það er skýrt í stjórnarskrá að Alþingi eitt hefur fjárveitingarvaldið og það er Alþingi eitt sem getur og má veðsetja þjóðina. Alþingi hefur að því er ég best veit aldrei veitt heimild til þess að banki í einkaeign mætti veðsetja þjóðina á tveim árum fyrir þúsund milljarða. 

Undirritaður skorar á þingmenn í öllum flokkum að hafna þeim samningi sem nú liggur fyrir þinginu. 

Bretar tóku yfir allar eignir Landsbankans með hryðjuverkalögum. Sú aðför kostaði okkur alsherjar bankahrun og í framhaldi 50% gengisfall. Vegna þessa blasir nú við gjaldþrot 60% til 70% allrar Íslenskra fyrirtækja. Fyrst Bretarnir hirtu eignir Landsbankans þá er ekkert eðlilegra en að þeir hirði þá líka skuldir bankans og þar með Icesave. Þjóðin er búin að blæða nóg vegna þessara Bresku hryðjuverkalaga þó ekki bætist við slíkar Icesave "stríðsskaðabætur".

Hópur manna er þegar byrjaður að undirbúa slíka ákæru um landráð. Rétt er að ákæra sem þessi komi frá hópi almennra borgara. Stjórnvöld munu ekkert aðhafast. Látum reyna í fyrsta sinn á ákvæði stjórnarskrárinnar um landráð. Okkur vantar fleiri til að vera með okkur. Hafið samband og skráið ykkur til þátttöku á netfangið: fhg@simnet.is

Mynd: Hestar og menn í Fljótsdrögum.


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er með. Engin spurning. Sammmála hverju orði.

Arinbjörn Kúld, 10.6.2009 kl. 01:38

2 identicon

Sæll, Friðrik.  Frábær pistill og dásamlega sannur.  Með.

lydur arnason (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:45

3 identicon

Ein af fjölmörgum niðurskurðarhugmyndum ríkisstjórnarinnar er að lækka hámarksgreiðslu fæðingarorlofs úr 480 þúsund krónum  í 350 þúsund krónur"  og svo framvegis verður haldið áfram í ýmsum málaflokkum'Eg er hræddur um að ýmislegt skerðist,vaxtakostnaðurinn af icesave er 100 millj,á dag síðan liggur höfuðstóllin óhreyfður eftir.Það verða háir skattar en  minni þjónusta sem verðu hægt að veita.Íslendingar verða engin 300 000 eftir 10 ár gæti trúað 250 000.Enn færri til  að borga gúmmelaðið eftir icesavekónanna.Margt af duglegasta fólkinu fer og best menntaða.Það verður færra og tekjulægra fólk eftir á eyjunni bláu  til að borga icesavedótið.

Hörður Halldórssson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 08:33

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég skal vera með!

Úr III. kafla laga nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta:

10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.

Úr IV. kafla stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944:

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

Enn fremur, úr VII. kafla stjórnarskrárinnar:

77. gr. Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Úr X. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, n.tt. um landráð:

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

P.S. Um leið og fyrrverandi valdhafar eru komnir bakvið lás og slá þá telst þjóðin ekki lengur samkvæmt alþjóðalögum ábyrg fyrir þeim skuldbindingum sem þeir lögðu á hana með glæpsamlegum hætti. Ekki frekar en Írakar í dag eru ábyrgir fyrir skuldbindingum frá valdatíma Saddams Hussein! Vanalega gerist þetta í kjölfar byltingar eða innrásar erlends herafla, þá eru fyrrverandi alræðisherrar annað hvort drepnir (mæli samt ekki með því hér!) eða fangelsaðir, og þá falla skulbindingar þjóðarinnar sjálfkrafa niður, sem þýðir að hún getur byrjað með "autt blað". Hérna varð hinsvegar bylting en enginn var fangelsaður (ennþá!) og þeir sem tóku við valdataumunum héldu áfram að varpa ósanngjörnum skuldbingingum á þjóð sína. Ég held að ekki séu mörg fordæmi fyrir því í samtímanum...

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2009 kl. 09:18

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sjálfur aðalritari Samninganefndarinnar segir í vitali við Mbl, að líklega hafi ekki verið undan Hruninu komsit EF fara átti eftir regluverki EES/ESB

Lími hingað inn hugleiðingar mínar af blogginu.

Fyrrum Kommúnisti fenginn til að fara fyrir samninganefnd um skuld sem er í raun ekki okkar.

niðurstaðan er sláandi um 60 milljarðar á ári eftir sjö ár og Svavar leyfir sér að segja hagkerfið komið í skjól.    ---Það er í það minnsta SVIKASKJÓL ef eitthvert.

60 milljarðar eru þrefaldur niðurskurðurinn sem menn eru að tala um núna sem sársaukafullan.

Ég lýsi eftir höldi sem þorir að segja NEI við greiðum ekki það sem okkur EKKI ber.

Svavar þorir þó að segja eitt athyglivert.

,,Það voru bankar hér á Íslandi sem voru orðnir tíu sinnum stærri en hagkerfið, samt störfuðu þeir samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins. Það er ekki hægt að segja að þeir hafi brotið þær tilskipanir í sjálfu sér. Hvernig áttum við að taka á þessu? Áttum við að gera það með betra Fjármálaeftirliti? Já. Áttum við að gera það með betri Seðlabanka? Já, en hversu gott hefði eftirlitið þurft að vera og hversu góður hefði Seðlabankinn þurft að vera til að stöðva þetta? Höfðu þessar stofnanir úrræði til að stöðva þennan vöxt bankanna? Átti að segja að enginn banki mætti vera stærri en þjóðarframleiðslan? Það hefði ekki verið samkvæmt EES-samningnum.

Veruleikinn er sá að það viðskiptafrelsi sem fólst í EES-samningnum var of mikið fyrir þetta land nema því hefði fylgt öflugri eftirlitsaðgerðir. Það þýðir einfaldlega að ESB þarf að endurskoða sínar reglur,“ segir Svavar"

Hraðferð inn í ESB og algert úrræðaleysi Jóhönnu og félaga blasir við og því miður er fátt nýtt í  tillögum stjórnarandstöðunnar og verður að segja hverja sögu sem er, að þar virðist ekkert bóla á raunverulegri endurskoðun á stefnumiðunum, sem komu mönnum í fyrri villur sem þeir voru í forystumenn síðustu stjórnar.

Bjarni Kjartansson, 10.6.2009 kl. 10:11

6 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Hvenær ætlar þjóðin að átta sig á því að Íslendingar ráða engu um gang mála.Nýlenduherrar þ.e. Bretar og Hollendingar sem kunna ekkert betur en að niðurlægja og mergsjúga aðrar þjóðir,ráða hér för.Og svo Þjóðverjar sem alltaf hafa átt þann draum að leggja undir sig Evrópu.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 10.6.2009 kl. 11:22

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://en.wikipedia.org/wiki/Odious_debt

"When a despotic regime contracts a debt, not for the needs or in the interests of the state, but rather to strengthen itself, to suppress a popular insurrection, etc, this debt is odious for the people of the entire state. This debt does not bind the nation; it is a debt of the regime, a personal debt contracted by the ruler, and consequently it falls with the demise of the regime. The reason why these odious debts cannot attach to the territory of the state is that they do not fulfil one of the conditions determining the lawfulness of State debts, namely that State debts must be incurred, and the proceeds used, for the needs and in the interests of the state. Odious debts, contracted and utilised, for purposes which, to the lenders' knowledge, are contrary to the needs and the interests of the nation, are not binding on the nation - when it succeeds in overthrowing the government that contracted them - unless the debt is within the limits of real advantages that these debts might have afforded. The lenders have committed a hostile act against the people, they cannot expect a nation, which has freed itself of a despotic regime, to assume these odious debts, which are the personal debts of the ruler."

 - Alexander Nahum Sack, 1927

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2009 kl. 14:41

8 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Takk Friðrik fyrir sérlega góðan pistil. Ég tek undir hvert þitt orð.  Það setur að mér hryggð í hjarta að heyra að Evu Joly hafi ekki verið skapað það starfsumhverfi sem hún þurfti till að "ormahreinsa" íslenskt efnahagslíf. Hún er, eins og ég sé þetta, Íslands eina von.

Baldur Gautur Baldursson, 10.6.2009 kl. 15:47

9 identicon

Guðmundur:

ég var sjálfur að spá í þessa odious dept. ég fann þessa skýrslu um efnið frá 2007 (er bara búinn að glugga í hana). Það er ekki beinlínis augljóst að þetta eigi  við því þetta eru ekki lán sem íslenska ríkið tók. það er aftur á móti verið að þvinga stjórnvöld núna til að skrifa upp á tékka fyrir einhverjum innistæðum sem ættu í raun ekki að koma okkur neitt við. Sjálfsagt er hægt að sýna fram á að þetta eigi við í þessu tilfelli, þetta lítur út fyrir að vera á mörkunum. Og raunar væri mjög sterkt fyrir íslendinga ef það væri hægt að rökstyðja með sanfærandi hætti að þetta hugtak ætti við. 

En

 Vandamálið er hins vegar ekki lög. Ég veit aðeins um eitt tilfelli þar sem þessum rökum hefur verið beitt til að fella niður skuldir. það var þegar Bandaríkinn hirtu  Kúpu af Spánverju (rétt fyrir 1900 minnir mig ). þá beitti USA þessum rökum til að fella niður skuldir kúpu við Spán. þetta hugtak "odious dept" á við um skuldir allra 3ja heims ríkja en samt er þeim ekki aflétt.

 Vandamálið við alþjóðalög er að aðeins þeir veiku þurfa að lúta þeim ekki stóru iðnríkin. í Alþjóðasamskiptum gildir að gera eins og donin segir eða þú hlýtur verra af. Það er væntanlega að hluta til ástæðan fyrir því  að stjórnvöld lúffa.

Ég held hins vegar að þegar öllu er á botni hvolft komi betur út fyrir smáríki að standa uppi í hárinu á stórveldum heldur en að lúffa. Við verðum rænd hvort sem okkur líkar það betur eða verr en við höldum að minsta kosti reisn ef við berjumst á móti. En það er líka möguleiki að heimsveldið verði að lúffa ef við stöndum gegn þeim  sérstaklega ef við einskorðum okkar málfluttning við alþjóðalög. En það getur vissulega haft mjög slæmar afleiðingar að ögra mafíunni. 

Vandamálið fyrir samfylkingarelítuna er að ef við neitum að borga verður hún ekki gjaldgeng í kokteilboðum hjá ESB.

Benedikt G. Ófeigsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:01

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir Friðrik....hér eru glæpagjörningar á ferðinni og sífellt fleiri slá sér um skjaldborg útrásarvíkinganna (kjölfestufjárfestanna) og gera sig samseka um landráð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.6.2009 kl. 16:09

11 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Friðrik fullkomlega sammála þér. Að auki finnst mér það skömm að undirrita samninga á meðan hryðjuverkalögin hanga yfir okkur.

Tveimur dögum (nenni ekki að fletta upp en nálægt lagi) eftir að hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga mættu allir stærstu leiðtogar heims á ráðstefnu til að ræða viðbrögð við fjármálakreppunni. Niðurstöður ráðstefnunnar ollu reyndar viðsnúningi í kreppunni. Ein af niðurstöðum ráðstefnunnar var að ekkert ríki mætti gera neitt sem ylli því að kreppan myndi dýpka í öðru landi og kepptust allir þessir miklu menn við að segja það þ.á.m. að ég held sá brúnaþungi frá bretlandi. Beiting hryðjuverkalaganna olli svo um munar dýpkun á kreppunni hér á landi. Menn meina jafnvel að Kaupþing hefði ekki átt að falla, en hann var stærsti banki Íslands.

Mér finnst það með einsdæmum að stjórnmálamenn og þeir sem stjórna þessu landi, hafi ekki lagt meiri áheyrslu á að fá þessum lögum aflétt. Ekki hefur verið leitað eftir stuðningi frá frændþjóðum eða á annan hátt reynt að kynna þessa misbeitingu valds enda er raunin sú að fæstir í heiminum vita um þessa beitingu valdsins. Þetta hefur ekkert að gera með Icesave eða ekki. Við verðum einfaldlega að koma á framfæri því að svona leysum við ekki málin á meðal siðmenntaðra þjóða. Þá hef ég ekki vitað til þess að Íslendingar hafi hlaupið frá skuldbindingum sínum á liðnum árum. Ekkert getur því réttlætt þessa misbeitingu valds "vina okkar".

Undirlægjuhátturinn er með einsdæmum. Það var verið að íhuga andrýmisflug breta fram á seinasta dag, á sama tíma og undirlægjurnar bukka sig á meðal "vina sinna". Þá hafa menn beygt höfuðið í sandinn fyrir "vinum" okkar í nato og ekki hefur verið íhugað að slíta sambandinu við breta, en íslenskur fiskur veitir mörgum vinnu í bretlandi. Ég verð að viðurkenna að þegar ég telst vera hryðjuverkamaður af alþjóðasamfélaginu get ég alveg eins gengið úr því, þar sem ég get ekki átt neitt sameiginlegt með því. 

Það sem verra er, er að með því að fara í þessar viðræður um Icesave án þess að fá þessum lögum aflétt, eru Íslenskir ráðamenn að viðurkenna að við séum hryðjuverkamenn sem eigum að standa fyrir utan alþjóðasamfélagið samanber fyrsta hluta þessara greinar. Enda Íslendingar vanir að hlaupa frá sínum skuldbindingum.

Mér er einungis sorg í huga þegar ég hugsa um þessar undirlægjur, og að ég hafi verið seldur fyrir þau réttindi að fá aðgang að alþjóðasamfélaginu og ekki vera skilgreindur hryðjuverkamaður. Þessir menn eru í raun og veru verri en útrásarvíkingarnir. Útrásarvíkingarnir seldu efnisleg gæði þessir aumingjar seldu okkur.

Nei það á ekki að undirskrifa neina samninga við breta fyrr en þessum lögum sé aflétt. Ef menn eru að skrifa undir þetta vegna peningaleysis þá bendi ég mönnum á að Danski og Sænski utanríkis ráðherrarnir segja að við getum fengið lánið hjá þeim strax. HVERS VEGNA ÞESSI FLÝTIR.

Hörður Valdimarsson, 10.6.2009 kl. 18:26

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef verið tilbúin til að skrifa undir ákæru um landráð frá því fljótlega eftir hrun bankaskýjaborgarinnar! Þér er því óhætt að setja nafn mitt á lista yfir þá sem eru tilbúnir að skrifa undir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.6.2009 kl. 04:11

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Benedikt, þakka kærlega fyrir afar upplýsandi athugasemdir. Þú staðfestir í raun það sem mig hefur grunað allan tíman að sé leynda fyristaða fyrir endurreisnarstarfinu. Samfylkingin er fyrir löngu búin að ákveða að við skulum verða hreppur í evrópska stórríkinu, og gerir því allt til að koma í veg fyrir ákvarðanir sem gætu lagst illa í lénsherra álfunnar. Það eru auðvitað ekkert annað en föðurlandssvik í augum okkar sem enn berum virðingu fyrir fullveldi lands og þjóðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2009 kl. 10:08

14 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Tek undir hvert orð hjá þér.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.6.2009 kl. 16:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband