Böðull Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mættur til vinnu.

Það er ljóst að markmið Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, með veru sinni á Íslandi er bara eitt: Tryggja hag erlendra lánadrottna.

Við verðum að átta okkur á því að "eigendur" AGS eru Seðlabankarnir í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessir bankar eru að tapa gríðarlega á gjaldþroti íslensku bankanna.

110_1096Kaupþing var þriðja stærsta gjaldþrot sem orðið hefur í heiminum. Glitnir var það fimmta stærsta. Þessi gjaldþrot lenda með einum eða öðrum hætti á Seðlabönkum þessara landa í gegnum bankana sem eru að tapa sínu fé á Íslensku bönkunum. Þessir Seðlabankar sem standa að AGS bera ábyrgð á þeim bönkum sem eru að tapa miklu fé á íslensku bönkunum. Þessir erlendu Seðlabankar hafa orðið að dæla gríðarlegu fé inn í þessa banka sína vegna þessa taps.

Fulltrúi þessara erlendu Seðlabanka, starfsmaður AGS, er nú mættur hér til að tryggja hagsmuni eigenda sinna. Tilgangurinn sá eini að blóðmjólka samfélagið til að ná sem mestu upp í þetta gríðarlega tap.

Ástæða þess að böðull AGS vill halda hér óbreyttum stýrivöxtum er eingöngu sú að útvega Seðlabanka Íslands nægjanlegt fé til að hann geti borgað vexti af þeim lánum sem hann er í ábyrgð fyrir. Lækki menn stýrivexti eins og um hefur verið rætt niður í 2% til 3% mun Seðlabanki Íslands ekki geta staðið í skilum með greiðslur. Það vill AGS ekki að gerist. Böðli AGS er nokk sama þó hér fari allt í þrot. Þó þessir vextir verði þess valdandi að 80% allra fyrirtækja í landinu fari í gjaldþrot og helmingur þjóðarinnar missi húsnæði sitt. Bara að Seðlabanki Íslands greiði af lánum.

Að vera hér með gjaldeyrishöft um ókomin ár er á sama hátt eingöngu til þess að tryggja hag hinna erlendu lánadrottna. Þannig kemst Seðlabanki Íslands yfir allan þann gjaldeyrir sem kemur inn í landið. Með því að Seðlabankinn stjórnar hverri evru sem við fáum fyrir okkar útflutning þá tryggir það getu Seðlabanka Íslands til að greiða af erlendum lánum sínum. Böðli AGS er slétt sama þó þessi gjaldeyrishöft komi í veg fyrir alla nýja erlenda fjárfestingu í landinu því meðan þessi gjaldeyrishöft eru þá koma engir erlendir fjárfestar til landsins.

AGS ætlar að láta almenning og fyrirtækin á Íslandi með þessum hætti borga sem mest upp í kröfur erlendu lánadrottna bankana. Þeir ætla sér að þurrausa alla sjóði almennings og komast yfir allar okkar auðlindir. Þeir munu ekki hætta fyrr en þeir eru búnir að arðræna okkar og líkskjör hér orðin eins og var upp úr 1960.

Viðskiptaráðherra og fleiri áhrifamenn í stjórnsýslunni fullyrða að fyrsti hluti láns AGS hafi ekki verið hreyfður. Lánið liggi óhreyft á banka í Bandaríkjunum á 2% vöxtum. Við borgum hins vegar af þessu láni 7% vexti. Hvaða fjármálasnilli liggur þar á bak við skil ég ekki.

Þá hefur AGS ekki enn greitt út lán númer tvö. Það átti að greiðast út í lok febrúar.

Til hvers erum við að taka þessi lán frá AGS ef við erum ekki að nota þau?

Af hverju er AGS að stjórna ríkisfjármálunum?

Af hverju erum við að fara eftir skipunum AGS og höldum hér uppi okurvöxtum og gjaldeyrishöftum?

Er það vegna þess að við höfum tekið lán frá þeim sem við erum ekki að nota?

Af hverju hættum við ekki í þessu prógrammi hjá AGS og stýrum okkar málum sjálf?

Við vitum þá í það minnsta að þær ákvarðanir sem teknar eru, þær eru teknar með hagsmuni okkar Íslendinga að leiðarljósi. Hagsmunir erlendra lánadrottna verða þá ekki látnir ráða för eins og nú er.

Erum við virkilega að afsala okkur allri stjórn ríkisfjármála í hendur erlendra manna vegna þess að við höfum tekið lán sem við erum ekki að nota?

Hversu ömurleg er sú staða sem búið er að koma okkur í?

Ég segi: Hættum í prógramminu hjá AGS, við þurfum hvort sem er ekki að nota lánin þeirra. Neitum að borga Krónubréfin og vextina af þeim, afskrifum þau. Borgum bara innlánstrygginguna vegna Icesave, rúmar 20.000 evrur vegna hvers innlánsreiknings.

Lækkum strax stýrivexti í 2% og afnemum gjaldeyrishöftin. Engin þörf er fyrir gjaldeyrishöft þegar Krónubréfin eru afskrifuð.

Hefjum síðan uppbyggingu í samstarfi við Lífeyrissjóðina í landinu og gerum átak í að fá hingað inn erlenda fjárfesta og bjóðum þeim góða skattalega aðstöðu eins og best gerist í Kanada, Írlandi og víðar þar sem stjórnvöld hafa reynt að fá inn erlend fyrirtæki og erlenda fjárfestingu.

Um 5.000 erlend fyrirtæki hafa staðsett sig í Kanada á síðustu árum vegna þeirrar aðstöðu sem erlendum fyrirtækjum er boðið þar upp á. Bjóðum erlendum fyrirtækjum slík hið sama hér á landi og hefjum nýja sókn.

 

Mynd: Minnismerkið um Stefán G Stefánsson, Skagafirði.

 


mbl.is Þaulsetin gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

ÚT MEÐ AGS !

Stjórnum þessu sjálf og forðumst gildrur ESB, sem ég tel settar með einu höfuðmarkmiði...að komast með beinum, eða óbeinum hætti yfir olíusvæðin.

Haraldur Baldursson, 14.5.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Kristinn Árnason

Tek undir með þér, út með ags! og það ekki seinna en strax.............

Kristinn Árnason, 14.5.2009 kl. 18:37

3 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ég vissi að vextir AGS væru háir, en 7% eru hreinir okurvextir. Á um 13 árum tvöfaldast upphæðin ef ekkert væri greitt. Að ekki sé talað um ef krónan lækkar. Þetta gengur aldrei upp. Betra að gefast upp strax og hefja uppbyggingu á okkar forsemdum. Afskrifum jöklabréf og gefum uppá nýtt, það var vitlaust gefið hvort eð er. Valdið til fólksins.

Rúnar Sveinbjörnsson, 14.5.2009 kl. 19:30

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir þennan pistil. Og út með AGS!

Ef ríkisstjórnin getur ekki tekið á efnahagsstjórn landsins án þess að vera með þessa böðla á bakinu á hún bara að segja af sér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.5.2009 kl. 20:04

5 identicon

http://www.visir.is/article/20081221/VIDSKIPTI06/121305202

Annarsstaðar hefur komið fram að munurinn á inn og útvöxtunum sé um 2%. Þetta breytir ekki því að þessi vaxtakostnaður er alltof mikill.

Takk fyrir góða grein.

sigurvin (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:08

6 identicon

Sammála,

Burt með IMF. Ég legg hins vegar eftirfarandi til,

  1. Láta það raunverulega koma fram hverjir eiga þessi jöklabréf
  2. Ef þau eru í eigu einhverja sem komu að Íslensku bönkunum á að frysta þau án vaxta og verðbóta þangað til þeim málum er lokið og það hefur komið í ljós að enginn glæpur var framinn, ef glæpur hefur verið framinn á að gera þau upptæk eins og fíkniefnagróða.
  3. Klára þessa "nýju" banka svo eðlileg fjármálastafssemi komist aftur á stað
  4. Bræða eins mikið og hægt er af restinni (td. leið SÍ)
  5. Lækka stýrivexti í þrepum niður í 3-5%
  6. Fella niður gjaldeyrishöft (krónan mun hrynja til að byrja með en það verður mjög skammvinnt)
  7. Reyna að laða að erlenda fjárfestingu (það á að vera auðvelt með lága krónu (kostnaður á Íslandi verður til skamms tíma lágur og menn græða á því einu til langs tíma, þó annars hagnaður komi ekki til)
  8. Tryggja samkeppnihæft umhverfi til rekstrar allra fyrirtækja (jafnt í inn- og útflutningi, há- og lágtækni, o.s.fv.)
Það sem þarf er virkur gjaldeyrismarkaður, virkir bankar, virkt ríkiskerfi, virkt eðlilegt eftirlitskerfi og hæft stafsfólk sem kemur úr góðum og virkum skólum.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 14:55

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Svo virðist sem það eigi að hirða okkur upp í skuld. Samfylkingin leggur á það ofuráherslu að koma okkur inn í ESB til að forða því að við verðum tekin upp í skuldir af N-Ameríku. Telur það vera betri kostin af tveimur vondum eða þannig. Og burt með AGS!

Arinbjörn Kúld, 16.5.2009 kl. 15:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband