Er kerfishrun framundan?

Að óbreyttu blasir við hrun í íslensku atvinnulífi. Byggingaiðnaðurinn er nánast stöðvaður, innflutningur hefur minkað um 30% til 50%, innflutningur á bílum hefur minnkað um 95%. Alsherjar kerfishrun virðist blasa við á næstu mánuðum og misserum með atvinnuleysi upp á marga tugi prósenta.

IMG_1235Tekjur ríkisins og sveitarfélaga eru að hrynja. Það eina sem fólk er að kaupa þessa dagana er matur og bensín á bílinn. Nýlega er búið að lækka virðisaukaskatt af matvöru úr 24,5% í 7%. Skattar af bensíni og olíu hafa einnig verið lækkaðir. Tæp tuttugu þúsund manns hafa horfið af vinnumarkaði og borga hvorki tekjuskatt né útsvar. Laun hafa lækkað verulega hjá þeim sem enn hafa vinnu. Skera þarf ríkisútgjöld úr 600 milljörðum í 400 milljarða. Og hvaðan eiga þessir 400 milljarðar að koma sem við þurfum til að reka ríkissjóð á næsta ári?

Hverjir svo sem það verða sem taka við stjórnartaumum eftir kosningar þá er verkefni þeirra gríðarlegt.

Mynd: Frá þverfellshorni, Esjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Kerfishrunið mun koma stjórnmálamönnum í opna skjöldu eins og bankahrunið.  Ekki hlustað á viðvaranir, engar ábyggilegar upplýsingar til reiðu til að hægt sé að bregðast rétt við, pólitísk vanhæfni og reynsluleysi.  Ef ESB aðildarviðræður hefjast ekki í sumar mun landflótti hefjast fyrir alvöru 2010.

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.4.2009 kl. 23:23

2 identicon

Ekki hlustað nóg á lærða menn.  Og enn verr hlustað ef þeir lærðu eru útlendingar, þeir skilja sko ekki okkar landsmál!?!  Ótrúverðugir Bjarni Ben, Gunnlaugur, Illugi og bankdrottinigin vanhæfa, Þorgerður, valda manni hrolli við hugsunina um að þau komin nálægt stjórnurn.  Veltum þeim fyrr en seinna.

EE elle (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:58

3 identicon

Friðrik, hvað varð af kærunni? Hafið þið lesið þessa kæru?: http://landsvarnarflokkurinn.blogcentral.is/blog/2009/4/24/samfylking-kaerd-fyrir-landrad/

EE elle (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband