Að afloknum Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Ég kvaddi Landsfund Sjálfstæðisflokksins í fyrra fallinu annan daginn í röð.

SjálfstæðisFálkinnFormannskjörið hafið ekki farið eins og ég vonaði og enginn af forystumönnum flokksins hafði boðið sig fram á móti sitjandi varaformanni. Þegar ég yfirgaf fundinn var fyrirséð að drottning hrunadansleiksins yrði endurkosin varaformaður. Fyrirséð var að Landsfundur ætlaði að láta það duga að formaðurinn hefði hætt. 

Þá voru það vonbrigði að ábyrgðarmaður númer eitt á Icesave reikningunum, bankaráðsmaður í Landsbankanum um árabil, Kjartan Gunnarsson, skildi kosinn í Miðstjórn flokksins.

Sú iðrun og yfirbót og krafa um nýja og breytta forystu sem ég var að vonast eftir að sjá og finna á Landsfundinum var til staðar og ég hefði viljað að hún hefði náð að koma skýrar í ljós og með táknrænni hætti en raunin varð.

Ég held það hefði verið mjög sterkt fyrir flokkinn ef hann hefði stillt upp nýjum varaformanni við hlið nýs formanns ásamt því að fella Kjartan Gunnarsson úr Miðstjórn.

Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins ætla ég að vona að ég hafi rangt fyrir mér og hann munu nú raka að sér fylginu sem aldrei fyrr.

 


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forystan í flokknum er fyrir neðan allar hellur.  Maður er orðlaus.  Punktur.

EE elle (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég get ekki nema tekið undir orð þín Friðrik. Flokkurinn er að tapa mörgum prósentu-stigum, með því að taka ekki myndarlega undir kröfuna um endurnýjun. Drottning hrunadansleiksins er réttnefni !

Allt annað í starfi flokksins hefur verið frábært að undanförnu, þótt Davíð sé ekki hrifinn.

Nú er bara eftir að koma á fót Efnahagsnefnd, í anda Evrópunefndar og Endurreisnarnefndar. Bjarni getur unnið sig í áliti hjá mér, með því að koma þeirri nefnd á fót, þótt ekki verði fyrr en eftir kosningar. Fastgengi undir stjórn myntráðs, er okkur nauðsyn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.3.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Loftur.

Nú fær Bjarni tækifæri til að sanna sig eins og þú segir. Verkefnið sem hann fær í fangið er ekki lítið.

Óháð því hvar í flokki hver og einn stendur þá hljótum við öll að óska þessum þrem nýju formönnum sem tekið hafa við völdum á síðustu tveim mánuðum í þrem stjórnmálaflokkum alls hins besta.

Við hljótum að senda þessu nýja forystufólki okkar allar okkar bestu óskir. Við eigum mikið undir að þetta fólk verði farsælt í störfum sínum fyrir þjóðina.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.3.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Ef Bjarni heldur ekki vel á spilunum mun hann aðeins fæla D lista fólk yfir til S eða B.  Það er ekki hundrað í hættunni því það mun aðeins veikja VG og gera S og B stjórn mögulega, skömminni skárri en S og Vg  geri ég ráð fyrir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.3.2009 kl. 00:26

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Þú sagðir Friðrik að ég hafi sjokkerað þig með pistili mínum um daginn!

Kjartan Gunnarsson einn af aðal-stjórendum fjármálasukksins!

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem er í mínum huga ekkert annað en ein af þessu óreiðufólki - og hún hlýtur að vera blind á stöðu aðra mæðra sem ekki höfðu tækifæri til þess að ná út 500 milljónum úr hinum gömlu bönkum til að tryggja börn sín eins og hún gerði!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 30.3.2009 kl. 01:14

6 identicon

Hvernig stendur á því Friðrik að þú vonast til þess að flokkurinn raki að sér fylgi þegar í forystu hans eru svo ég vitni í þín eigin orð "ábyrgðarmaður númer eitt á Icesave reikningunum" og "drottning hrunadansleiksins "

Hvað gerir það að verkum að þú óskir þess svo heitt að þetta fólk komist til valda?

Grímur Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 02:02

7 identicon

Loftur Þorsteinsson

Að bera svona á torg vonbrigði vegna taps í kosningu er lélegt - að ráðast á sigurvegarana í varaformannskjörinu þ.e. Þorgerði - flokkinn og þjóðina er lélegt.

Á Landsfundi flokksins var þverskurður þjóðarinnar - við vildum þig EKKI- það má vera ljóst - 80% Landsfundarfulltrúa kaus Þorgerði.

Það að væna hana um vammir og skammir vegna þess að eiginmaður hennar starfaði hjá KB er líka lélegt - sama hvaðan sú lágkrúra kemur - Þorgerður rakti reynda vel í ræðu sinni árásirnar - Gróusögurnar - og stóran hluta af þeim ´þverra sem á þeim hefur dunið og nú tekur tapsár vesalingur undir sönginn.

Ég spyr - hvar braut Kristján ( okkar gamla átrúnðargoð í handboltanum sem hélt nafni landsins hátt á lofiti árum saman -) af sér??  Hafi hann gert það - á þá að refsa makanum??

Ég skora á alla Sjálfstæðismenn að fylkja sér um flokkinn - líka ykkur sem eruð hikandi í dag - líka ykkur sem létuð Baugsmiðlana blekkja ykkur til andstöðu við flokkinn.

Látum ekki dósaberjarastjórnina sigra - ef það gerist hefur ofbeldið sigrað enda komst hún á laggirnar með ofbeldisverkum - þau ofbeldisverk voru ekki öll unnin úti á götu -

það stærsta var unnið af ingibjöru sólrúnu gísladóttur sem blekkti Geir Haarde til þess að draga birtingu þeirra aðgera sem búið var að ákveða - kom svo heim - kyssti hann á kynnina og rak hníf í bakið á honm í leiðinni.

Þetta er grunnur "stjórnarinnar" sem nú situr. Þetta eru þau gildi sem hún byggir á. Og allt gleypir VG.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:55

8 Smámynd: Benedikt Kaster Sigurðsson

Þú virðist ekki sáttur við stóru atriðin á fundinum, en ætlar að mér skilst að kjósa flokkinn samt.  Það má kjósa annað, vildi bara benda þér á það ef þú ekki vissir.    Kveðja Benni

Benedikt Kaster Sigurðsson, 30.3.2009 kl. 10:53

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ólafur, ég sé að þú ert yfir þig ánægður með kjör Þorgerðar og framgöngu hennar. Það er þitt mál og ekki ætla ég að væna þig um annað en hafa hagsmuni flokks og þjóðar í huga. Maður verður samt hugsi, þegar þú ferð að tala um "átrúnaðargoð" og "refsa makanum". Þetta gæti litið út sem slæmt tilfelli af firringu.

Eftir landsfund segi ég nákvæmlega sama og fyrir. Ég hef bara verið að bergmála þau viðhorf sem flestir landsmenn hafa, þar á meðal Sjálfstæðismenn. Ég bakka ekki með þá skoðun að framboð Þorgerðar er byrði á flokknum. Það hefði verið betra, að hún hefði sýnt auðmýkt og dregið sig í hlé, eins og meiri menn en hún hafa gert. Auðvitað vona ég að skaðinn verði ekki mikill, en væri ekki skemmtilegra ef við gætum núna verið að senda Samfylkingunni verðskuldaða kveðju, fremur en að kýta um Þorgerði og "átrúnaðargoðið" ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.3.2009 kl. 11:24

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins ætla ég að vona að ég hafi rangt fyrir mér og hann munu nú raka að sér fylginu sem aldrei fyrr“

Skil þig ekki alveg. Þú treystir greinilega illa eigin dómgreind - ert þó að dæma Kjartan og Þorgerði Katrínu.

Þú ert í flokki sem ber höfuðábyrgð á vandamálum okkar, þú ert ekki kátur með hvernig flokkurinn höndlar málin og svo vonar þú að þú hafir rangt fyrir þér! Og að fylgið hellist yfir flokkinn - þrátt fyrir allt.

Skil ekki.

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.3.2009 kl. 11:32

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Hjálmtýr

Þú og Grímur nr. 6 eruð ekki alveg að átta ykkur hvað ég er að fara.

Meirihluti landsfundarfulltrúa flokksins sem kaus Bjarna Ben, Þorgerði og Kjartan Gunnarsson voru í góðri trú að gera það vegna þess að þetta fólk telur að það muni styrkja flokkinn og flokkurinn verði með þessu trúverðugur og sterkur í komandi kosningum.

Mitt álit er að þetta hafi ekki verið rétt mat hjá meirihluta Landsfundarfulltrúa. Ég tel að flokkurinn hefði verið sterkari með Kristján Þór, með nýjan varaformann og Miðstjórn án Kjartans Gunnarssonar. Þetta er mitt mat og eins og ég segi vona ég fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að þetta mat mitt sé rangt og kjósendur verði sömu skoðunar í komandi kosningum og meirihluti Landsfundargesta. 

Það er er ekkert að því þó mitt mat sé annað en mat meirihluta Landsfundarfulltrúa. Þannig er bara lífið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 14:10

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég skil að þú viljir veg flokksins þíns sem mestan - þrátt fyrir að þú efist um skrefin sem tekin voru.

Mín von er sú að þessi flokkur fái sem fæst atkvæði þar sem ég tel að stefna hans er þvert á mína lífsskoðun. „Þannig er bara lífið“

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.3.2009 kl. 14:12

13 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Já þannig er bara lífið.

Þetta er nú kannski svolítið eins og að halda með Newcastel þessa dagana. Þetta sterka lið allt í einu komið í fallbaráttu eftir spilamennsku vetrarins. Hvað eiga áhangendur Newcastel til fjölda ára að gera? Fara að halda með Liverpool?

Er ekki réttara að ganga í að endurnýja leikmannahópinn og endurskipuleggja leikkerfin og leita aftur í upprunann?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 14:29

14 identicon

Það er nú ekki eins og það séu trúarbrögð að halda með íþróttafélögum, það má alveg halda með öðru liði, alveg eins og það má alveg kjósa eitthvað annað en jesúflokkinn.

Kristján Elíasson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 14:59

15 Smámynd: Offari

Ég var ekki sáttur við formansvalið, Ég er sammála því að ekki eiga að dæma maka fyrir gjörðir sambýling síns en hinsvegar finnst mér erfitt að treysta því að makinn beri hagsmuni almennings fram yfir eigin hagsmuni. Þann vafa er best að losna við.  En Friðrik að sjálfsögðu eiga ákangendur Newcastel ekki að fara að halda með liverpoolþó á móti blási en hinsvegar má skipta um líð svo framarlega að það sé rétta liðið.

Endurnýjun hefði mátt vera meiri hjá Sjálfstæðisflokknum svo ég tel ekkert ólíklegt að einhverjir skipti um lið eftir hremmingarnar.

Offari, 30.3.2009 kl. 15:25

16 identicon

Kannski hefði Loftur komist að, hefði fólkið haft vit á að kjósa manninn, Ólafur.  Og fjölmiðlar verið viljugir að skrifa um stefnu hans.  Flokksforystan liti allavega ekki eins veiklulega út og núna.   Hvað varð þó af persónukjöri?  Flokksvald með slíkri forystu er bara ógnvænlegt.   

EE elle (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:35

17 identicon

Íslendngar hafa margir hverjir tamið sér þann sið velja sér stjórnmálaflokk snemma á lífsleiðinni og síðan er haldið með þeim flokk út lífið.

Það skiptir greinilega ekki máli hvort sá hinn sami flokkur og þingmenn hans hafi rústað efnahag landsins, gert þjóðina að þeirri skuldsettustu í heimi og á sama tíma troðið undir rassgatið á sjálfum sér og vinum sínum.

Hvernig landinu okkar er stjórnað er ekki fótbolti eða íþróttakappleikur. Það eru um líf og lífsviðurværi fólks að ræða. Líf okkar Íslendinga.

Að fólk geti ekki kosið annan flokk á sömu forsendum og það skiptir ekki um fótboltalið þykir mér landráð við okkur hin sem lítum ekki á stjórn landsins eins og ensku úrvalsdeildina.

Grímur Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 18:06

18 identicon

Umræðan hér er á ótrúlega lágu plani á köflum. Loftur ég hlustaði á þína ræðu og hugsaði með mér hvað er þessi gamli maður (jafnaldri minn) að gera þarna í pontu. Þú áttir því miður svo skelfilea uppákomau að salurinn gafst upp og í lok ræðunar voru flestir búnir að gefast upp, ég hefði treyst mér til að gera mun betur. Og þú Friðrik ert í fýlu af því þinn maður vann ekkert. Aðförin sem að vísu lítill hópur Sjálfstæðismanna hefur gert að Þorgerði Katríni fyrir störf eiginmanns hennar sem hefur það eitt til sakar unnið að hafa tapað öllu sparifé sínu, Hann var ekki innherji í Kaupþing heldur aðeins starfsmaður, að eiginkona hanns líði fyrir það er ekki í anda Sjálfstæðisstefnunar. Og það er mitt mat að þó Kristján Þór sé hinn mætasti maður þá er hann enginn leiðtogi, hann vantar ýmislegt sem til þarf að bera til að geta leitt stórann stjórnmálaflokk. Við hina ætla ég bara að segja Samfylkingin neyddi ellilífeyrisþega sem vildi hætta til að leiða flokkinn, VG situr uppi með Georg Bjarnfreðarson af því það er enginn til að taka við af honum. En Sjálfstæðisflokkurinn skartar glæsilegri forystu.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:53

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki er von til þess, að Ómar skilji áhyggjur manna af slæmri stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum. Maður sem alltaf hefur staðið á hliðarlínunni og gólað með hinum bullunum, getur ekki skilið að málefni skipti máli. Ómari er um megn að skilja, að stjórnmál eru ekki handbolti. Það eina sem Ómar hefur til málanna að leggja er að hrópa:

Sjálfstæðisflokkurinn skartar glæsilegri forystu.

Ég hef sagt að Þorgerður er byrði á framboði flokksins og að hún hefði betur axlað sína ábyrgð, eins og til dæmis: Geir Haarde, Björn Bjarnason, Árni Mathiesen og Sturla Böðvarsson.

Auk þess að hafa hundsað kröfu Sjálfstæðismanna jafnt sem annara landsmanna, um að hún axli ábyrgð af efnahagshruninu, hefur Þorgerður óverjandi skoðun í fullveldismálinu. Hún hefur tekið upp stefnu Samfylkingarinnar og sýnir Evrópusambandinu óþolandi lotningu.

Þessi skoðun Þorgerðar er í fullkominni andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hvernig hún ætlar að verða trúverðugur frambjóðandi flokksins í kosningunum, er öllum hulin ráðgáta. Ætlar hún að reyna að vinna atkvæði Samfylkingarfólks, með stefnu þessa höfuð-andstæðings okkar að vopni ? Ætlar hún að boða öfgafyllri undirgefni við ESB en Samfylkingin sjálf ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.4.2009 kl. 09:47

20 identicon

Nú er kominn nýr persónukjör-listi á mbl.is.  Og Loftur er ekki þar.

EE elle (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:07

21 identicon

Ómar, forysta sjálfstæðisflokksins er ekki glæsileg að mínum dómi, heldur afar slök.  Hins vegar finnst mér undarlegt að þú getir komið þarna inn og sagti fólki að umræða þess sé á lágu plani.

EE elle (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:13

22 identicon

Rökin í no. 18 að ofan: "- - hvað er þessi gamli maður (jafnaldri minn) að gera í pontu?"  eru mannskemmandi og stórhættuleg.  Og get ekki og vil ekki þegja um þau.  Þetta er gamla og úrkynjaða rökfærslan um að víkja skuli eldra fólki í burtu.  Og með sömu rökum, Ómar, ættum við ekki að hlusta á þig þar sem þú ert á sama aldri.   Finndist þér það í lagi?  Get ég minnt þig á að það voru strákar sem hvolfdu bönkunum og landinu.  Og get ég bent þér á að eldri menn eru oftar en ekki hæfari og vitrari við stjórnun en strákar og hafa oftar en ekki víðtækari þekkingu.  Og get ég bent þér á að aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta er á níræðisaldri.  Með fullri virðingu, en ég vona bara að þú endurhugsir þetta.  Og þeir sem hugsa á sömu nótum. 

EE elle (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:08

23 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Finn till með Sjálftökuflokknum.  Harla fátt nýtt sem kom fram á þeim landsfundinum. Gamlar klisjur og bitrir menn og konur á ferð!  

Adjö xD.

Baldur Gautur Baldursson, 3.4.2009 kl. 10:33

24 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gefum okkur, að Baldur meini það sem hann er að segja og að hann sé ekki bara að grínast. Þá er hægt að fullyrða að hugmyndir hans um landsfundinn eru mjög rangar.

Fyrir það fyrsta, þá var landsfundurinn endapunktur umfangsmikillar vinnu sem fram fór á vegum Sjálfstæðisflokksins. Baldur hefur líklega ekki fylgst með störfum Evrópu-nefndarinnar og Endurreisnar-nefndarinnar. Allt starf þessara nefnda var opið og gagnsætt. Meira að segja Baldur hefði getað tekið þátt í starfinu, eins og margir utanflokks-menn gerðu. Að auki fór fram mikil vinna að öðrum málefnum, sem síðan voru einnig til umræðu á landsfundinum.

Að þessu starfi komu einhver hundruð manna og hægt er að fullyrða að svona djúpstæð og umfangsmikil umræða hefur ekki farið fram áður í neinum stjórnmálaflokki landsins. Við sjáum hversu einstaka Sjálfstæðismönnum hefur brugðið, við þessi nýju vinnubrögð og þessa gagnrýnu sjálfsskoðun. Ástæðan er sú, að sviðið hefur undan óvægum og áleitum spurningum.

Ekki er því hægt annað en vísa á bug vanþekkingu og fordómum Baldurs. Hann veit greinilega ekki hvað hefur verið að ske innan Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar veit hann hugsanlega, að ekkert hefur skeð innan Samfylkingar. Innan þess flokks hefur enginn nema Ingibjörg axlað ábyrgð á sofanda-hætti og vanþekkingu.

Innan Samfylkingarinnar er enginn skilningur á að það var Alþýðuflokkurinn sem ber lang stærsta ábyrgð á efnahagshruninu, með kröfum um inngöngu landsins í Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem framkvæmd var af Viðeyjarstjórninni árið 1994. Þau Jóhanna og Össur eru höfundar efnahagshrunsins með samþykki á inngöngu okkar í EES. Þau hafa sýnt glæpsamlega Evrópu-þjónkun og vítaverðan sofandahátt í aðdraganda efnahagshrunsins.

Þau Jóhanna og Össur verða að axla ábyrgð og þau ætti að gera útlæg úr landinu fyrir vanhæfni og sviksemi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.4.2009 kl. 11:28

25 identicon

Það var lagið Loftur. Við eigum að einhenda okkur að því að koma þessari verklausu ríkisstjórn frá.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 07:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband