Kæra á fyrrverandi stjórnarmenn og bankastjóra Landsbankans fyrir landráð.

Að Landsbankanum skyldi leyft að safna innlánum erlendis fyrir meira en þúsund milljarða á tveim árum án þess að Seðlabankinn gerði kröfu um aukna bindiskyldu eða stóraukin framlög í tryggingasjóð innlánsreikninga eru óskiljanlega afglöp.

IMG_1391 (2)Þau stjórnvöld sem heimiluðu þessa veðsetningu settu á umdeild neyðarlög. Erlendir lánadrottnar hóta nú að láta reyna á ýmis ákvæði þeirra fyrir alþjóðlegum dómstólum. Í þessum neyðarlögum eru m.a. ákvæði þess efnis að innistæður eru gerðar að forgangskröfum. Bent hefur verið á að með þessu er verið að mismuna kröfuhöfum. Verði látið reyna á þetta ákvæði neyðarlaganna fyrir alþjóðlegum / erlendum dómstólum og íslenska ríkið tapar því máli þá munu þessir þúsund milljarðar falla á Íslensku þjóðina. Haldi þessi ákvæði neyðarlaganna þá munu 50 til 500 milljarðar falla á þjóðina.

Með því að safna þessum innlánum var verið að veðsetja almenning á Íslandi og gera hann ábyrgan fyrir þúsund milljörðum króna. 

Komi í ljós að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands fengu ekki umboð ráðherra til þess að heimila bankanum að veðsetja þjóðina með þessum hætti þá vil ég að þeir embættamenn sem bera ábyrgð á því að þjóðin var veðsett fyrir þúsund milljarða verði ákærðir fyrir landráð.

Eins að þeir sem sem sátu í bankastjórn Landsbankans á þessum tíma svo og bankastjórar bankans verði ákærðir fyrir landráð.

Ég vil að þessir aðilar verði ákærðir fyrir landráð vegna þess að þeir gerðu þjóðina ábyrga fyrir þvílíkum skuldbindingum að þjóðin mun ekki með góðu móti geta greitt þær ábyrgðir falli þær á okkur. Ef við lendum í því að þurfa að greiða þúsund milljarða vegna Icesave þá mun það hafa slíkar efnahagshörmungar í för með sér að við munum ekki geta séð út úr því næstu áratugina. Að leggja slíkar ábyrgðir á þjóðina vegna þessara Icesave reikninga er ekkert annað en landráð. Þeir sem "gambla" með þjóð sína með þessum hætti eru ekkert annað en landráðamenn.

Þó með setningu neyðarlaga takist að bjarga þjóðinni að einhverju leiti frá þessu máli þá breytir það í engu eðli hins upphaflega gjörnings.

Umboð Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til að heimila bönkunum að safna þessum innlánsreikningum og þar með að veðsetja Íslensku þjóðina um 20.887 evrur í hvert sinn og stofnaður var nýr Icesave reikningur hlýtur samt sem áður að hafa komið frá ráðherrum og ríkisstjórn. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra hljóta að hafa gefið Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum og þar með bönkunum sitt samþykki með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi.

Ég spyr, höfðu þessir ráðherrar umboð til þess að veðsetja Íslensku þjóðina fyrir þúsund milljarða á tveim árum?

Ef svarið við þeirri spurningu er nei, ríkisstjórnin hafði ekki umboð til þess að veðsetja þjóðina fyrir þúsund milljarða á tveim árum þá vil ég að það fólk sem sat í ríkisstjórn og heimilaði með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi þessa veðsetningu verði ákært fyrir landráð.

Það er skýrt í stjórnarskrá að Alþingi eitt hefur fjárveitingarvaldið og það er Alþingi eitt sem getur og má veðsetja þjóðina. Alþingi hefur að því er ég best veit aldrei veitt heimild til þess að banki í einkaeign mætti veðsetja þjóðina á tveim árum fyrir þúsund milljarða. 

Hópur manna er þegar byrjaður að undirbúa slíka ákæru. Ákæra sem þessi verður að koma frá hópi almennra borgara. Stjórnvöld munu ekkert aðhafast. Látum reyna í fyrsta sinn á ákvæði stjórnarskrárinnar um landráð. Okkur vantar fleiri til að vera með okkur. Hafið samband og skráið ykkur til þátttöku á netfangið: fhg@simnet.is

Mynd: Við Snjóölduvatn, Veiðivötnum


mbl.is Bankastjórar yfirheyrðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Getur verið að þú sért að tala um þegar forsætisráðherra Davíð Oddsson, fjármálaráðherra Árni Mathiesen, utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson og viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir skipuðu Seðlabankanum og fjármálaeftirlytinu að galopna fyrir útrásavíkingunum?

Eða ertu að tala um að forsætisráðherra kerfis og hefðakarlinn Geir H Haarde og utanríkisráðherra tækifærissinninn Ingibjörg Sólrún Gílsadóttir hummuðu útí loftið og biðu og vonuðu að allt færi nú eftir kerfum og hefðum og sjálfstæðisfólk notuðu tímann til að sitja stjórnarfundi hér og þar en Samfylkingafólk hljóp á mismunandi tímum um víðann ritvöll eins og þau væru með bundið fyrir augun nema Björgvin G hann var að leyta að mátulegum jakkafötum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.3.2009 kl. 16:59

2 identicon

sæll

Ég hefði nú viljað bæta fyrrverandi ríkissjtórn í þennan væntanlega hóp landráðamanna, því þeirra ábyrgð er gríðarlega mikil og hana er ekki hægt að þvo af sér eins og Pontíus Pílatus forðum gerði. 

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Neibb. Ekki hægt. Það kallast aðeins landráð samkvæmt lögum ef að menn vinna gegn íslenska ríkinu með ofbeldi, hótunum um ofbeldi eða annarri nauðung. Einnig ef menn gera samninga við erlend ríki um að stofna til ófriðar gegn íslenska ríkinu svo og ef að þú greinir frá leyninlegum samningum eða örðu því sem að gildir trúnaður um gagnvart ríkinu og getur komið óvinveittum ríkjum til góða. Einnig eru það landráð að njósna fyrir erlend ríki. Mál sem að varðar landráð geta aðeins verið höfðuð af dómsmálaráðherra sjálfum. Þannig að þið sjáið að þessi landráða umræða er algerlega á villigötum. Það er bara enginn lagastoð fyrir því að dæma menn fyrir landráð fyrir það að safna innlánum erlendis, fara á hausinn og að ríkið þurfi síðan að gangast í tryggingar fyrir öllum innlánunum. Þar fyrir utan held ég hlutur ríkisins vegna þessara skulda séu stórkostlega ofmetnar í huga fólks. Hvet fólk eindregið til þess að koma þessu úr huga sér, því að þetta er enginn gríðarlegur fjárhagslegur baggi á ríkissjóði að greiða þetta. 72 milljarðar vegna Icesave, það er helmingi minna heldur en það kostar að reka heilbrigðiskerfið í 1 ár. 

Jóhann Pétur Pétursson, 23.3.2009 kl. 18:40

4 identicon

Ég verð nú bara að svara þessum Jóhanni Pétri sem hér ritar mér fyrir ofan.

Hvaða andskotans máli skiptir hvaða upphæð um ræðir? Hér hafa menn verið að hafa af landsmönnum (og mönnum annarra landa) fé í stórum skömmtum með GLÆPSAMLEGUM hætti. Já, reyndu ekki að snúa út úr því að hér hafi engin lög verið brotin. Ef þú hefur af einhverjum fé með því að segja ekki satt þá kallast það svik. Hægt er að dæma svik og jú það er nú bara vissulega til lagastoð fyrir því.

Það er því spurn hversu mikið þú hefur persónulega hagnast á svikum þessara manna, fyrst þú lætur önnur eins fáránleg orð frá þér?

Jón Flón (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:46

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Fyrir liggur að aðgerðarleysi, sinnuleysi, roluháttur, sauðaháttur og almenn andleg leti, Alþingis og þeim sem falið var sú mikla ábyrgð að stýra Íslandi og helstu stofnunum þess, á stóran þátt í þeirri hörmung sem hin almenni Íslendingur vaknar við á hverjum degi.

Það liggur jafnframt fyrir að nær enginn ætlar að viðurkenna mistök eða axla ábyrgð óþvingað af ytri ástæðum eða vegna útkomu prófkjöra.

Enginn ætlar heldur að biðjast afsökunar af einlægni.

Því hef ég ákveðið að skrifa undir þessa ákæru um Landráð.

Tek jafnframt undir mögnuð orð Snorra Hjartarsonar, sem eiga svo sannarlega við nú:

"Ísland í lyftum heitum höndum, ver ég heiður þinn og líf á trylltri öld"

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.3.2009 kl. 07:03

6 identicon

ég held að Jóhann Pétur hafi gleymt þeim kafla í lögum um landráð sem fjallar um að sérhver sem veldur ríkinu tjóni með orðum eða gerðum sem valda tjóni sé hægt að kæra fyrir landráð.og ef upphæðin er svona lág er væntanlega hægt að láta glæpamennina sem stofnuðu til hennar greiða hana eða sitja þetta af sér?

zappa (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 09:26

7 identicon

Frekar ætti að dæma Davíð Oddsson fyrir landráð. Hann AFNAM bindiskyldu ALLRA ÚTIBÚA ÍSLENSKRA BANKA erlendis í mars á síðasta ári. Þrátt fyrir að hann viss manna best hversu rosalega eldfimt íslenskt fjármála- og bankakerfi var orðið á þeim tíma, sbr. skýrsluna sem birtist í dag.

ÞA (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 18:45

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sæll Friðrik. Sá viðtalið við þig í sjónvarpinu í kvöld. Ég vakti athygli á þessu strax 20 okt. á bloggi mínu á vísi.is. Endurskrifaði svo greinina eftir viðtal við Pál Skúlason og fékk hana birta á smugan.is Hafir þú áhuga þá set ég hér inn viðeigandi slóðir:

http://blogg.visir.is/arikuld/2008/10/20/

http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/500

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 24.3.2009 kl. 23:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband