Sjálfstæðismenn, kjósum nýtt fólk í efstu sætin í komandi prófkjörum um land allt.

IMG_1426 (2) Senn líður að prófkjörum í Sjálfstæðisflokknum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ná árangri í komandi kosningum þá þurfum við stuðningsmenn flokksins að gera tvennt:

  • Skipta um forystumenn í öllum efstu sætum listans í öllum kjördæmum.
  • Ekki bara kjósa nýjan formann á Landsfundi heldur einnig nýjan varaformann og ritara. 

Forystumenn flokksins og þingmenn hans hafa leitt þjóðina inn í mesta efnahagshrun sem nokkur þjóð í Evrópu hefur mátt þola frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.

Nú horfir þjóðin til okkar landsfundarfulltrúa og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og spyr hvernig við ætlum að axla okkar ábyrgð á þessu hruni. Á öllu þessu tapi og öllum þessum skuldum sem "okkar fólk" ber mikla ábyrgð á að hefur hvolfst yfir þjóðina.

Ég skora því á félaga mína sem ætla að taka þátt í prófkjörinu að sýna þjóðinni að við stuðningsmennirnir ætlum að axla okkar ábyrgð með því að kalla þessa trúnaðarmenn okkar til ábyrgðar.

Það gerum við með því að velja nýtt fólk í allar helstu trúnaðarstöður í flokknum.

Kjósum nýtt fólk í efstu sætin í öllum kjördæmum í komandi prófkjörum. Nú er tíminn til að gefa nýju fólki tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn á að leiða endurreisn Íslands með nýju fólki í forystu um land allt. Mikið af góðu fólki er að bjóða sig fram til forystustarfa fyrir flokkinn. Gefum þessu nýja fólki tækifæri. 

Kippum þingmönnum flokksins út úr þinginu og leyfum þeim að fóta sig á vinnumarkaðnum eins og hann er í dag. Leyfum þessum þingmönnum að finna á eigin skinni hvaða afleiðingar aðgerðir þeirra og aðgerðarleysi hafa haft.

 

Holtasóley

Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fá Björgunarsveitir landsins fyrir sitt mikla óeigingjarna starf í þágu lands og þjóðar og Það að vera alltaf til taks hvort sem er að nóttu til í ofsaveðrum eða að degi til eins og undanfarna daga við leit hér á Höfuðborgarsvæðinu.  


mbl.is Deildu hart í þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð tillaga hjá þér, Friðrik!

Jón Valur Jensson, 6.3.2009 kl. 01:23

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þurfum við ekki líka að rena skærum yfir þá til að tryggja að þeir séu ekki tendir einhverjum brúðumeistara eins og viðrinið Birgir Ármannson. Ef sjálfstæðisflokkurinn á að lifa þetta af, þá er nokkuð víst að það er ekki nóg að setja einhver barnsandlit á listana. Það er eins og að setja varalit á svín. Menn í blindri afneitun á hlutdeild flokksins duga ekki. Það þarf menn með uppbyggilegar hugmyndir um úrlausnir og ný viðhorf.  Hálfvelgja í evrópumálum má heldur ekki marka ykkur. Þið kennið ykkur við sjálfstæðið og standið við það. Hinir geta farið í Samfylkinguna.  Það sem fólki þyrstir að heyra nú er ekki fagurgali um lýðræðið og fullveldið heldur konkret hugmyndir um aðgerðaráætlun í stóru samhengi. Þá á ég ekki við bitlinga um velferðarkerfið, sem við höfum ekki efni á.

Flokkur inn er aska ein og úr henni verður að rísa fólk úr grasrótinni en ekki úr mæni pýramídans.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 03:19

3 identicon

Óskar, þessi komment þín eru ómakleg og ókurteis. Það er allt í lagi að gagnrýna en í guðs bænum ekki gleyma mannasiðunum

Sigrún (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:54

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég er ansi hræddur um að margir séu þér alveg sammála Friðrik

Júlíus Valsson, 6.3.2009 kl. 12:56

5 Smámynd: Júlíus Valsson

...og ekki bara Sjálfstæðismenn heldur fólk í öllum flokkum

Júlíus Valsson, 6.3.2009 kl. 12:56

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sæll Friðrik,

Nú þarf fólk með reynslu og hæfileika.  Einstaklingar munu skipta meira máli en flokksmaskínan.  Tökum dæmi.  Segjum að Jón Baldvin leiði Samfylkinguna á móti Bjarnar Ben hjá Sjálfstæðimönnum þá kysi ég Samfylkinguna.  Ef hins vegar Friðrik Sophusson leiðir Sjálfstæðisflokkinn á móti Ingibjörgu Sólrúni kysi ég Sjálfstæðisflokkinn.  Jón Baldvin á móti Friðriki Sophus og ég er á báðum áttum. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 6.3.2009 kl. 14:05

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er góður punktur hjá þér Andri. Ætli Sjálfstæðismenn að ná vopnum sínum þá er þeirra sterkasti leikur að kalla Friðrik Sophusson til forystu. Það myndi sjálfsagt tryggja flokknum 10% meira fylgi en er strákurinn yrði gerður að formanni.

Fyrir utan þá reynslu og þekkingu Friðrik Sophusson kæmi með inn í flokkinn og myndi nýtast þjóðinni á þessum tímum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 14:17

8 Smámynd: Offari

Mér reyndar líst vel á Kristján Þór í mínu kjördæmi svo ég sé enga ástæðu til að skipta honum út. Aðgerðarleysið stafaði að ég tel einna helst af ráðleysi. Óstandið kom öllum að óvörum og´valdhafar bruggðust. Sjálfstæðisflokkurinn þarf hinsvegar öflugann formann sem getur leitt þjóðina.

N1 maðurinn er einhvernveginn ekki að skora nein mörk hjá mér. En því miður létu ræningjarnir sér ekki nægja að stela peningum. Þeir stálu líka hæfu fólki, stálu trúverðuleik af ágætisfólki og stálu öllu trausti sem þarf til að endurbyggja þetta land. Því verður erfitt að finna þann leiðtoga sem þjóðini hentar.

 Ég er einhvernveginn á því að aðgerðarleysið muni halda áfram meðan Samfylkingin situr, Því meira aðgerðarleysi tryggir esb fylgi því ef við getum ekki bjargað okkur sjálf verða allta fleiri og fleir því fylgjandi að ESB hjálpi okkur.

Offari, 6.3.2009 kl. 16:36

9 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel að í Sjálfstæðisflokknum séu nú þegar miklar kröfur gerðar um endurnýjun og sést það á framboðslistum til prófkjörs innan flokksins. Mér þætti þó einkum áhugavert að sjá Þórlind Kjartansson ganga til formanns slags enda er þar á ferð ungur og upprennandi maður með mikla útgeislun og hefur unnið gott starf innan ungliðahreyfingarinnar.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 16:47

10 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Hilmar

Ég er sammála Andra hér fyrir ofan númer 8, nú þarf fólk með reynslu og hæfileika.

Þessir "ungu og upprennandi" hafa fengið sinn tíma, og sá partýtími er vonandi liðinn.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 18:05

11 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Gefa sjálfstæðisflokknum frí athyglisverð grein á Eyjunni á ensku um hlutdeild Hannesar Hólmsteins í hörðustu frjálshyggju á vesturlöndum hér á Íslandi

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 6.3.2009 kl. 18:27

12 identicon

Sammála. nýja menn og konur til starfa. Ekki bara að setja B líðið inná hledur kalla til nýja sveit. Illugi og Bjarni ættu að pakka sínu og fara heim. Vill nýtt fólk í allar stöður, ekki einhverja sjóð stjórnendur sem ekki voru gripnir (enn) með hendur fullar fjár.

Jón "Nonni" Kjartansson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:56

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Illugi og Bjarni eru fulltrúar stórauðvaldsins, sbr. þær tillögur í opnugrein þeirra snemmsumars, að tekjuskatt fyrirtækja (sem er 15% hér, lægstur í öllum OECD-löndum) bæri að lækka enn frekar og færa Íbúðalánasjóð í hendur bankanna. Það var eins gott, að sú tillaga þeirra kom ekki einu sinni til umræðu á Alþingi – tímasetning kreppunnar kom í veg fyrir það!

Jón Valur Jensson, 6.3.2009 kl. 23:04

14 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Í burtu með Sjálfstæðisflokkinn !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! og Framsóknarflokkin!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:04

15 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Á Bjarni Ben ekki 1 STK. OLÍUFÉLAG og ræður yfir dekkjalagernum hér á landi  ?  Ég bara spyr...  ef svo er, er þá ekki upplagt að hafa hann á þingi til að vinna fyrir okkur ?

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:07

16 Smámynd: Auðun Gíslason

Skipta um haus á jakkafötunum?  Þarf ekki líka að skoða stefnu flokksins bláa?

Auðun Gíslason, 7.3.2009 kl. 14:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband