Formaðurinn valdameiri en Landsfundur

AppelsínugulurÞað hefur verið einkennilegt að sjá hvernig formaður Samfylkingarinnar og þingflokkur hefur valið að sniðganga löglega kjörinn varaformann sinn. Ef ég man rétt þá vann Ágúst Ólafur kosningu um varaformannsembættið á síðast Landsfundi Samfylkingarinnar, meðal annars í slag við Lúðvík Bergvinsson.

Ég hefði haldið að formanni Samfylkingarinnar væri ekki stætt á að ganga á svig við niðurstöðu úr kosningu á Landsfundi flokksins eins og hann hefur gert. Ekki má gleyma að varaformaður tekur við forfallast formaður eða hættir.

Með þessu háttarlagi veikjast innviðir flokksins og boðleiðir hljóta að vera út og suður. Engin valdastrúktúr getur virkað sem skyldi þegar næst æðsta trúnaðarmanni flokksins er kúplað út með þessum hætti.

Ég hélt að það væri þannig í Samfylkingunni að það er Landsfundur sem kýs einstaklinga úr eigin röðum til að gegna æðstu trúnaðarstöðum í flokknum.

Eða er ég að misskilja eitthvað? Er það formaðurinn sem stjórnar þessu öllu og þarf ekki að taka tillit til þess hverja Landsfundur velur til trúnaðarstarfa?

Ágústi Ólafi óska ég velfarnaðar en viðvörunarbjöllur hringja og vara við því hvernig Samfylkingunni er stjórnað.


mbl.is Ég er ekki að fara í fússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband