Icesave í góðum farvegi og í raun lokið

Eftir að Hæstiréttur staðfesti að neyðarlögin halda þá þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af þessu Icesave máli.

Þrotabú Landsbankans stendur eftir þann dóm 100% til ráðstöfunar til að tryggja lágmarksinnistæður á Icesave reikningunum. Talið er að um 1.200 ma. séu í þrotabúinu. Það kostar um 675 ma. að tryggja þessar lámarksinnistæður sem dómsmálið fyrir ESA gengur út á. Þegar er búið að greiða Bretum og Hollendingum stóran hluta þessa fjár.

  • Töpum við dómnum og Íslendingar dæmdir til að tryggja þessar lámarksinnistæður þá heldur þrotabú Landsbankans áfram að borga eins og þrotabúið er að gera í dag, skv. neyarlögunum.
  • Vinnum við málið og Ísland sýknað af því þeirri kröfu að ríkið hafi átt að tryggja þessar lágmarksinnistæður þá borgar þrotabúið þessar lágmarksinnistæður út eftir sem áður, skv. neyðrlögunum.

Það skiptir því litlu máli hvernig þessi dómur fer fyrir okkur skattgreiðenur. Það mun ekki falla króna á ríkissjóð vegna þessa dóms, hvernig svo sem hann fer.

Icesave samningarnir gengu hins vegar út á það að við áttum að fá 51% af þrotabúinu (Bretar og Hollendingar rest). Samningurinn gekk út á það að þessi 51% af þrotabúinu dugðu ekki fyrir lágmarkstryggingunni þ.e. til að greiða þessa 675 ma. Þess vegna þurftu að koma til beinar greiðslur úr ríkissjóði. Auk þessi vildu Bretar og Hollendingar vexti.

Glæpamennskan við Icesave samningana var að ætla að veita ríkisábyrgð á Icesave samninginn og veita Bretum og Hollendingum þar með ríkisábyrgð upp á 675 ma. án þess að það lægi fyrir að neyðarlögin héldu. Ef neyðarlögin hefðu ekki haldið þá væri þrotabú Landsbankans í dag ekki til ráðstöfunar til að tryggja þessar innistæður. Þá hefðu fallið 675 ma. + vextir á ríkissjóð samkvæmt Icesave samningnum og þar með á okkur skattgreiðendur. Þá væri íslensk þjóð í mjög erfiðum málum í dag.

Tapi ríkið málaferlunum fyrir ESA dómstólnum þá var rætt á sínum tíma um mögulegt skaðabótamál Breta og Hollendinga á hendur íslenska ríkinu í kjölfar þess dóms. Eftir að dómur Hæstiréttar féll um að neyðarlögin halda þá eru slík málaferli ólíkleg og það að Bretar og Hollendingar vinni slíkt mál fyrir Hæstirétti enn ólíklegra. Það mál mundi þá bara snúast um vexti vegna þeirra fjármuna sem Bretar og Hollendingar lögðu fram til að tryggja þessar lágmarksinnistæður á sínum tíma. Ef slíkt mál fer í gang verður þrotabúið væntanlega búið að greiða Bretum og Hollendingu þessa 675 ma.

Fari slíkt mál af stað þá er það Hæstaréttar að úrskurða hverjar hæfilegar vaxtagreiðslur eigi að vera eigi þær yfir höfuð að vera einhverjar. Í versta falli þá verða vaxtagreiðslurnar þær sömu og kveðið var á um í Icesave samningnum. Engar líkur eru á að Hæstiréttur fari að dæma hærri vexti.

Þó allt fari á allra versta veg þá erum við samt í betri stöðu en hefðum við samþykkt Icesave samninginn vegna þess:

  • að ríkissjóður er í dag ekki lestaður með 675 ma. ríkisábyrgðum með samsvarandi lakari lánshæfismati fyrir ríkisjóð og þar með sveitarfélög og fyrirtæki landsins
  • að þrotabúið á fyrir lágmarkstryggingunni, þessum 675 ma. og engin þörf er á aðstoð ríkisins til að greiða þetta út
  • að kostnaður vegna mjög langsótts skaðabótamáls Breta og Hollendinga á hendur ríkinu í kjölfar taps fyrir ESA dómstólnum endar í versta falli með sömu vaxtagreiðslum og ef við hefðum samþykkt samninginn.

 

Það er löngu tímabært að fylgisfólk Icesave samningana geri sér grein fyrir því að þessu Icesave máli er í raun lokið og löngu tímabæt að þessi minnihluti þjóðarinnar fari að sættast við meirihlutann fyrir að hafa hafnað þessum nauðasamningum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Mikill léttir er að lesa þessa grein ef maður má leyfa sér að telja hana standast alla gagnrýni.

Ég leyfi mér að gera það og anda léttar fyrir vikið!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 6.7.2012 kl. 00:41

2 identicon

það þarf greinilega að setja það í stjórnarskrána, að stjórnmálamenn geti ekki látið íslenska skattgreiðendur, taka fjáhagslega ábyrgð á einkafyrirtækjum, þó svo að um fjármálafyrirtæki er um að ræða í starfsemi erlendis.

Síðan þarf að skoða skaðabótaábyrgð gagnvart Bretum, vegna hriðjuverkalaganna.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 13:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband