Felli þjóðin Icesave 3 fá Bretar og Hollendingar samt 94% af sínum ýtrustu kröfum.

Ef þjóðin fellir Icesave 3 í komandi kosningum og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar samt 94% af sínum ýtrustu kröfum. 

  • Verði neyðarlögunum hins vegar hnekkt með einhverjum hætti á komandi árum og hafi þjóðin samþykkt Icesave 3 í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þá falla 674 ma. á ríkissjóð og þar með á skattgreiðendur á Íslandi.
  • Verði neyðarlögunum hnekkt með einhverjum hætti á komandi árum og hafi þjóðin hafnað Icesave 3 í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun ekki króna falla á ríkissjóð vegna þessa Icesave samnings.

Með Icesave 3 samningnum þá er ríkið, þ.e. Alþingi, að veita ríkisábyrgð á  lágmarksinnistæðum, 20.887 evrum per Icesave reikning. Það kostar 674 ma. að greiða öllum innistæðueigendum þessar 20.887 evrur.

Samkvæmt Icesave samningnum þá fá Bretar og Hollendingar beint til sín 48% af eignum þrotabús Landsbankans. Það fá þeir að því þeir segjast hafa lagt út 500 ma. til að tryggja innistæður umfram þetta lágmark, 20.887 evrur per reikning.

Íslendingar fá 51% af þrotabúi Landsbankans til þess að tryggja þessar lámarkinnistæður, 20.887 evrur per reikning.  Skv. Icesave 3 samningnum fá Íslendingar 51% af þrotabúi Landsbankans upp í þessar 674 ma. sem það kostar að tryggja þessar lámarksinnistæður.  Málið er bara að þessi 51% duga ekki til að tryggja þessar innistæður að fullu. Í dag er okkur sagt að það vanti 47 ma. upp á. Þessa 47 ma. á því að taka úr ríkissjóði, þ.e. íslenskir skattgreiðendur eiga að borga 47 ma. vegna þessa máls.

Bretar og Hollendingar hafa sótt það mjög stíft að fá ríkisábyrgð á þennan Icesave samning. Í skjölum sem láku frá Wikileaks kom fram að breska og hollenska samninganefndin fékk þau fyrirmæli að þeim væri frjálst að semja um hvaða vexti sem er en undir engum kringumstæðum mætti gefa það eftir að falla frá ríkisábyrgð á samningnum. Af hverju sækja Bretar og Hollendingar þessa ríkisábyrgð svona stíft? Hvað vita þeir um þrotabú Landsbankans og neyðarlögin sem við vitum ekki?

Komi eitthvað fyrir þrotabú Landsbankans eða eignir hans rýrna með einhverjum hætti þá fær ríkið minna upp í þessa 674 ma. kröfu. Það fé verður þá að taka úr ríkissjóði.

Í dag vinna færustu og dýrustu lögfræðingar heims að því að finna leiðir til að hnekkja neyðarlögunum. Verði þeim hnekk með einum eða öðrum hætti þá verður þrotabú Landsbankans ekki til ráðstöfunar upp í Icesave. Þá falla þessir 674 ma. á ríkissjóð ef við höfum samþykkt Icesave 3 samninginn. Með því að samþykkja Icesave 3 samninginn þá  er íslenska þjóðin að ábyrgjast það að greiða Bretum og Hollendingum þessa 674 ma.

Með því að samþykkja Icesave þá erum við að skuldsetja þjóðina um 674 ma. Síðan mun koma í ljós hve mikið fæst úr þrotabúi Landsbankans og hvort neyðarlögin halda þannig að hægt sé að nýta þrotabúið til að greiða þessa skuld.

Okkur er sagt að í þrotabúinu séu um 1.200 ma. Þar af um 700 ma. í peningalegum eignum. Ef við segjum nei og neyðarlögin halda þá eru þessir 1.200 ma. til ráðstöfunar upp í þær kröfur sem verið er að gera vegna innistæðna í gamla Landsbankanum. Það er, þessar 674 ma. sem það kostar að tryggja lágmarksinnistæður og þessa 500 ma. sem Bretar og Hollendingar segjast hafa greitt vegna innistæðna umfram þetta lágmark. Kröfur sem verið er að gera vegna innistæðna eru því um 1.174 ma.

Ef ekki kæmi til þessi krafa Breta og Hollendinga að þeir fái ríkisábyrgð til viðbótar við væntanlegar greiðslur úr þrotabúi Landsbankans ásamt þessum 47 ma. þá hefðu Bretar og Hollendingar geta gengið frá þessi máli með embættismönnum fjármálaráðuneytisins. Þá hefði þetta mál aldrei þurft að fara fyrir þingið. Það er bara vegna þessarar kröfu um ríkisábyrgð og þessara 47 ma. að það þurfti að fara með málið fyrir þingið. Þingið hefur jú fjárveitingarvaldið og getur eitt skuldbundið þjóðina fjárhagslega.

  • Ef við segjum NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni og neyðarlögin halda þá gerist tvennt. Bretar og Hollendingar fá ekki þessa ríkisábyrgð og þeir fá ekki þessa 47 ma. sem eigi að koma úr ríkissjóði vegna þessa máls.
  • Ef við segjum NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar eigi að síður 94% af sínum ýtrustu fjárkröfum. (Það er, þeir fá allt þrotabúið um 1.174 ma. mínus þessa 47 ma. sem til stendur að ríkisjóður greiði.)  Ef heimtur úr þrotabúinu verða betri þá fá þeir sínar fjárkröfur 100% greiddar.

Því hefur verið haldið fram að lánshæfi Íslands versni ef við höfnum Icesave 3. Af hverju ætti lánshæfismat Íslands að lækka þegar við erum að tryggja viðmælendum okkar, með neyðarlögunum, að minnsta kosti 94% af þeirra ýtrustu kröfum?

Því hefur verið haldið fram að við verðum að samþykkja Icesave til að standa við okkar alþjóðlegu skuldbindingar. Hvernig getum við verið að brjóta einhverjar alþjóðlegar skuldbindingar okkar gagnvart Bretum og Hollendingum ef þeir eru að fá að minnsta kosti 94% af kröfum sínum greiddar?

Auðvita eigum við ekki að taka þá áhættu sem fylgir því að veita þessa ríkisábyrgð þegar ekki liggur fyrir hvort neyðarlögin halda fyrir Hæstarétti.

Það er algjörlega óásættanlegt gambl að samþykkja ríkisábyrgð upp á 674 ma. á þessum Icesave samningi án þess að vita hvort neyðarlögin halda fyrir Hæstarétti.

----- o -----

Varðandi neyðarlögin sjálf þá vil ég benda á þessa pistla hér:

Kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans munu ekki gefa 1.200 ma. eftir baráttulaust.

Þau ákváðu að ræna Deutche bank, Seðlabanka Evrópu, HSBC og alla hina bankana.

Íslendingar ræningjalýður í augum Evrópu?

Neyðarlögin stærsta rán í sögu Evrópu? 

Skjaldborg slegin um stærsta rán Íslandssögunnar

 

 


mbl.is Erlendir kröfuhafar: Dómur Héraðsdóms gegn stjórnarskránni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

Einmitt - ef hæstiréttur staðfestir dóm í héraði þá óska kröfuhafar eftir að sú breyting neyðarlaganna að færa innlánskröfur úr flokki almennra krafna í flokk forgangskrafna verði send til Mannréttindadómstóls Evrópu. Það getur valdið óvissu og töfum, skilst að málsmeðferð þar geti tekið allt frá tveimur til fimm árum ! Þá og af ýmsum öðrum ástæðum er glapræði að hafa skrifað undir óútfylltan vixil. Þótt dómar þess dómstóls séu ekki bindandi þá getur  komið til krafa um endurupptöku ? Nú svo geri ég ráð fyrir að Bretar og Hollendingar vilji kannski hlíta dómum Mannréttindardómstóls Evrópu.

Sjá t.d. hér og sérstaklega neðst þar sem lögfræðingur og mikill reynslubolti efast um lögmæti þess ráðhags sem innstæðutryggingarsjóðir millli landa (cross border) taka sér með tilliti til heimilda sem Winding-up Directive 2001/24 leyfir þeim að teknu tilliti til art. 1 European Convention of Human Rights:

Hüpkes has noted that the Directive 94/19 is insufficient in that it does not provide any rules on set-off and on its effect on the payment of deposit protection. Annex II of Directive 94/19, which provides for the host Member State scheme to bilaterally establish with the home Member State scheme appropriate rules and procedures for paying compensation to depositors at that branch. According to condition (c) a home Member State and the host Member State schemes will cooperate fully with each other to ensure that depositors receive compensation promptly and in the correct amounts. In particular, the involved States will agree on how the existence of a counterclaim which may give rise to set-off under either scheme will affect the compensation paid to the depositor by each scheme’. I read this possible agreement as one that is not dealing with mutual rights and obligations between two or more schemes, but as providing the two schemes with an authority to come to an agreement, which may influence depositors’ claims. Under the regime of the Winding-up Directive with regard to credit institutions art. 23 Winding-up Directive 2001/24 provides that the adoption of reorganisation measures or the opening of winding-up proceedings shall not affect the right of creditors to demand the set-off of their claims against the claims of the credit institution, where such a set-off is permitted by the law applicable to the credit institution’s claim. Art. 23 however does not seem to apply as it protects (the right to set-off) a claim of a creditor, not – as in the given case – (the right to set-off) a claim of the bank against a creditor (the depositor), who in another relationship is a debtor (according to the laws of D1) too. Moreover, it is to be seen whether depositor X possesses a claim at the moment the liquidation proceeding against the bank is opened. It seems to me that the moment that a right to set-off will exist will depend on the moment that the ‘unavailability’ of a deposit is determined an will therefore start on the day of the competent authority’s determination (CAD) or the day of the judicial authority’s ruling (JAR). This day could be a day after the opening of winding-up proceedings. Once concluded that the given case falls outside the scope of the Winding-up Directive 2001/24, it seems at least odd that involved States would be able (ultimately) to decide the extent of a financial claim, which clearly would be against art. 1 European Convention of Human Rights. Hér eru nánari upplýsingar um lögfræðinginn sem skrifaði þessa grein: http://www.bobwessels.nl/uk/index.php

Og : Talsmaður eins þeirra erlendu kröfuhafa, sem tapaði máli um heildsöluinnlán fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag segir  það  valda vonbrigðum að dómstóllinn skuli ekki viðurkenna að neyðarlögin og áhrif þeirra á röð kröfuhafa brjóti í bága við íslensku stjórnarskránna og Mannréttindasáttmála Evrópu.

Í samtali við Morgunblaðið segist talsmaðurinn þess fullviss um að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur í málinu.

Ennfremur segir talsmaður kröfuhafanna að dómur héraðsdóms taki ekki tillit til þess að  neyðarlögunum var ekki ætlað að veita fjármálasamningum á borð við þá sem gerður voru á milli Landsbankans og Glitnis annarsvegar og viðkomandi aðila í Bretlandi og Hollandi hinsvegar forgang umfram almenna kröfur:  
http://mbl.is/vidskipti/frettir/2011/04/01/erlendir_krofuhafar_domur_heradsdoms_gegn_stjornars/

Hólmsteinn Jónasson, 2.4.2011 kl. 16:18

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Hólmsteinn

Sammála. Þetta mál er nákvæmlega svona vaxið.

Það er hreint ótrúlegt að allt okkar helsta forystufólk skuli vera tilbúið að samþykkja Icesave samninginn og taka um leið þessa gríðarlegu áhættu. Gambl upp á 674 ma. sem snýst um hvort neyðarlögin halda fyrir Hæstarétti og Mannréttindadómstól Evrópu.

Í þessum dómsmálum er og verður tekist á um það hvort neyðarréttur íslenska ríkisins hafi verið það mikill að það réttlæti það að hægt hafi verið að víkja til hliðar einum helstu grundvallarréttindum sem þjóðríkið byggir á og er sjálfur eignarrétturinn. Var það réttlætanlegt hjá Alþingi haustið 2008 að hirða allar eignir af ákveðnum aðilum og setja þær eignir í hendur annarra aðila? Það er, taka eignir sem allar helstu fjármálastofnanir áttu í gömlu bönkunum og gefa innistæðueigendum þessar eignir.

Að veðja 674 ma. á að þessi gjörningur standist fyrir Hæstarétti og Mannréttindadómstól Evrópu er eitthvert mesta gambl sem Alþingi Íslendinga hefur látið narra sig í.

Við eigum ekki að taka þátt í svona gambli með hálfa landsframleiðsluna.

Við eigum ekki að veita þessa ríkisábyrgð.

Við eigum að kjósa NEI.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.4.2011 kl. 17:25

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Notkun á viðtengingarhætti hefur aldrei svo ég viti reynst biturt vopn í deilum eða rökræðum.Órökstuddar fullyrðingar um eitthvað sem hugsanlega gerist eða er möguleiki á í ófyrirséðinni framtíð, ekki heldur.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.4.2011 kl. 19:49

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Flottur pistill og margir vinklar í honum sem ég hef ekki séð mikið fjallað um annars staðar.

Magnús Geir hittir að mörgu leyti naglann á höfuðið - menn tala mikið um "ef þetta og hitt þá hitt og þetta", en það er einmitt góð ástæða til að bíða og sjá hvernig t.d. málaferli vegna neyðarlaganna og uppgjör á þrotabúi Landsbankans þróast. Áður en þetta tvennt (meðal annarra atriða) er komið á hreint og komið út úr "ef"-ástandinu þá er algjört glapræði að láta Icesave-lögin taka gildi. 

Geir Ágústsson, 2.4.2011 kl. 20:45

5 identicon

Friðrik, góður pistill hjá þér en það er eitt atriði sem mér langar að benda á.  Bæði hér og annarsstaðar er sífellt verið að tala um lágmarkstryggingu upp á rúmar 20.000 Evrur, þetta er rangt.

Eina lágmarkið samkvæmt lögum er að, TIF verður að innihalda minnst 1% af heildarinnistæðum bankakerfis, 20.000 E markið er ekki lágmark, það er einungis sá vendipunktur þar sem hætt er að borga í jöfnum upphæðum úr TIF óháð eignastöðu og við taka jöfn hlutföll miðað við eignastöðu. Þetta á við jafnt í Ísl.lögum sem og EU direktivinu, það er talað um "upp að" og Yfir" "up to" og over"

Ef að menn ætla sér að skilyrða lágmark í lagatexta þá er notað orðið lágmark, eða minimum.

Þar að auki grunar mig að þessi kosning sé einungis sjónarspil.

Það er búið að breyta kosningalögum á þann hátt að yfirkjörstjórn fær að telja öll atkvæði í landinu, yfirkjörstjórn sér um alt eftirlit, yfirkjörstjórn er falið að, og hefur þegar skipað eftirlismenn,með sjáfri sér vætanlega, og ef að kosningar verða kærðar þá á yfirkjörsjórn að úrskurða hvort allt hafi verið í lagi.

Svona reglur setja menn bara í einum tilgangi, það verður að tryggja að "réttar" niðurstöður fáist úr þjóðaratkvæðagreiðslum framvegis. 

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 22:57

6 identicon

Þetta var afar greinagott. Svo eiga RÚV þættirnir eftir að spegla hlutina.

En pöpullinn er oft fyrir einfalda hluti, og nennir ekki að lesa langlokur. Það sem þarf að koma fram skýrt, er að það er engin föst hámarkstala sem á að skatta okkur um upp í Icesave. Og, það er verið að kjósa um það hvort að það eigi að skatta okkur upp í Icesave, undir þrýstingi ESB gloríunnar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 07:00

7 identicon

Sæll félagi.

það virðist vera hægt að reikna þetta í allar áttir, en ég ætla að segja nei þann 9.apríl, því Bresk og hollensk yfirvöld

eiga stóran hlut af klúðrinu og við eigum ekki að greiða þetta, nema að litlum hluta með tekjum úr þrotabúinu ! þannig er það yfirleitt praktiserað.

Kv.Einar M

Einar Matthíasson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 12:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband