Allt undir brot og slit í fjármálum ríkisins.

Ekkert má út af bregað ef ríkið á ekki að sogast ekki niður í botnlausa skuldahít sem Þjóðin mun seint eða aldrei ná sér upp úr. Allt stefnir í að ríkisstjórnin muni ekki ná markmiðum sínum að hallinn á ríkissjóði verði "aðeins" 90 milljarðar á þessu ári. Á fyrsta ársfjórðungi er hallinn 24,3 milljarðar. Að óbreyttu stefnir því í um 100 milljarða halla á þessu ári.

Aðeins eru tvær leiðir út úr þessari stöðu:

  1. Hækka skatta enn meira og skera verulega niður útgjöld ríkisins.
  2. Fara í fjárfestingar sem skila tekjum inn í ríkissjóð í formi tolla, virðisaukaskatts og tekjuskatts.

Hingað til hefur leið 1) bara verið farin.

Ekkert hefur verið gert með leið 2) og meirihluti virðist vera í þessari ríkisstjórn fyrir því að fara ekki í neinar framkvæmdir.

Eina tillagan sem hefur komið fram hjá ríkisstjórninni og snýr að nýjum framkvæmdum er að leggja nýjan skatt á bifreiðaeigendur sem aka til og frá Höfuðborgarsvæðinu. Með þessum nýja skatti á bifreiðaeigendur á Höfuðborgarsvæðinu þá er ætlunin að ná í fé til framkvæmda í vegagerð.

Áfram eiga landsmenn sjálfsagt að greiða óbreytta skatta og gjöld af bifreiðum og eldsneyti, skatta og gjöld sem eru markaðir tekjustofnar til vegagerðar. Ekkert er í þessari ríkisstjórn gert með hvað eru "markaðir tekjustofnar" þegar kemur að því að velja milli einnar dýrustu utanríkisþjónustu sem nokkurt smáríki heldur úti og framkvæmdum í vegagerð. Þjóðin þekkir forgangsröðum fjórflokksins þegar kemur að því að meta mikilvægi kokteilboða í útlöndum og vegagerðar á Vestfjörðum.

Ótrúlegt er það ef stjórnvöld geta ekki sett neinar framkvæmdir í gang á Íslandi nema skattleggja almenning sérstaklega fyrir þessum framkvæmdum.  

Hvar er hugmyndaflugið? Hvar eru ráðgjafarnir?

Af hverju í ósköpum velja menn að fara í gang með framkvæmdir sem byggja á því að skattpína almenning þegar nóg er af verkefnum sem hægt er að fara í gang með án þess að íþyngja almenningi um leið með sköttum og gjöldum? 

 


mbl.is Halli hins opinbera 24,2 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það eru til leiðir til að auka tekjurnar, en hroki. heimska og kjarkleysi koma í veg fyrir að þær leiðir séu farnar. 
1. Við eigum skilyrðislaust að setja hér á auðlindaskatta sem bíta. Fátækt land eins og Ísland hefur ekki efni á að gefa auðlindir sínar einkaaðilum. Kvótaskattur á kíló af fiski ætti að vera 20% af söluandvirði og innheimtast eins og virðisaukaskattur. Skattur á vatnsútflutning ætti sömuleiðis að setja á og síðast en ekki síst þarf að stórhækka verð á rafprku til álveranna.
2. Efla atvinnu með kvótaaukningu til nýliða og nýrra fiskverkenda
2. Setja skatt á inngreiðslu lífeyris eins og Sjálfstæðismenn og Lilja Mósesdóttir hafa lagt til

Þessi leið sem ríkisstjórnin og seðlabankann hafa markað er stórhættuleg. Við áttum að afþakka aðstoð AGS og framleiða okkur út úr kreppunni.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.6.2010 kl. 23:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband