Lestu stjórnarskrána Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Hvaðan kemur sú árátta margra þingmanna að vilja virða stjórnarskrána okkar að vettugi og telja sig ekki bundna af ákvæðum hennar?

IMG_0030Hvernig dettur þingmanninum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í hug að hann geti breytt kosningu sem kveðið er á um í stjórnarskránni að eigi að fara fram með ákveðnum hætti, ef forseti synjar lögum staðfestingar, að hægt sé að breyta slíkri kosningu í einhverja allt öðruvísi kosningu?

26 grein stjórnarskrárinnar hljómar svo:

"Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu." (Sjá stjórnarskrána í heild hér.)

Það er alveg skýrt samkvæmt stjórnarskrá að í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu á þjóðin eingöngu að kjósa um það hvort þjóðin vill samþykkja lög eða synja lögunum staðfestingar. Samkvæmt stjórnarskrá á þjóðaratkvæðagreiðslan að vera einföld. Þjóðin segir já eða nei.

Hvernig getur nokkur þingmaður leyft sér að túlka þessa grein stjórnarskrárinnar með þeim hætti sem Sigmundur Davíð gerir þegar hann segir:

"Þá yrði kosið á milli laganna sem forsetinn synjaði staðfestingar og laga sem byggjast á hinum nýja samningi"

Með því að leggja til að þessari þjóðaratkvæðagreiðslu verði snúið upp í það hvort þjóðin vill samþykkja þessi lög eða einhver önnur lög, þá er verið að leggja til að brotið verði gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar.

Það er lámarks krafa að alþingmenn taki sér tíma og lesi stjórnarskrána og sýni þjóðinni þá lámarks virðingu að fara að ákvæðum hennar.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum. 

 


mbl.is Vill kjósa um Icesave þótt nýr samningur verði gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

 Sigmundur Davíð er líka mjög sér á parti á margann hátt. Tek yfirleitt hæfilegt mark á því sem hann segir. Hvers vegna eru aðrir Framsóknarmenn fremur lítið í sviðsljósinu þessa dagana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.2.2010 kl. 22:15

2 identicon

Sammála, mér finnst það sérkenniletg ósvífni að ætla altaf að skauta yfir stjórnarskrána.man þegar Halldóri Ásgrímssyni var núið þessu um nasir í kvótaglæpum hans, þá sagði fíflið, það þarf bara að breyta stjórnarskránni. Mér finnst að það þurfi að koma þessum tækifærispólitíkusum í skilning um það, að þeir menn sem bjuggu til stjórnarskrá landsins, voru vel gefið fólk, með ábyrga yfirsýn.    Tækifærispólitíkusar Íslands í dag eru aftur á móti ómerkilegt samsafn, sem virðist oftast ekki vita hvort það er að koma eða fara, mér finnst að það ætti allt að fara.

Robert (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 23:04

3 Smámynd: Njáll Harðarson

Góðir punktar, það segir þó ekki í viðkomandi grein stjórnarskrárinnar að ekki megi nota tækifærið til að kjósa um önnur lög á sama tíma.

Það er því augljóst að þingið geti ákveðið að fara með ný lög um nýjan samning í þjóðaratkvæðisgreiðslu á sama tíma og kosið yrði um já og nei um núverandi Icesave lög.

Það myndi virka þannig að þjóðin hafnaði gömlu lögunum og samþykkti síðan nýju lögin án frekari skoðunar, enda væru þau kynnt sem sigur á Bretum og Hollendingum

Ég er hinsvegar persónulega algerlega á móti því að það yrði gert, en óttast að þarna sé hundurinn grafinn.

Njáll Harðarson, 11.2.2010 kl. 09:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband