Getur nokkur forseti hunsað áskorun frá 20% til 25% þjóðarinnar?

Undirskriftarsöfnun InDefence á netinu er nú komin í tæp 25.000 manns. Um 12% þjóðarinnar hafa skorað á forsetann að staðfesta ekki lögin um ríkisábyrgð á Icesave samningnum. Með sama áframhaldi verður fjöldi undirskrifta um jól orðin 20% - 25% þjóðarinnar.

Skerjafjörður cÍ drögum að lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu er gert ráð fyrir að 10% þjóðarinnar geti kallað á að mál fari í slíka atkvæðagreiðslu.

Verði þetta niðurstaðan að það safnast um 25.000 til 30.000 undirskriftir, þ.e. 12% til 15% atkvæðisbærra manna, þá á ég ekki von á því að forsetinn neiti að staðfesta lögin.

Safnist hins vegar tvöfalt fleiri undirskriftir, 50.000 til 60.000, eða sem samsvarar því að fimmtungur til fjórðungur þjóðarinnar skrifi undir áskorun InDefence og skori á forsetann að staðfesta ekki lögin þá er forsetaembættið komið í mikil vandræði.

Að ganga fram hjá áskorun 20% til 25% atkvæðabærra manna er eitthvað sem engin Íslenskur þjóðkjörinn forseti getur gert. Sérstaklega í ljósi þeirrar hefðar sem þessi sami forseti skapaði þegar hann neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin hér fyrir fáum árum.

Safnist áfram undirskriftir á lista InDefence með sama hætti og verið hefur þá gæti vel farið svo að þessi undirskriftasöfnun muni valda straumhvörfum í þessu máli. Málið verði þá tekið úr höndum þingsins og sett í hendur forseta og þjóðarinnar.

Vegna þeirrar hefðar sem núverandi forseti skapaði þegar hann neitaði að undirrita fjölmiðlalögin þá er það bara þannig að hann verður að taka tillit til áskorunar eins og þessarar. Hann getur vel litið svo á að 10% til 15% sé ekki nægjanlega margir til að hann fari að synja þessum lögum staðfestingar en þegar fjöldi áskorenda er orðin 20% til 25% þjóðarinnar þá lendir hann í miklum vandræðum með hvað hann á að gera.

Ef forsetinn, æðsti yfirmaður Lýðveldisins og eini trúnaðarmaður þjóðarinnar sem þjóðin fær að kjósa í beinni kosningu, verður ekki við vilja 20% til 25% þjóðarinnar, það yrði til þess að forsetaembættið setti mikið niður. Svo mikið niður að ég tel að embættið muni aldrei ná sér eftir það. Það mun aldrei ná sér eftir það að hafa ekki svarað kalli 20% til 25% þjóðarinnar sem óska eftir að fá að kjósa um ákveðið mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég tel að eftir slíka meðferð á þjóðinni þá verði allar líkur á, í það minnsta ríkjur vilji til, að embættið í núverandi myndi verði þurrkað út þegar væntanlegt stjórnlagaþing leggur drög að nýju stjórnskipulagi á Íslands.

Nú þegar um 12% atkvæðisbærra manna hefur undirritað áskorun til forsetans þá aukast líkurnar með hverri nýrri undirskrift á því að forsetinn verði að synja lögunum staðfestingar, hvort sem forseta líkar betur eða verr. Mín tilgáta er sú að þessi mörk í þessu máli sé um 20% til 25% þjóðarinnar.

Engin forseti getur horft fram hjá og ekki tekið tillit til áskorunar frá 20% - 25% atkvæðisbærra Íslendinga.

Á meðan það bætast við undirskriftir á listann hjá InDefence (http://indefence.is/) þá lifir enn von.

Mynd: Við Skerjafjörðinn, 1.11.09.

 


mbl.is „Ekkert mál hentar betur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar að Forsetinn eigi ekki að skipta sér af ákvörðunum alþingis nema brýn nauðsyn krefji. Forsetinn hefur einu sinni neitað að undirrita á þeim forsemdum að þar væri verið að leggja mann í einelti. Því hlýtur hann að neita undirritun þega heil þjóð er lögð í einelti.

Offari, 4.12.2009 kl. 15:40

2 identicon

Hann hefur nú bara einu sinni neitað lögum staðfestingu og það þurfti nú ekki nema 1 undirskrift á þá áskorun.

Hann hundsaði algjörlega áskorun sama efnis þegar fyrra frumvarpið var samþykkt.  Þótt þar hefðu safnast hvað var það 8-12 þúsund undirskriftir.

Ég á ekki von á að forsetinn neiti þessum lögum þrátt fyrir að 100 þús manns myndu skrifa undir.  Enda er mál að mæta með heykvíslar og kyndla niður á Bessastaði til þess að sýna þessum kalli að okkur er full alvara.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:56

3 Smámynd: Ingólfur

Bíddu, hvernig færðu þessar prósentur út: 25.000 = 12% þjóðarinnar???

Nema þjóðinni hafi fækkað verulega að þá ertu að miðað við íslendinga með kosningarétt. En ég efast um að undirskrifatalistinn sé takmarkaður við fólk á kjörskrá.

Ingólfur, 5.12.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Þegar forsetinn neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin fékk hann tæplega 32 þús undirskriftir.   Ég tel að fái hann sama fjölda núna þá geti hann ekki staðfest lögin.    Hann er búinn að gefa fordæmið.

G. Valdimar Valdemarsson, 5.12.2009 kl. 13:12

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ingólfur

Þetta er rétt hjá þér, ég er hér að miðað við Íslendinga með kosningarétt.

Í pistlinum nota ég hugtakið "atkvæðabærir menn" nema í fyrirsögninni og í fyrstu málsgreininni. Þetta er svo langt orð að ég leyfði mér aðeins að stílfæra í byrjun pistilsins. 

Þetta er líka rétt ábending hjá þér að sjálfsagt er eitthvað um það að bæði börn og unglingar hafi skrifað sig inn á þennan lista hjá InDefence. Ég skal viðurkenna að ég hafði ekki leitt hugann að því þegar ég skrifaði pistilinn.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.12.2009 kl. 13:30

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Valdimar

Já, voru þetta svona margar undirskriftir sem hann fékk þá.

Þá liggur fordæmið fyrir. Verði þessar undirskriftir nú álíka margar, tala nú ekki um fleiri þá á hann engra kosta völ í stöðunni.

Á þessari stundu eru undirskriftirnar orðnar 27.115. Á einum sólahring hefur þeim fjölgað um 2.400. Þær voru um 24.600 þegar ég var að skrifa þennan pistil eftir hádegi í gær.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.12.2009 kl. 13:37

7 identicon

Sagan segir að hann hafi skipt á ICESAVE og Baugi,  ef hann hundsar undirskriftir almennings sem eru síðast þegar ég gáði komnar upp í 27136 þá rennir það stoðum undir það að þetta sé allt saman einhver flétta milli stjórnvalda og forsetans.

 Í það minnsta þá hef ég ekki mikla trú á því að Ólafur neiti að skrifa undir þessi lög, hann er einfaldlega of mikill eiginhagsmunaseggur til þess að vera forseti fyrir heila þjóð. 

tverhaus (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 13:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband