40% þjóðarinnar á flótta undan "skjaldborg heimilana" / gildru bankana.

Þeir sem vit hafa á eru að forða sér frá því að lenda inni í þessari "skjaldborg heimilana" sem er enn ein gildran sem bankamenn egna fyrir almenning á Íslandi í þeim tilgangi að féfletta hann.

IMG_0022Það fólk sem er að segja sig frá þessari svokölluðu "greiðslujöfnun fasteignalána" veit og skilur að þessi greiðslujöfnun sem er kynnt sem skjaldborg um heimilin, er ekkert annað en gildra. 

Fjármálastofnanir hafa komist í þá aðstöðu að hafa geta sett upp gildru fyrir lántakendur undir yfirskini aðstoðar og hjálpar á erfiðum tímum. Reynt er með aðstoð ríkisins að lokka lántakendur inn í þessa gildru með því að bjóða þeim aðeins lægri afborganir í nokkur misseri.

Þetta fólk sem er að segja sig frá þessari "skjaldborg" veit að kaupmáttur launa á Íslandi í dag er í sögulegu lámarki. Laun á Íslandi eru í dag þau lægstu í Vestur Evrópu. Sú staða mun brátt breytast og þegar það gerist þá mun það gerast hratt. Þá munu þessi lán líka hækka hratt.

Þetta fólk veit líka að laun og þar með kaupmáttur í landinu mun hækka miklu meira á næstu árum en almennt verðlag í landinu. Krónan er líka í sögulegu lámarki og við hækkun krónunnar þá munu innfluttar vörur lækka í verði. Það þýðir að núverandi lánskjaravísitala, þar sem innflutningur vegur 50%, að lán tengd þessari vísitölu þau lán munu standa í stað og jafnvel á einhverju tímabili lækka þegar krónan styrkist. 

Þetta fólk veit að framundan eru samningsbundnar launahækkanir þrátt fyrir kreppuna. Launamenn hafa mjög haldið aftur af kröfum sínum um launahækkanir og telja sig eiga þar mikið inni. Þessar launahækkanir verða sóttar þegar á næsta ári og þar næsta. Þá byrja þessi launatengdu lán að hækka umfram hefðbundnu fasteignalánin. 

Þetta fólk gerir sér grein fyrir því að lán tengd launavísitölunni munu hækka miklu meira en lán tengd almennri verðlagsþróun horft til næstu 5 til 10 ára, hvað þá til næstu 25 til 40 ára.

Þetta fólk gerir sér grein fyrir því að þessi greiðslujöfnun fasteignalána virkar eins og að pissa í skóinn sinn. Það verður hýtt í nokkur misseri síðan kemur nístingskuldinn og þeir sem þetta gera verður miklu verr settir en áður.

Þetta fólk gerir sér grein fyrir því að strax eftir eitt eða tvö misseri verða eignir sem eru með þessi óhagstæðu launatengdu fasteignalán, þær eignir verða minna virði en eignir með hefðbundin fasteignlán

Þetta fólk gerir sér grein fyrir því að greiðsluaðlögun fasteignalána er ekkert annað en gildra búin til af gráðugum bankamönnum sem ætla sér að féfletta lántakendur sem ekki gá að sér og ganga í gildruna.

Í dag er reynt að telja fólki trú um að það geti hvenær sem er breytt lánunum úr launavísitölunni aftur yfir í lánskjaravísitöluna. Hver trúir loforðum bankana? Hver trúir loforðum stjórnvalda? Hver er tilbúinn að leggja húsnæðið sitt að veði í dag fyrir orð einhverra stjórnmála- og bankamanna? Þessum möguleika að lántakendur geti breytt um vísitölutryggingu fasteignalána er hægt að loka án fyrirvara á einum degi.

Þetta fólk trúir því ekki að þessi möguleiki verði til staðar til langframa og ef það breytir lánunum þá verði það svo kostnaðarsamt að bankarnir muni í öllu falli hirða allan ávinninginn sem hugsanlega verður við að tengja lánin launavísitölunni.

Það sem mér finnst ótrúlegast í þessu máli er að félagsmálaráðherra og allt hans fólk skuli hafa látið fjármálastofnanir blekkja sig til að fara út í fjármálagjörning sem þennan.

Fjármálagjörning þar sem bankamönnum er leyft taka enn einn snúninginn á þjóðinni.

Mynd: Við Fossvoginn, nýbygging HR, 1.11.09.

 


mbl.is 38,5% hafa afþakkað greiðslujöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þeir hafa auðvitað gefið honum eftir kúlulánið. Svo er hann með aðal brennuvarginn úr Landsbankanum upp í rúmi hjá sér í ráðuneytinu ( best að taka fram að þetta er sett hér fram abstract ). Hinir brennuvargarnir eru í Forsætis og Efnahagsráðuneytinu.

Einar Guðjónsson, 19.11.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. "greiðslujöfnun fasteignalána". Er ekki réttara Greiðsluánauð fasteignalána eins og þau eru sett fram og koma í framkvæmd.

Rauða Ljónið, 19.11.2009 kl. 16:07

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta gæti nú líka verið vegna þess að stór hópur skuldar orðið lítð og vill klára það frekar en að lengja lánið um 3 ár. Og líka vegna þess að það ræður vel við afborganir og vill greiða þessi lán upp 3 árum fyrr. Því skv. bréfi sem ég fékk varðandi vertryggt lán hjá ér get ég fyrir hverja greiðslu sagt upp þessu ákvæði og borgað af láninu eins og áður. En um að gera að búa til vandamál úr þessu eins og öður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2009 kl. 17:43

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Magnús.

Geymdu vel þetta bréf og lestu vel allar tilkynningar frá bankanum þínum og vertu vakinn og sofinn yfir öllum skilmálabreytingum sem birtast á heimasíðu bankans eða í lögbirtingablaðinu meðan þú ert með þetta lán svo þú lokist ekki óvart inni um ókomin ár með lánið tengt launavísitölunni.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.11.2009 kl. 20:20

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Friðrik þarna er ég sammála þér. Þessi aðferð er alger ræningjaleið. Vísitöluleið sem stjórnast eftir geðþótta peningavaldsins.

aðer aldrei of oft varað við þessari glæfraleið en því miður virðast allmargir vera svo illa settir þeir láta glepjast.

Það er til mikið einfaldari leið í þessu. Hún er sú að hluti verðtryggingar reiknist sem niðurfærsla höfuðstóls. Með því móti lækkar greiðslubyrðin sjálfkrafa. Það er auðvelt að sýna fram á þetta ef þú skoðar gíróseðil frá Íbúðalánasjóði.

Þórbergur Torfason, 20.11.2009 kl. 00:21

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Góð færsla, Friðrik.  Dæmi um útreikninga á vitleysunni má finna í Greiðslujöfnun: Mikil misskilningur í fyrirsögn fréttaskýringar, en þar var ég að gagnrýna þá ályktun fók væri ekki að greiða upp í topp, ef það færi í greiðslujöfnun.  Í öllum dæmunum sem ég tek, er fólk að greiða meira, ef það þiggur greiðslujöfnun, jafnvel þó komi til "afskrifta" í lok lánstímans.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2009 kl. 09:19

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Nú var að koma í ljós að 47,7% lántakenda hefur tilkynnt sig úr þessari greiðslujöfnun.

Hefur nokkur félagsmálaráðherra nokkurn tíma lagt upp með jafn misheppnaða aðgerð?

Þeir sem ég hef rætt við og tilkynntu sig ekki út, þeir ætla að breyta lánum sínum fyrir í hefðbundin vísitölulán um leið og launatengdu lánin verða orðin jafn há og hefðbundnu verðtryggðu lánin tengd lánskjaravísitölunni.

Þá er viðbúið að þá komi bylgja af fólki sem vill breyta yfir því enginn vill vera með lán tengd laununum þegar þau fara að verða dýrari en hefðbundin verðtryggð lán .

Þegar það gerist hvað gera bankarnir þá? 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.11.2009 kl. 12:11

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Friðrik, ef fókl vill breyta aftur, þá þarf það að gera upp biðreikninginn.  Hann getur verið orðinn nokkuð hár á þeim tímapunkti, en það veltur á þróun vísitölu neysluverðs, launavísitölu og atvinnustiginu.  Sem sagt þrjár breytur í stað einnar sem fólk þarf að hafa skilning á.

Við viljum bara fá leiðréttingu strax á óréttlátri hækkun höfuðstóls lána okkar.  Hækkun sem er tilkomin vegna fjárglæfra fjármálafyrirtækja og eigenda þeirra.  Þessi krafa er sanngjörn og réttlát.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2009 kl. 13:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband