Helmingur lántakenda hafnar verri lánakjörum félagsmálaráðherra.

Það að 50% lántakenda hafna greiðslujöfnunarleið ríkisstjórnarinnar segir allt sem segja þarf um þessa misheppnuðu aðgerð ríkisstjórnarinnar við að aðstoða heimilin í landinu.

Fossvogsdalur gFélagsmálaráðherra segir að þeir sem hafi hafnað þessari greiðslujöfnun, það er fólk sem geti staðið undir núverandi greiðslubirgði lána sinni og það sjái hag sínum betur borgi utan greiðslujöfnunar.

Ef þeir sem betur mega telja hag sínum betur borgið með því að hafna þessari greiðslujöfnun og hafa lánin óbreytt, hvernig hjálp er þá þetta sem ríkið þykist vera að rétta almenningi?

Jú, jú greiðslubirgði lána lækkar í einhver misseri en hvað svo?

Þeir sem hafa efni á að sleppa við að fara með lánin sín í greiðslujöfnun þeir gera það. Þeir sem hafa ekki efni á því, þeir fara í greiðslujöfnun.

Félagsmálaráðherra lætur setja lög á Alþingi sem setur öll verðtryggð lán í landinu í greiðslujöfnun. Mat 50% lántakenda er að með þessum lögum er verið að breyta lánum þeirra til verri vegar.

Af hverju er félagsmálaráðherra að breyta öllum fasteignalánum landsmanna með lögum frá Alþingi til verri vegar?

Fyrir hverja er félagsmálaráðherra að vinna í þessu máli?

Þeir sem betur mega flýja með lánin sín á gömlu kjörunum út úr þessum pakka. Þeir sem ekki hafa fjárráð til þess sitja upp með Svarta Pétur.

Mynd: Gamlar stríðsmenjar við Nóthólsvík, 1.11.09.

 


mbl.is Ráðherra telur úræðið gott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dilbert

Nákvæmlega, þarf ekki að ræða þetta frekar. Ef úrræðið væri að leiðrétta á einhvern hátt það tjón og óréttlæti sem fólk hefur mátt þola hefði enginn hafnað því. En af því úrræðið kostar aukin útgjöld þegar upp er staðið þiggja það aðeins þeir sem ekki eiga annann kost í stöðunni en að pissa í skóinn sinn og vona það besta. Svo kemur ráðherra fram og segist vera að gera góða hluti.

Dilbert, 20.11.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Júlíus Valsson

"Svarti Pétur ruddist inn í bankann..."
Stuðmenn

Júlíus Valsson, 21.11.2009 kl. 14:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband