Hagkerfi um allan heim að rétta úr kútnum.

Þetta eru straumhvörf þegar þjóðverjar upplýsa að þýska hagkerfið, stærsta hagkerfi Evrópu, er byrjað að rétta úr kútnum eftir versta samdráttarskeið frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.

Fossvogur cÞjóðverjar væru ekki að halda þessu fram nema þeir séu öruggir um að svo sé. 

Það er líka gleðiefni að Þjóðverjar telja að það taki hagkerfið bara tvö ár að ná sömu stöðu og var á árinu 2008. Það er ekki langur tími.

Kínverjar voru nýlega að upplýsa að hagvöxtur hjá þeim verið milli 8% til 10% á þessu ári.

Það er því ljóst að Evrópa og Asía munu vinna sig á örskotsstund út úr þessari kreppu. Spurningin í dag er bara hvernig Bandaríkjunum muni reyða af.

Hér á Íslandi þarf lítið að koma til þannig að hér fari allt í gang á nýjan leik. Við erum fámenn þjóð og það eru í raun bara örfáir einstaklingar sem ganga um atvinnulausir. Það þarf ekki miklar fjárfestingar eða mörg ný fyrirtæki til, þannig að hjólin fara að snúast á fullu á ný.

Það væri mikil synd ef við Íslendingar ætlum að fara að loka okkur hér inni í heimatilbúinni kreppu með víxlverkandi samdrætti  og skattahækkunum sem magna hvort annað upp.

Nú þegar allt er að fara í gang á ný í Evrópu þá eigum við líka að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því að láta verkin tala.

Við eigum að gera allt sem við getum til þess að fá far á sömu bylgjunni og mun færa þýska hagkerfið á tveim árum í sömu stöðu og það var árið 2008.

Mynd: Við Fossvoginn, 1.11.09.

 


mbl.is Þýskaland þarf tvö ár í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Þjóðverjar ætla að lækka skatta á næsta ári til að örva hagkerfið, en samt búast þeir við erfiðu ári.  Hvernig heldur þú að þetta verði á Íslandi með hækkandi sköttum, lækkandi gengi og aukinni verðbólgu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.11.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ekki er ég nú viss um að efnahagsráðherrann hafi rétt fyrir sér.  Næsta ár verður Þjóðverjum mjög erfitt,  skóhlandið kólnar afar hratt um þessar mundir þar sem íbúunum er ekki lengur greitt fyrir að kaupa sér nýja bifreið.  Ef ég man rétt þá eru um 20 % starfa í Þýzkalandi tengd bifreiðaframleiðslunni og pantanir á nýjum bílum hafa hríðfallið síðustu vikurnar, enda telja færustu menn þá hafa selt sem nemur 2faldri sölu miðað við allar forsendur.

Enda veit ég til þess að pantanir á nýjum bifreiðum hjá einum virtasta bílaframleiðandanum féll um 40% í síðasta mánuði, miðað við 2008 ??  Það er alveg gríðarlegur samdráttur og lofar því miður ekki góðu fyrir Þjóðverja.

Þess vegna held ég að kreppan muni fyrst skella á Þýskalandi á árinu 2010 - vonandi hef ég rangt fyrir mér, en tölurnar um samdráttinn í nýpönununum sem ég vitnaði til veit ég að eru réttar !!!

Sigurður Sigurðsson, 15.11.2009 kl. 20:14

3 identicon

Öll hagkerfi heimsins eru að rétta úr kútnum nema það Íslenska. 

Hér á að framlengja kreppuna um mörg ár með skattahækkunum og vannýtingu náttúruauðlinda landsins.

Á meðan að flest framsækin hagkerfi heims ætla að lækka skatta til að örva eftirspurn sem mun skapa hagvöxt og minnka atvinnuleysi, ælta Íslensk stjórnvöld að gera hið gagnstæða.  Efnahagslegur kjarnorkuvetur mun því ríkja hér á landi í mörg ár.

Það á ekki einu sinni að nýta þeir tveir náttúruauðlindir sem Ísland á, heldur á að vernda þær út frá ímynduðum náttúruverndarsjónarmiðum. 

Fyrir 20 árum var tilraun með sósíalisma hætt í A-Evrópu.  Hér á landi á að taka upp þessa sömu tilraun sem hætt var með 20 árum fyrr í A-Evrópu.  Fyrstu sprota þessarar tilaunar hér eru að líta dagsins ljós, erlendir fjárfestar hafa verið fældir frá landinu og miklar skattahækkanir og álögur á flólkið í landinu eru að líta dagsins ljós.

Einungis hard-core vinstrimenn fagna skattahækkunum því þeir telja að allir aðrir en þeir muni greiða þessa hækkuðu skatta, enda hafa margir hard-core vinstrimenn aldrei stundað reglulega vinnu, heldur hafa þeir verið í einhvers konar óskilgreindum verkefnum sem lítið gefa af sér.

Í stað heilbrigðar atvinnusköpunar á að koma hér á fót yfirgripsmiklum eftirlitsiðnaði.  Annar stjórnarflokkanna, Samfylkingin, heldur að hægt sé að skapa hér atvinnu með því einu að ganga í ESB.

Nei, það verður ekki efnahagsleg uppsveifla hér á landi fyrr en að skipt verður um stjórnvöld.

Sigurgeir G. Grímsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 09:18

4 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Friðrik, ert þú ekki full bjartsýnn. Verð að taka undir með Sigurði. Hef enga trú á að Þýskaland dragi nokkurn skapaðan hlut í gang. Tek undir með Sigurði að þetta er eins og að pissa í skóinn sinn. Nú dugir ekki að lækka vexti nú borga menn með framleiðslunni. Allt bendir til þess að menn hafi flýtt kaupum á bílum og eftirspurnin muni falla dramatískt á næsta ári. Þá hefur þýskaland og frakkland fengið tilskipun frá EU um að skuldir uppfylli ekki Mastrikt.

Til viðbótar má nefna að hlutabréfamarkaður er í engu samræmi við raunveruleikann. Þetta er svona einstefnumarkaður sem gengur út á að ryðja frá sér öllum slæmum tölum, selja dollar, kaupa áhættubréf, selja aftur áhættubréf á hærra verði og kaupa aftur dollar á lægra verði. A engan hátt markaður sem á nokkuð sameiginlegt með hagfræði. Einkenni svona markaðar eru að þegar hann loksins fer, fer hann með miklu braki þar sem menn eru mikið gíraðir einungis í eina átt. Til að fella svona markað þarf ekki margar slæmar fréttir frá evrópu.

Hingað til hefur skuldabréfamarkaður tekið við mikilli skuldsetningu ríkissjóða um allan heim og nú hefur verið ákveðið að setja á laggirnar tryggingarkerfi í usa. Það má velta fyrir sér hvort öll þessi fjárþörf leiði ekki til hækkandi vaxta. Ef það verður raunin fellur þetta allt eins og steinn.

Til viðbótar má nefna að gjaldþrotum á evrusvæð fjölgar og fjölgar bæði hvað varðar fyrirtæki og fasteignir.

Þetta heldur ekki út mars á næsta ári.

Hörður Valdimarsson, 16.11.2009 kl. 10:38

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta sem þú nefnir Hörður er hin hliðin á peningnum. Menn skiptast í tvö horn með það hvort menn telja kreppunni sé að ljúka eða hvort hún sé rétt að byrja.

Ég ætla að leyfa mér að trúa mönnun eins og þýska fjármálaráðherranum og þeim sérfræðingum og gögnum sem hann hlýtur að byggja þessa tilkynningu sína á.

Kosningum er nýlokið í Þýskalandi, þessi ráðherra er nýlega kominn til starfa og ekki klókt af honum að halda einhverri vitleysu fram sem hann fær svo í hausinn eftir nokkra mánuði.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.11.2009 kl. 13:40

6 identicon

Það eru reyndar ekki margir erlendir sérfræðingar þeirrar skoðunar að kreppan sé rétt að byrja, heldur er skoðanamunurinn helst á hvaða stigi einstök hagkerfi eru á leiðinni út úr henni, hversu hratt það gerist og hvernig hagvaxtarferlar næstu ára líta út.

Það er nokkuð ljóst að í Bandaríkjunum og mörgum Evrópuríkjum er komin viðspyrna og viðsnúningur á ákveðnum mikilvægum sviðum efnahagslífsins, sem smám saman eru að birtast í hagtölum. Þetta mun einfaldlega koma betur í ljós á næstu mánuðum.

Á Íslandi er umgjörð efnahagslífins með öðrum hætti, íslenska krónan eins og hún er og aðrar áherslur í hagstjórn. Líklegt er að íslenska hagkerfið nái sér nokkru síðar en meðaltal Vesturlanda og að lífskjör mælt í erlendri mynt verði lakari um um nokkurt skeið en Íslendingar hafa átt að venjast.

En svo uppskera menn sem þeir sá. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 15:12

7 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Sæll Friðrik.

Það er vonandi að efnahagurinn hér í Evrópu rétti við sér þó blikur séu á lofti. En eins og Andri Geir bendir á þá virðumst við Íslendingar ekki geta veitt okkar efnahag viðeigandi start líkt og Þjóðverjar sem dæmi. En einhverra hluta vegna þá ákváðum við að fara í miklar framkvæmdir (kárahnjúkar sem dæmi) á tímum þegar þennsla var í raun orðið stórvandamál. Einnig voru skattalækkanir fáránlegar miðað við þá stöðu. Ekki þarf að fjölyrða um krónubréfin eða Icesave sem eru dæmi um makalausar ákvarðanir sem setja okkur í stöðu sem á sér nær engan samanburð. Því stöndum við frammi fyrir mögulegu þjóðargjaldþroti og klárlega lakari lífsgæðum vegna ótrúlegra mistaka hérna á Íslandi. Þetta er slagur sem við verðum að taka hversu sársaukfullur sem hann verður.

Andrés Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 19:04

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mér finnst eins og sá vitsmunabrestur sem orðið hefur í viðskiptalífinu og stjórnmálum hér á landi muni ekki verða okkur til framdráttar á komandi árum. Að við munum festast í vítahring verðlagshækkana, skattahækkana, stöðnunar og skuldaaukninga sökum þessa. Um elið vona ég að þessi tilfinning mín reynist röng.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.11.2009 kl. 21:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband