Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Silfurskeiðin sem breyttist í taðköggul.
Í stað þess að börn þessara stofnfjáreigenda alist upp með silfurskeið í munni þá sitja þau uppi með taðköggul sem foreldrarnir reyna nú með öllum ráðum að ná úr munni þeirra.
Foreldrar þessara barna berjast nú um á hæl og hnakka og eru að reyna að koma sökinni í þessu máli yfir á alla aðra en þau sjálf. Þau vilja að lánin verði afskrifuð og bankinn látinn bera ábyrgð á því að að hafa veitt börnunum þessi lán.
Ef þessi börn og unglingar hefðu með aðstoð foreldranna farið inn í bankann og rænt þessum 208 milljónum og eytt þeim þá væri þetta mál ekki tekið neinum vettlingatökum.
Fróðlegt verður að fylgjast með þessu máli, hver verður dreginn til ábyrgðar og hver verður látinn borga.
Hver verður látinn bera þetta tjón, bankinn, börnin eða foreldrarnir?
Mynd: Við Gullinbrú, Grafarvogi, 1.11.09.
31 barn átti í Byr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2009 kl. 18:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 871
- Frá upphafi: 365426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 769
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Þetta svokallaða ,, Nóatúnsfólk " lætur greinilega stjórnast af meiri frekju og græðgi en gengur og gerist - aumingja börnin að alast upp við þetta.
Stefán (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 15:26
Að sjáfsögðu eiga þeir sem óskuðu eftir lánunum fyrir börnin sín að vera ábyrg, bjóðast til að greiða þessa smá aura, eins og þeim hefur eflaust fundist þeir vera þegar þau heimtuðu að fá þennan gjörning framkvæmdan í bankanum.Og að sjálfsögðu á að reka á stundinni, án uppsagnarfrest og greiðslu þá aðila í bankanum er komu nálægt þessu.
guðmundur Gunnar (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 15:31
sammála No 2
Jón Snæbjörnsson, 5.11.2009 kl. 15:37
Við verðum látin bera þetta eins og annað.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 5.11.2009 kl. 16:32
Þetta kallast á enskri tungu; ''unmitigated gall'' og má þýða sem takmarkalaus frekja! Sem og þetta er! Það þarf að senda þessu gráðuga slekti réttu skilaboðin, sem eru að allir verða að standa skil gjörða sinna, ekki bara Lalli Johns sem fékk 10 mánuði á Hótel Litla Hrauni fyrir misheppnaða innbrotstilraun í Hveragerði nýlega!
Þetta verður að klára samkvæmt lögum og reglum en ekki óskrifuðum lögum um aumingjadýrkun sem virðist eiga að gilda um hvítflibba krimma umfram almenna skattgreiðendur á þessari eyju sem má kalla Litlu Nígeríu norðursins norður í ballarhafi!
Halli (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 16:47
Einhversstaðar annarsstaðar en hér á landi hefðu einhverjir verið færðir út í járnum og jafnvel börnin tekin af foreldrum. Þvílíkt uppeldi.
ísland paradís stórglæpamanna, bananalýðveldi nr. 1
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 16:47
Blessaður Friðrik.
Það er rotið þjóðfélag sem finnst svona gjörningar vera í eðlilegir. Sem betur fer gildir það ekki um okkur Íslendinga. Flestum okkar blöskrar. En kerfinu fannst þetta eðlilegt á sinn hátt, og hleypti þessu í gegn. Núna er öllum ljóst að þetta kerfi var rotið. Því hlýtur meginþungi baráttu okkar að vera sá að hindra slíkan hugsunarhátt, og afnema kerfi þar sem græðgin er hið eina viðmið á því sem má og því sem má ekki.
Um það hljótum við öll að vera sammála. En mér finnst að fólk ætti að gæta að sér þegar það krefst refsingar yfir foreldrunum, jafnvel svipta þau forræði yfir börnum sínum. Hverra hagsmuna er verið að gæta?????? Barnanna?????
Telur það einhver vera í þágu þessa barna að svipta þau heimilum sínum???? Eða þá fjölskyldu sinni????
Mér persónulega finnst rangt að börn missi heimili sín vegna þeirra hamfara sem skullu á landinu síðast liðið haust. Skiptir engu þó foreldrarnir séu bjánaprik, græðgipúkar, atvinnulausir eða öryrkjar eða hvað annað sem veldur. Á hamfaratímum á að vernda börnin, gefa þeim von og framtíð.
Foreldrar í fangelsi eða börn fjarri sínum fjölskyldum er ekki síðra siðleysi en það sem við fordæmum í þessum barnagjörningi Glitnis.
Og við megum ekki gleyma því að eitt sterkasta vopn þeirra sem vilja endurreisa hið gamla kerfi, er að kasta fram svona molum handa fólki til að hneykslast á, á meðan til dæmis þrælalög ICEsave renna ljúft í gegnum Alþingi.
Við megum aldrei gleyma því hvað er höfuðmarkmið Andstöðunnar, "Nýtt og betra þjóðfélag".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.11.2009 kl. 20:29
Þó seint sé tek ég undir með Ómari.
ElleE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 13:00