Fimmtudagur, 29. október 2009
Seðlabankinn fær 100 milljarða í viðbót til að sólunda.
Mikið óskaplega leggst það illa í mig að Seðlabanki Íslands skuli vera að fá í hendur 100 milljarða í erlendum gjaldeyri.
Ég myndi treysta flestum betur en Seðlabankanum og til að gæta þessa fjár vilji menn endilega taka þetta fé að láni.
Þetta er eini Seðlabanki í Evrópu sem hefur orðið gjaldþrota frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Allt sama fólkið er þarna enn sem stóð að þeim ákvörðunum sem leiddu til þess að bankinn varð gjaldþrota.
Og við erum að láta þetta sama fólk hafa hundruð milljarða af erlendum gjaldreyri að sýsla með.
Allar líkur eru á að bankinn muni sólunda þessu fé á örfáum misserum í einhverju rugli við að verja krónuna.
Þessi banki og starfsfólk hans var ófært að verja sjálfan sig og þjóðina í aðdraganda hrunsins.
Er ekki borin von að hann sé eitthvað frekar fær um það nú?
Mynd: Í Skálmárdal
Nota forðann í afborganir lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Lækka á CO2 losunartölur Íslands um 67%
- Íslenskur landbúnaður er kolefnishlutlaus
- Hálendinu fórnað fyrir lítinn ávinning í orkuskiptum og rafbí...
- Helreið Bjarna Benediktssonar með Sjálfstæðisflokkinn loks lo...
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 175
- Frá upphafi: 368482
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 151
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Tek undir þetta með þér. Þetta er eins og að afhenda brennuvargi bensín og eldspýtur. Borga svo af lánum með lánum! Illa líst mér á þetta.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 29.10.2009 kl. 10:32
Við erum þjóð í fjötrum eingin vankunnáttu og fámennis.
Andri Geir Arinbjarnarson, 29.10.2009 kl. 11:05
Það er æði langsótt að telja að Már Guðmundsson beri ábyrgð á því að Seðlabanki Íslands varð gjaldþrota, maður sem þá hafði búið og starfað í útlöndum í mörg ár. Þið ættuð að líta ykkur nær, gleymið ekki því að þegar það gerðist var Davíð Oddsson formaður bankastjórnar Seðlabankans.
Ég treysti núverandi bankastjóra Seðlabankans vel til að fara skynsamlega með það fé sem fæst nú að láni. Það sem verður gert er það sem Steingrímur fjármálráðherra lýsti yfir. Þessir fjármunir varða ekki notaðir til annars en greiða niður skuldir, ekki til eyðslu.
Ég er alltaf að vona að menn fari að ræða málin af yfirvegun og með rökum en þið sem að framan takið til máls virðist í fjötrum ákveðinna pólitískra afla sem fyrst og fremst berjast gegn núverandi Ríkisstjórn sem er eins og björgunarlið i brunarústum.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 11:18
Sigurður, ríkisstjórnin (og reyndar tvær fyrri líka) sagði að þessir peningar yrðu ekki notaðir. Þeim yrði ekki eytt. Nú er annað komið á daginn. Það skiptir engu máli hvaða pólitísk öfl við aðhyllumst (ef einhver yfir höfuð), því það ljúga allir að fólkinu í landinu.
Ísland er á hausnum. Fólkið er að tapa öllu sínu í hendur bankanna. Bankarnir eru að falla í hendur erlendra fjárfesta og stjórnvöld eru síljúgandi hægri og vinstri.
Tími flokkakarps er liðinn. Annað hvort stendur þessi þjóð saman og er heiðarleg, eða hún er farin til fjandans.
Villi Asgeirsson, 29.10.2009 kl. 12:03
Sæll Sigurður
Það getur verið að ég sé bæði orðinn gleyminn og gloppóttur en var núverandi Seðlabankastjóri ekki fyrrum aðalhagfræðingur bankans? Hætti hann ekki sem aðalhagfræðingur bankans nokkrum mánuðum fyrir hrun og hafði verið í burtu frá bankanum í mesta lagi í um eitt og hálft ár þegar hann, síðsumars, var ráðinn Seðlabankastjóri?
Mikið ætla ég að vona að þú hafir rétt fyrir þér og skynsamlega verið farið með það fé sem nú er verið að taka að láni.
Vissulega má túlka það sem ritað er hér að ofan sem gagnrýni á núverandi stjórnvöld. Algjört vantraust á Seðlabankanum er samt til komið vegna athafna bankans í aðdraganda hrunsins en þá var hann undir stjórn ríkisstjórnar Geirs Haarde. Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðuneytið. Því ráðuneyti höfðum við Sjálfstæðismenn stýrt og stjórnað í 18 ár þegar bankinn varð gjaldþrota. Sjálfstæðisflokkurinn ber pólitíska ábyrgð á rekstri bankans og mannaráðningum síðustu 18 ár og á framhaldi á gjaldþroti hans, það liggur fyrir og það vita allir.
Ég held því Sigurður að mörgum félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum svíði meira undan þessari gagnrýni en núverandi stjórnvöldum.
Það breytir því ekki að það setur að mér hroll þegar ég hugsa til þess að nú ætla menn að treysta sama fólkinu sem keyrði bankann í þrot fyrir öllu þessu fé.
Og ég ætla að leyfa mér að nota það frelsi sem þessi vettvangur sem þetta blogg er til að láta þessar áhyggjur í ljós, alveg óháð því hver ber ábyrgð að hverju og í hvaða flokki þeir standa.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 12:07
Sæll Friðrik
Eftirfarandi er af heimasíðu Seðlabankans - eins og sjá má hætti Már árið 2004
12. Maí 2004
Már Guðmundsson ráðinn til Alþjóðagreiðslubankans í Basel
Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss (Deputy Head of the Monetary and Economics Department of the Bank for International Settlements, BIS). Í stöðunni felast stjórnunarstörf, rannsóknir og þátttaka í yfirstjórn stofnunarinnar, auk þátttöku í ráðstefnum og fundum fyrir hönd BIS. Már hefur störf hjá BIS undir lok júní.
Alþjóðagreiðslubankinn er í eigu fjölmargra seðlabanka. Hann er í senn banki seðlabankanna og mikilvæg rannsókna- og greiningarstofnun á sviðum sem lúta að starfsemi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Bankinn er einnig vettvangur margháttaðs alþjóðlegs samstarfs seðlabanka og á sviði eftirlits með fjármálastarfsemi. Nægir í því sambandi að nefna undirbúning reglusetningar um eiginfjárhlutföll banka auk þess sem í bankanum hafa verið bækistöðvar fjármálastöðugleikaráðsins (Financial Stability Forum) sem sett var á laggirnar fyrir nokkrum árum.
Í ráðningunni felst mikil persónuleg viðurkenning fyrir Má Guðmundsson og um leið viðurkenning fyrir Seðlabanka Íslands.
Nánari upplýsingar veita Birgir Ísl. Gunnarsson formaður bankastjórnar og Már Guðmundsson aðalhagfræðingur bankans í síma 569-9600.
Nr. 11/2004
12. maí 2004
Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:15
Takk fyrir þessa leiðréttingu Kristinn.
Ok, ég er orðinn bæði gleyminn og gloppóttur.
Reyndar skal ég viðurkenna að mér léttir við það að fá þessa leiðréttingu frá þér Kristinn. Það er gott til þess að vita að núverandi Seðlabankastjóri tók ekki þátt í hrunadansinum hér síðustu fjögur árin.
Ég hef greinilega haft hann fyrir rangri sök og biðst velvirðingar á því.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 16:31
Allir eru menn að meiri ef þeir viðurkenna mistök sín.
En skv. minni litlu hagfræðiþekkingu þá vil ég taka undir með Steingrími fjármálaráðherra en hann sagði í fréttum í gærkvöldi eitthvað á þessa leið "ef þörf krefur verður tekið af þessum fjármunum til að greiða skuldir".Ég ætla að líta í eigin barm og segi að persónulega er betra að nota fjármuni, þó fengnir séu að láni, til að greiða skuld sem komin er á gjalddaga heldur en að geyma nýja lánið í banka, láta hitt gjaldfalla og fara að safna dráttarvöxtum.
Aðalatriðið er, og þar hygg ég að við séum sammála, að það má ekki einn einasti dollar, ekki ein einasta evra af þeim lánum sem við fáum fara í eyðslu, ekki einu sinni til að kaupa allar helstu nauðsynjar til að reka heimili eða þjóðfélag.
En ef lánsfé er varið til að greiða niður skuldir finnst mér það ekki óráðsía, þá erum við í sömu sporum.
Mer finnst það ekki stórmannlegt að ætla stjórnmálamönnum (Ríkisstjórn) hinar verstu hvatir aðeins vegna þess að þeir eru pólitískir andstæðingar.
Því miður er einn heiftúðugur maður með athugasemd hér að ofan. Að bera stjórninni á brýn "að hún sé síljúgandi til hægri og vinstri" er ekki boðlegur málflutningur. Síðan segir sá sami að við erðurm að standa saman.
Hann ætti að byrja á því að líta í eigin barm.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 17:09
Ég er sammála þér Sigurður að ef þetta fé er notað til að greiða niður erlendar skuldir, þannig að skuldastaða ríkissjóðs er óbreytt, þá er ekkert að því.
Hættan er hins vegar sú að Seðlabankinn verji þessum fjármunum í að kaupa krónur með gjaldeyrir til að verja krónuna falli. Þannig hurfu í Argentínu tíu milljarðar USD á hálfum degi þegar þeir afléttu sínum gjaldeyrishöfum hér um árið. Eftir sat Argentína með tóma gjaldeyrissjóði og búin að auka erlendar skuldir sínar um tíu milljarða USD.
Hættan er að erlendir og innlendir aðilar fari að kaupa gjaldeyrir á ákveðnu föstu gengi sem Seðlabankinn tryggir sem lámarkgengi. Um leið og slíkur flótti úr krónunni hefst þá er voðinn vís.
Það eru margir sem halda því fram að eitt af aðla markmiðum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, sé að tryggja þeim erlendu aðilum sem eiga hér krónubréf útgönguleið á ákveðnu lámarks gengi. Þeir sömu halda því fram að erlendir bankar og aðrir fjárfestar eigi hér inn krónubréf fyrir um 600 milljarða króna. Lán AGS til okkar er af einhverjum ástæðum upp á sömu fjárhæð. Þær þjóðir sem eru að lána okkur fé í gegnum AGS eru því í raun fyrst og fremst að hjálpa eigin bönkum að sleppa með sitt fé úr úr Íslandi með því að lána okkur fé sem nota á sem "gjaldeyrisvarasjóð".
Hér ætlar AGS að leika sama leikinn og í Argentínu. Hjálpa á þessum erlendu krónubréfaeigindum úr landi. Gerist það þá situr Seðlabankinn uppi með fullt af krónum og engan gjaldeyri. Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa aukist um hálfa landsframleiðslu. Erlendir fjárfestar sem völdu að gambla með sitt fé á hávaxtareikningum á Íslandi sleppa þokkalega frá málinu.
Ég, þú og börnin okkar þurfum að borga brúsann með þorski.
Hvernig þetta tafl verður telft á næstu misserum er ekki lítið mál. Miklu skiptir að hér verði teflt af skynsemi enda andstæðingarnir einhverjir slyngust og reyndustu taflmenn heims sem liggur mikið á að vinna þessa skák án mikilla fórna.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 17:46
Að hallarekstur ríkissjóðs skuli hafa verið fjármagnaður af Seðlabankanum með þátttöku í útgáfu Jökla- og krónubréfa um leið og hér var boðið upp á hæstu vexti í Evrópu í boði Seðlabanka Íslands skil ég ekki. Á tímabili voru hér í umferð Jöklabréf að andvirði 900 milljarðar. Undir þessu vaxtaokri þurfti almenningur og fyrirtækin í landinu að standa.
Þessi hávaxtastefna Seðlabankans er eitthvað mesta rugl sem hér hefur verið sett í gang. Hávaxtastefna Seðlabankans varð til þess að 70% allra fyrirtækja í landinu fór út úr krónunni yfir í erlend lán. Fordæmalaust gengisfall upp á 100% er nú að fella flest þessara fyrirtækja.
Á sama tíma bauðst Seðlabankanum lán á mjög lágum kjörum. Nei, þau voru ekki tekin, í staðinn var "geimið" fjármagnað með Jökla- og krónubréfum og öðrum hávaxtareikningum sem erlendum fjárfestum stóð til boða.
Með þessari Jökla- og krónubréfabréfaútgáfa velur að Seðlabankinn að fjármagna sig með einhverjum þeim dýrasta hætti sem til er. Mín tilgáta er sú að þetta hafi eingöngu verið gert til þess að stjórnvöld gætu státað sig af því og sagt að ríkissjóður væri skuldlaus.
Hefði ekki verið betra og ódýrara fyrir þjóðina að taka erlend lán á lágmarks vöxtum en standa í þessari Jökla- og krónubréfaútgáfu til þess að ná gjadlreyrir inn í landið til að láta viðskiptabankana hafa?
Ef þetta er rétt tilgáta hjá mér hvaða verð var þjóðin látin borga fyrir það að menn gætu hælt sér af því að ríkissjóður væri skuldlaus?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 18:14
Þessar voru vangaveltur mínar, Sigurður, þegar ég rita í pistlinum hér fyrir ofan:
"Mikið óskaplega leggst það illa í mig að Seðlabanki Íslands skuli vera að fá í hendur 100 milljarða í erlendum gjaldeyri.
Ég myndi treysta flestum betur en Seðlabankanum og til að gæta þessa fjár vilji menn endilega taka þetta fé að láni.
Þetta er eini Seðlabanki í Evrópu sem hefur orðið gjaldþrota frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Allt sama fólkið er þarna enn sem stóð að þeim ákvörðunum sem leiddu til þess að bankinn varð gjaldþrota."
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 18:20
Ég held að okkur greini ekki svo mikið um hvernig má verja hluta af því fé sem ísland er nú að fá að láni. Þú ert sammála mér í því að ef tekið er af þessu fé til að borga skuldir þá er það í lagi, við höfum ekki farið aftur á bak, aðeins áfram, ekki lent í vanskilum.
En ég heyrði Steingrím fjármálaráðherra segja það að þetta fé yrði ekki notað til að fikta við og laga gengi krónunnar.
Það væri það sama og henda peningum út um gluggann
En má ég biðja þig Friðrik að hafa í heiðri það sem rétt er. Hvernig í ósköpunum getur þú sagt:
"Allt sama fólkið er þarna enn sem stóð að þeim ákvörðunum sem leiddu til þess að bankinn varð gjaldþrota"
Öll bankastjórnin er horfin á braut, Davíð, Eiríkur og Ingimundur. Þetta voru mennirnir sem tóku allar stórar ákvarðanir í Seðlabankanum. Hvernig sú ábyrgð skiptist á milli þeirra verður ekki skorið úr en það vita allir að þar sem Davíð er þá ræður hann mestu eða öllu.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 22:25
Ég tel ekki ástæðu til að vantreysta Má Guðmundssyni og hans samstarfsfólki í Seðalabanka Íslands. Ég hefði hins vegAar borið ugg í brjósti með Davíð Oddson það við stýrið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2009 kl. 23:11
http://baggalutur.is/frettir.php?id=4726
Kama Sutra, 30.10.2009 kl. 06:55
AGS treystir engum Íslendinga þegar kemur að endurskoða Seðlabankans, þar heimtar AGS að útlendingar og aðeins útlendingar komið að.
Þetta hlýtur að vara áfall fyrir þjóð sem alltaf hefur haldið fram að hún geti allt!
Andri Geir Arinbjarnarson, 30.10.2009 kl. 07:38
Af tvennu illu vildi ég nú heldur hafa Davíð sem seðlabankastjóra en einhvern heilaþveginn seppa frá B.I.S. sem er absalútt örugglega 100% í erlendri eigu.
Baldur Fjölnisson, 30.10.2009 kl. 09:20
Sæll Sigurður
Bankastjórarnir bera stjórnunarlega ábyrgð á bankanum og forsætisráðherra hann ber pólitíska ábyrgð á Seðlabankanum.
Aðalhagfræðingur bankans og aðrir þeir sérfræðingar sem í bankanum starfa þeir bera faglega ábyrgð á sínum störfum í bankanum. Þetta fólk ber faglega ábyrgð á því hvernig bankinn starfaði og þetta fólk ber falgega ábyrgð á gjaldþroti hans.
Þetta er svipað og með stórt byggingarfélag sem er í því að byggja fjölbýlishús. Þegar ríður yfir jarðskjálfti og öll húsin sem félagið hefur byggt hrynja en önnur hús í kring standa þá er öllum ljóst að einhver mjög alvarleg mistök hafa átt sér stað við gerð húsana. Íbúarnir í þessum húsum sem hafa hrunið lenda í gríðarlegu tjóni og margir missa allt sitt. Þegar að er gáð þá komast menn að því að þetta byggingarfélag setti enga járnbendingu í veggi hússins, þess vegna hrundi það.
Auðvita á þá að reka forstjóra fyrirtækisins. Hann ber ábyrgð á öllum rekstri félagsins. En hvað með múrarameistara fyrirtækisins sem ber faglega ábyrgð á að járnalögnin í þeim húsum sem félagið byggir sé í lagi?
Ef forstjóri félagsins hefði komið og bannað múrarameistaranum að setja járn í veggina þá væri fagleg ábyrgð á hruni þeirra einnig forstjórans. Við hefðum samt gert þá kröfu að múrarameistarinn hefði haft þann faglega metnað og sagt sig frá verkinu, farið í blöðin eða fagfélagið sitt og upplýst samfélagið að hér væru að störfum menn sem ætluðu sér að byggja 10 hæða blokk og þeir ætluðu sér ekki að setja nein járn í útveggi hússins og húsið mun hrynja komi jarðskjálfti.
Ekkert slíkt gerðist í Seðlabankanum. Þeir sem bera faglega ábyrgð á því sem þar var gert, þeirra faglega metnaði var aldrei misboðið á neinum tíma. Þeir voru sáttir við það sem þar fór fram innandyra í aðdraganda hrunsins og í hruninu.
Við getum rekið forstjóra byggingarfélagsins fyrir að húsin hrundu en við myndum aldrei láta múrarameistarann sleppa. Járnalögnin í húsinu er á faglegri ábyrgð múrarameistarans og við myndu líka kalla hann til ábyrgðar á því tjóni sem varð vegna mistaka sem gerð voru og olli hruninu.
Þeir í bankanum sem bera faglega ábyrgð á störfum bankans, aðalhagfræðingur hans, deildarstjórar o.s.frv. Þetta fólk á að axla sína faglegu ábyrgð á stöðu mála.
Seint færi nokkurt samfélag að hleypa slíku byggingarfélagi aftur af stað að byggja ný hús. Ekkert samfélag myndi láta duga það eitt að reka forstjóra slíks byggingafélagsins og láta félagið að öðru leyti óbreytt, með sama mannskap, sama múrarameistara og alla sömu millistjórnendur, fara í gang með að byggja fleiri hús eins og ekkert hefði gerst.
Ég vil sjá menn endurnýja þarna inni og að skipt verði út helstu stjórnendum, millistjórnendum og sérfræðingum.
Það gengur ekki upp að skipta bara um bankastjóra og halda áfram með allt annað óbreytt í Seðlabankanum, Seðlabanka sem er eini Seðlabankinn í Evrópu sem frá stríðslokum hefur orðið gjaldþrota.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.10.2009 kl. 10:00
Kerfisvillur í hausum fjármálasérfræðinga valda vaxandi óvissu á mörkuðum
9. maí 2008 kl. 15.19 |
Kerfisgalli en ekki trúverðugleiki helsta vandamál Seðlabankans
Vísir, 09. maí. 2008 10:44
Kerfisgalli en ekki trúverðugleiki helsta vandamál Seðlabankans
Trúverðugleiki er ekki helsta vandamál Seðlabankans. Núverandi verðbólguskot er vitnisburður um kerfisgalla í leiðni peningamálastefnunnar en ekki skort á trúverðugleika Seðlabankans [nú já, þeir hafa sem sagt skroppið í seðló í mat hjá vinum sínum og fengið sér eitruðu sveppina. nema þá einhver verktaki semji allt þetta froðusnakk fyrir fjármálakerfið eins og það leggur sig]. Of óvægin beiting stýrivaxta ofan í fjármálakreppu skapar mikla áhættu varðandi fjármálastöðugleika [en öllu skiptir að seðlabankinn kjafti ekki frá því að bankarnir felldu krónuna til að hressa upp á reikningana. hamra verður áfram á samsæriskenningum um erlendar grýlur í því sambandi].
Þetta kemur fram í nýrri hagspá greiningardeildar Kaupþings. Þar segir að verðbólgan mun ná hámarki í 13,5% á þriðja ársfjórðungi og mælast yfir 12% það sem eftir lifir árs. Á næsta ári dregur snöggt úr verðbólguhraða og verðbólgumarkmiðið næst á síðari helmingi ársins [jafnframt er ánægjulegt að geta skýrt frá því að sprotafyrirtæki í eigu bankans sem fæst við ræktun genabreyttra fljúgandi svína gengur prýðilega og má fastlega búast við að fljúgandi svín muni prýða himininn yfir reykjavík á seinni hluta næsta árs].
Greiningin telur að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið og framundan er afar bratt lækkunarferli sem hefst í nóvember. Í lok 2009 verða stýrivextir 7,75% og 6,75% í árslok 2010 [og Lísa í Undralandi verður þá í trekant með Hans og Grétu].
Gengisvísitalan mun ná hámarki á þessum fjórðungi, styrkjast þegar líður á 2008 og enda árið í 142 stigum. Hér skipta fjármögnunarskilyrði bankanna og þróun á gjaldmiðlaskiptamarkaði höfuðmáli. Myndarleg aukning gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans eða jákvæðar fréttir af fjármögnun bankanna gætu flýtt bata á gjaldeyrisskiptamarkaði [sérstaklega ef bankarnir lifa sumarið af. glitnir er greinilega gjaldþrota og varla eru hinir mikið skárri].
Framundan er samdráttur í hagkerfinu sem mun vara fram á mitt árið 2009. Gert er ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um 2,8% í ár og um 7,5% á því næsta - sem verður þá mesti samdráttur í einkaneyslu frá árinu 1975. Útlit er fyrir að vöruskiptahallinn snúist í afgang á næstu árum og bata á viðskiptahallanum. [matvælaverð verður komið á það stig árið 2010 að algjört neyðarástand verður í dómsmálum þjóðarinnar og dómarar munu hafa í hótunum við brotamenn og gera þeim ljóst að þeir fái ekki frekari sénsa, láti þeir ekki af brotum verði þeir ekki dæmdir í frítt uppihald á vegum ríkisins]
gammon skrifaði 9. maí 2008
http://blogg.visir.is/gammon/2008/05/09/kerfisvillur-i-hausum-fjarmalaserfr%C3%A6%C3%B0inga-valda-vaxandi-ovissu-a-morku%C3%B0um/
Baldur Fjölnisson, 30.10.2009 kl. 12:20