Þriðjudagur, 20. október 2009
Seðlabankinn áfram eitt okkar af okkar stærstu vandamálum.
Aftur og aftur berast böndin að sömu örfáu aðilunum sem bera nær alla ábyrgð á hvernig fyrir þessari þjóð er komið.
Lán Seðlabankans upp á 250 til 300 milljarða til bankana þriggja án haldbærra veða er eitthvert ótrúlegasta málið í þessu hruni.
Um það mál segir dr. Jón Steinsson hagfræðingur á Pressunni í dag:
Það er grundvallarregla í viðbrögðum seðlabanka við fjármálakrísu að seðlabanki láni einungis þannig að hann hafi algeran forgang varðandi eignir bankanna sem hann lánar til ef þeir fara í þrot. Þetta er grunnregla! En Seðlabankinn okkar fór því miður svo rosalega á skjön við þessa grunnreglu að ég tel líklegt að gjaldþrot hans verði notað sem víti til varnaðar í kennslubókum í hagfræði í a.m.k. nokkur hundruð ár. Jafn æðisgengið klúður hefur líklega aldrei áður átt sér stað í peningamálasögu heimsins.
Það er ótrúlegt að menn ætli að láta duga í Seðlabankanum að skipta bara um þá pólitískt skipuðu bankastjóra sem þar voru og ráða í staðinn fyrrverandi aðalhagfræðing bankans sem bankastjóra.
Þó bankastjórar Seðlabankans beri á því alla ábyrgð að Seðlabankinn hélt þannig á málum að bankinn varð gjaldþrota þá er það skelfileg tilhugsun að það fagfólk sem stóð á bak við þær ákvarðanir sem þar voru teknar skuli í dag ennþá sitja í bankanum og einn þeirra skuli hafa verið gerður að Seðlabankastjóra.
Þjóðin nýtur þessa dagana "ávaxtanna" af áframhaldandi "stjórnvisku" þess "fagfólks" sem hefur það einstaka afrek á ferilskrá sinni að hafa starfað í eina Seðlabanka heims sem hefur orðið gjaldþrota.
Miðað við stefnu bankans í vaxta- og gengismálum þá er eins og metnaður starfsmanna bankans standi í dag helst til þess að gera sem flesta einstaklinga og fyrirtæki gjaldþrota.
Það er eins og bankinn sé að reyna að safna sem flestum meðlimum í "Seðlabankaklúbbinn", klúbb gjaldþrota fyrirtækja og einstaklinga.
Það er því miður bara ein leið sem þjóðin á ef hún ætlar að komst úr höndum þessara "hæfu" manna sem nú stjórna Seðlabanka Íslands. Það er að ganga í Evrópusambandið, ESB. Í framhaldi mun Evrópski seðlabankinn hafa yfirumsjón með starfsemi Íslenska seðlabankans og Maastricht skilyrðin verða aðal leiðarljósið í peninga- og fjármálastjórn landsins.
Ég sé ekki aðra leið til að komast úr út þeirri vanhæfu og spilltu stjórnsýslu sem hér hefur hreiðrað um sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook
Athugasemdir
Bara svo það sé á hreinu þá er það AGS, sem fer nú með æðsu stjórn peningamála í umboði Ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn virðist hafa tekið við hlutverki Efnahagsstofnunarinnar sem var illu heilli aflögð að vilja stríðsherranna ajatolla Davíðs Oddssonar og ajatolla Halldór Ásgrímssonar. Held við ættum að taka skref til baka og breyta nafni og tilgangi Seðlabanka Íslands í Efnahagsstofnun Ríkisins.
Við höfum ekkert með Seðlabanka að gera. Enda er hans hlutverki sjálfhætt þegar við fáum annan gjaldmiðil eins og allir vilja stefna að
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.10.2009 kl. 13:24
Friðrik,
Getur þú upplýst mig um eitt meginatriði í þessu máli. Nú liggur fyrir eins og þú segir að Seðlabankinn lánaði 250 til 300 milljarða til bankana þriggja án haldbærra veða. ( Veð í bönkunum sjálfum sem nú eru að engu orðin).
Hvaðan komu þessir peningar er bankinn lánaði? Voru þetta lán í Íslenskum krónum eða peningar teknir af gjaldeyrisforða landsins? Er einhver erlendur kröfuhafi sem á nú þessa kröfu á Ísland í erlendri mynt ? Hver þá?
Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 14:12
Algerlega sammála Friðrik. Við getum þó huggað okkur við það að umheimurinn mun læra afar dýrmæta lexíu af óförum okkar. En hvort við lærum eitthvað af því virðist svo vera önnur Ella.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 20.10.2009 kl. 17:27
Núna á þrotabú seðlabankans að halda gengi krónunnar stöðugu á meðan erlent fjármagn forðar sér og nota til þess lánsfé frá AGS. Vogunasjóðir og aðrir spekúlantar munu að sjálfsögðu sem fyrr éta þessa óhæfu rugludalla fjórskipta einflokksins lifandi og eftir munu sitja hrunin króna og enn meira fallítt ríkissjóður og seðlabanki. Kannski er hægt að fá eitthvað upp í þennan ruglanda með því að opna málmverksmiðju í hausum valdaelítu Íslands. Þetta er jú búið að vera á endalausum sprautum með vafasömu innihaldi nánast forever og kvikasilfur er engan veginn hollt að ekki sé minnst á annan óþverra, eitthvað hlýtur að valda þessarri vaxandi og einbeittu gjöreyðingarhvöt fjórskipta einflokksins sem við höfum orðið vitni að síðustu áratugina.
Baldur Fjölnisson, 20.10.2009 kl. 21:20
Skiljanlegt að fyrrum Seðlabankastjóra dugar ekkert minna en að leggja undir sig stærsta dagblað landsins í þeirri tilraun sinni til að endurskrifa söguna um þetta hrikalegasta klúður Íslandssögunnar.
Kama Sutra, 21.10.2009 kl. 00:00
Það veit það allt eðlilegt og raunsætt fólk að fyrrverandi seðlabankastjóri var algjörlega vankunnandi sem bankastjóri. Hans eigin ráðning á sjálfum sér var svona svipað og hafnarverkamaður yrði settur flugstjóri í geimfari ...kunnáttan engin í djobbið. Enda kom óhæfi bankastjórinn apparatinu á hausinn. Nú bíðum við bara eftir guðlegum útskýringum Hannesar Hólmsteins á ofurhæfni fyrrverandi seðlabankastjóra í bankastjórn.
corvus corax, 21.10.2009 kl. 10:52