Serious Fraud Office og skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis.

Góðar fréttir og slæmar fréttir berast þessa dagana af rannsóknum á meintum lögbrotum í aðdraganda hrunsins. 

Góðu fréttirnar eru að Serious Fraud Office, SFO, íhugar að hefja eigin sakamálarannsókn á starfsemi Landsbankans og Kaupþings í Bretlandi.

03102009127Slæmu fréttirnar eru að rannsóknarnefnd Alþingis frestar nú, tveim vikum áður en hún á að leggja fram skýrslu sína, afhendingu hennar um 3 mánuði. Þessi dráttur á afhendingu skýrslunnar kemur mjög á óvart. Í byrjun ágúst tilkynnti formaður nefndarinnar að mikilla tíðinda væri að vænta í lok október þegar skýrslan yrði lögð fram. Ekkert var þá minnst á að nefndin myndi þurfa lengri tíma til að ljúka skýrslunni.

Þessi skýrsla rannsóknarnefndarinnar sem manna á milli hefur oft verið nefnd "Hvítþvottarskýrslan" því í hana var skipað pólitískt af stjórnvöldum sem voru við völd í aðdraganda hrunsins og nafngiftin er til komin vegna þess að margir telja að eini tilgangurinn með skipun þessarar nefndar hafi verið að búa til skýrslu sem ætlað er að hvítþvo stjórnvöld og þá einstaklinga sem um stjórnvölin héldu í aðdraganda hrunsins.

Því haldið fram að Geir Haarde og aðrir forystumenn í ríkisstjórn hans hafi ekki beðið þjóðina afsökunar á því sem hér gerðist því að þetta fólk er að bíða eftir skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Skýrslu sem muni hvítþvo það af öllum áburði um afglöp, mistök eða hafa gert, sagt eða framkvæmt eitthvað sem þörf er að biðjast afsökunar á.

Þá er því einnig haldið fram að ákvörðun Evrópusambandsins sem kynnt var nýverið að sambandið ætli að fjármagna og kosta sjálft sjálfstæða og óháða rannsókn á aðdraganda hrunsins á Íslandi, rannsókn sem átti að hefjast nú í byrjun nóvember þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis lægi fyrir, þessi ákvörðun ESB hafi sett allt starf rannsóknarnefndar Alþingis úr skorðum. Nú þegar rannsóknarnefndin veit að það munu óháðir aðilar fara mjög djúpt ofaní málið, hér heima og erlendis, þá hafi nefndin séð sitt óvænna og ákveðið að endurskrifa skýrsluna. Þess vegna er þessi seinkun á afhendingu skýrslunnar komin til.

þessir sömu aðilar halda því fram að úr því sem komið er þá muni rannsóknarnefndi Alþingis ekki heldur vera með skýrsluna tilbúna 1. febrúar. Nefndin muni þá biðja um enn frekari fresti.

Í framhaldi mun koma upp misklíð milli nefndarmanna um niðurstöður og frágang skýrslunnar. Nefndarmenn muni í framhaldi segja sig frá störfum í nefndinni og þessi nefnd mun aldrei leggja fram neina skýrslu.

Framgangsmáti eins og þessi sé ekki óalgengur í íslenskri stjórnsýslu og þessari aðferð eigi að beita.

Með vinnu rannsóknarnefndarinnar hafi stjórnsýslunni hins vegar gefist tóm til að vinna sér tíma og samræma framburð manna af atburðum og athöfnum. Nú eru rétt gögn til á réttum stöðum til að staðfesta  það sem þarf að staðfesta, önnur gögn eru horfin.

Þannig muni með vinnu rannsóknarnefndarinnar nást að tryggja að engir stórir áfellisdómar falli á stjórnsýsluna né ráðamenn þó svo ESB eða síðari tíma menn geri rannsóknir á hruninu.

 

 


mbl.is Auknar líkur á breskri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Sammála þér Friðrik að öllu leyti.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 19.10.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Ég er algjörlega ósammála þessu.  Vinna rannsóknanefnda af þessu tagi er gífurlega tímafrek.  Hér er um að ræða rannsókn á einu stærsta og víðstækasta kerfishruni sem nokkru sinni hefur gengið yfir eina þjóð og mér finnst í raun furðuleg sú umræða sem er um störf nefndarinnar.  Þar fer fólk sem hefur ekki gefið sér tíma til að hugsa um hvað þessi nefnd er að fjalla. 

Til samanburðar má geta að 9-11 nefndin sem vann skýrslu fyrir bandaríska þingið vegna hryðjuverkaárásanna 2001 skilaði ekki af sér fyrr en 3 árum síðar, árið 2004.  Mér kemur þessi frestur alls ekki á óvart og hann ætti ekki að koma neinum á óvart sem skoðar þessi mál og tekur sér aðeins tíma til að hugsa.  Hér er ekki aðeins verið að skoða hrun bankanna, heldur orsakir þess og hvað fór úrskeiðis.  Þetta verk verður ekki unnið á nokkrum mánuðum! 

Nefndinni var ætlað að skila af sér 1. nóvember 2009.  Lögin kveða ekki á um að nefndi verði að skila af sér 1. nóvember heldur að stefnt sé að því að skila á þeim degi.  Hún sá sér hinsvegar ekki færi á því vegna umfangs rannsóknarinnar og þeirra gagna sem hún hafði safnað.  Rannsóknin er aðeins hluti af starfi nefndarinnar, annar hluti eru ábendingar og tillögur til úrbóta á lögum, reglum og vinnubrögðum í stjórnsýslu svo hægt sé að komast hjá endurtekningu.  Ég er nokkuð viss um að erlendir aðilar eru mjög áhugasamir um þessa hlið rannsóknarinnar til þess að geta skoðað aðstæður heima fyrir og gera tillögur til úrbóta.  Nefndin hefur einnig rétt til að senda mál til saksóknara sem hún finnur óeðlileg og ef ég man rétt þá hafa nokkur mál verið send til sérstaks saksóknara. 

Er ekki rétt að rannsaka þessi mál í alvöru?  Eða á bara að gera þetta í hvelli og klóra yfir allt ruglið?  Er ekki rétt að þeir aðilar sem eru að rannsaka þessi mál fái að gera það í þeim tímaramma sem þeir þurfa eða á að reka svo á eftir þeim að megnið að ruglusokkunum sleppi?  Mér sýnist það vera málið sem bloggarar eru alveg vitlausir í að gera þetta sem hraðast svo ekkert verði gert af viti, svo sem eins og hefur verið lenska á Íslandi um áratugi! 

Kannski sé ég þetta öðruvísi utan frá, en fyrir mér liggur ALLT við að þessi mál séu rannsökuð til hlítar og það sé tekinn sá tími sem þarf fyrir þá aðila sem eru að vinna í þessum rannsóknum.  Ef ég man rétt þá sagði Eva Joly að fullnaðar rannsókn á þessum atburðum geti tekið 10-15 ár.  Hér eru menn að verða brakandi-vitlausir af því að þetta tekur 15 mánuði!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 19.10.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Íslensk stjórnvöld hafa hagað sér eins og týpískur karlmaður, síðan hrunið varð.

Þeim er fyrirmunað að hugsa um tvo hluti í einu.  Þekktur og augljós er mismunurinn á Venus og Mars sem gerð var drepfundin skil í leikritinu "Hellisbúanum" um árið.

Konur geta  hlustað, lesið, og pikkað á tölvu í sömu andrá, það geta karlar ekki.  Þeir eru ekki "multitask".  Þeir vilja skjóta niður einn hlut í einu, ekki marga.  Annar samanburður; konur nota haglabyssur, karlar nota riffla.

Það er alkul, frost status quo, í öllu á Íslandi á meðan þessi skýrsla er í smíðum.  Á meðan pússa menn byssur og vopn og ekkert markvert gerist.  Nú eru bresku fallbyssurnar meira segja búnar að missa þolinmæðina, sem er bara gott, því það er ekki á annan ábyrgðarlausan vetur setjandi. 

Auðvitað má þessi skýrsla ekki verða neitt hálfkák, enda nefndarmenn ekki þekktir af slíku.   Arnór vísar í skýrslu 9/11 nefndarinnar sem tók 3 ár.  Alls ekki samanburðarhæft, enda hófust handtökur, viðbragðsáætlanir, homeland security, og hvað þetta allt heitir fáeinum vikum eftir atburðinn.  Hér á að bíða eftir skýrslunni, og síðan hefja aðgerðir.

Fjárglæframenn Enron, Bearn Stern, og síðast en ekki síst Madoff voru dregnir fyrir dómstóla og dæmdir margir hverjir áður en ár var liðið frá atburði.

Hér er verið að bíða eftir skýrslu,  ....... svo verður skipuð nefnd ....... til að skera úr um næstu skref, sem verður að öllum líkindum nefndarskipun á nefndarskipun ofan.

Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka,  það var illa notað, og því gott að sjálfstæðar rannsóknir hefjist í löndum sem hafa lögsögu inn á þessa "meintu fjárglæframenn".

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.10.2009 kl. 06:51

4 Smámynd: Hjalti Tómasson

Jafn trúverðugir og samviskusamir sem embættismenn okkar og stjórnmálamenn okkar eru í dag þá held ég að þessi mál verði ekki rannsökuð hlutlaust nema af utanaðkomandi aðilum . Ég ætla ekki að bera brigður á þetta ágæta fólk sem í þessari nefnd situr heldur tel ég að svigrúmið og umhverfi það sem þau vinna við séu þess eðlis að aldrei mun neitt koma út úr rannsókninni sem sannfærir almenning um að réttlætinu verði fullnægt. Þetta fólk, eins og fleiri, hefur gegnum árin unnið sín störf á vegum ríkis og embættismannakerfis og ekki hægt að ætlast til að þau geti í einum vettvangi strikað úr huga sínum margra ára skólun úr íslensku mennta og starfsumhverfi. Það væri svipað og að reyna að fá Hannes Hólmstein eða Davíð Oddson til að skipta um hugmyndafræði og bjóða sig fram fyrir VG.

Ég fagna því ef Evrópusambandið hefur rannsókn þessara mála.

Hjalti Tómasson, 20.10.2009 kl. 10:56

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég fagna erlendri rannsókn, ískenskri rannsókn er varla treystandi. Ég vona einnig að ekki verði hægt að eyða eða skjóta undan gögnum og að erlendir aðilar hafi vit og þekkingu til að finna þau gögn sem ég efa ekki að reynt verði að farga.

Arinbjörn Kúld, 20.10.2009 kl. 17:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband