Mánudagur, 12. október 2009
„McCarthyismi“ og fjármálaglæpir eiga ekkert sameiginlegt.
Að líkja umræðunni hér á landi við "McCartyisma" er út í hött.
Pólitískar ofsóknir í Bandaríkjunum í kjölfar þess að leyndarmálinu um gerð kjarnorkusprengjunnar var stolið og síðan lekið til Rússa á sama tíma og Bandaríkjamenn stóðu í tvísýnu stríð í Kóreu við Kínverska herinn sem barðist með rússneskum vopnum að ógleymdum átökunum um Berlín, þær ofsóknir eiga ekkert skylt við umræðuna á Íslandi í dag.
Hér er verið að ræða um meint lögbrot og fjárglæfra þess fólks sem ber beint og óbeint ábyrgð á því að íslensku bankarnir töpuðu hátt í 12.000 milljörðum króna. Hér er umræða í gangi sem snýst um það fólk sem ber ábyrgð á hruni bankana. Hruni sem hefur valdið gríðarlegri skuldsetningu ríkissjóðs og óheyrilegu tjóni almennings og fyrirtækja í landinu sem engin sér í dag fyrir endann á.
Vilji menn líkja ástandinu á Íslandi við eitthvert tímabil í bandarískri sögu á fyrri hluta síðustu aldar væri nær að líkja ástandinu hér við "Al Capone tímabilið" þar sem Eva Joly er okkar Eliot Ness.
Seint hefði þó bæjarstjórinn í Chicago farið að skrifa greinar í blöð þar sem hann hefði hvatt til þess að það "hæfileikaríka" fólk sem starfaði með Al Capone yrði kallað til trúnaðarstafa í samfélaginu á sama tíma og menn biðu réttarhaldanna yfir Al Capone.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.10.2009 kl. 02:02 | Facebook
Athugasemdir
Friðrik,
Góður pistill sem setur málið í rétt samhengi. Það er sorglegt að Morgunblaðið skuli nú vera orðið að safnkistu útúrsnúninga og rangfærslna. Ekki getur verið gott að vera blaðamaður þar og mega ekki mótmæla eða biðja um að heyra allar hliðar á viðkvæmum málum eins og hruninu og EB aðild.
Andri Geir Arinbjarnarson, 12.10.2009 kl. 14:44
Góður pistill. Og takk fyrir síðast en þá held ég að við höfum verið ca 18 ára - ekki svo langt síðan.
Sverrir Albertsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:48
"Það að líkja umræðunni hér á landi við "McCartyisma" er hreint út í hött. " segir Friðrik og það getur vel verið , helsta samlíkingin ern kannski sú að McCarty var Demókrati eins og helsta átrúnaðargoð Jóhönnu og fyrirmynd hann Obama sem aftur er frá Chicago eins og Al Capone.
Loori (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:04
Vel mælt. Átökin sem nú standa yfir um orskir efnahagshrunsins á Íslandi eru annarsvegar milli þeirra sem kenna falli Lehman's Brother um og svo hinna sem telja að um refsiverða háttsemi stjórnenda Bankanna og eftirlitsaðila, þ.m.t Seðlabanka, FME og Ríkisstjórnar sé um að kenna. Pólitíska umræðan stjórnast svo af hvoru liðinu menn tilheyra. Ásakanir Sigmundar Davíðs um "ofsóknir" er bara taktík sem óforskammaðir lýðskrumarar beita gjarnan ásamt með "let them deny it" strategiu Nixons, allt gamalkunnugt
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.10.2009 kl. 15:18
Loori hefur þú heyrt Jóhönnu tala um Obama? Og ef þú kynntir þér málin þá mundir þú t.d. hafa séð á Wikipedia:
Og þar með er allt sem þú segir vitlaust.
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.10.2009 kl. 15:31
Góðar athugasemdir Friðrik.
Manni dettur helst í hug að bæjarstjórinn sé með skrifum sínum að beina athygli frá stöðu bæjarins sem hann stýrir og þeim vandræðum sem þar eru í uppsiglingu og menn virðst trúa að t.d. álver í Helguvík muni bjarga. Trúi því ekki, en það getur lengt í snörunni. Bærinn búinn að selja allar eignir og með gríðarlegar gengistryggðar skuldbindingar við leigusala! Það má fastlega reikna með að þetta bæjarfélag verði komið í gjörgæslu ráðuneuytis sveitarstjórnarmála á næst ári. Bíðum við og sjáum. En þá getur nú verið gott fyrir bæjarsjórann að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér, ekki satt.
Jón Sævar Jónsson, 12.10.2009 kl. 15:33
LOORI er BRANDARAKALL....
Brynjar Jóhannsson, 12.10.2009 kl. 15:57
Magnús Helgi! hefur þú heyrt um hundrað daga áætlun Jóhönnu? Hún er runnin undar rifjum hundrað daga áætlunar Obama og hafi maður fylgst vel með bandarískum stjórnmálum þá varð það sláandi hversu mikið spunameistarar samfylkingar ( Hrannar og hann þarna ..Skúli eitthvað) sóttu í smiðju kosningabaráttu Obama. Það var algerlega augljóst hafi maður fylgst vel með.
Loori (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:59
Sæll Sverrir
Var það í Aþenu hér forðum daga?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.10.2009 kl. 16:29
Man nú lítið eftir því en prufaðu Skaftáröræfi og Kirkjubæjarklaustur og landmælingar,,,
Sverrir Albertsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 17:26
Rétt Sverrir, sumarið 79 þegar við m.a. fallmældum og stikuðum fram og til baka leiðina frá Landmannalaugum niður á Kirkjubæjarklaustur var ógleymanlegt.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.10.2009 kl. 18:41
Vel mælt Friðrik og góð samlíking.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.10.2009 kl. 19:14