Það verður að koma formegt svar frá Noregi

Þetta er ekki boðleg pólitík og þetta eru ekki boðleg vinnubrögð að samskipti manna í þessu máli séu öll munnleg. Allar fyrirspurnir í þessu máli eru munnlegar eða með óformlegum tölvupóstum.

29092009107Það er ekki boðlegt að þetta mál sé sett þannig upp að almenningi sé gert að meta þetta mál út frá trúverðugleika forsætisráðherra annars vegar og trúverðugleika formanns Framsóknarflokksins hins vegar.

Það er ekki boðlegt að þetta mál sé skilið eftir í þessum "lásý" farvegi íslenskra stjórnmálamanna. Málinu lokað með "taktíkinni", orð gegn orði.

Það er bara ein leið til að loka þessu máli.

Ég skora á ríkisstjórnina að senda formlegt erindi á Norsku ríkisstjórnina og á Stórþingið. Norska ríkisstjórnin og þingið verða þá að afgreiða málið. Þá kemur frá þeim formlegt svar.

Það er orðið nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að fá formlegt svar þannig að ef þetta var bara fagurgali í þingmönnum norska Stórþingsins í eyru þessara ungu manna frá Íslandi þá þarf það að koma í ljós. Þangað til þetta svar kemur trúa þessir ungu menn þessum fagurgala. Það gerir líka stór hluti þjóðarinnar.

Það verður að ljúka þessu máli með formlegu svari frá norska þinginu. Það er einfalt, eitt bréf með afrit á fjölmiðla.

Þetta tekur 5 mínútur, eitt frímerki og nokkrar faxsendingar og málið dautt.

Boltinn er þá hjá Norðmönnum og sátt um málið á Íslandi.

 


mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

æi vertu ekki að þvæla þessu svona. Torvald Stoltenberg er forsætisráðherra Noregs og hann hefur sagt að þetta standi ekki til boða. Hvað meira þarf til að taka þetta af dagskrá?  Þessi umræða sem lýðskrumararnir í framsókn hafa komið af stað er svo arfavitlaus að það hálfa væri nóg.  Þetta væri eins og Bretar og Hollendingar mundu fara að semja við Sigmund Davíð um icesave. Það sjá allir hversu vitlaust það væri  

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Eigum við þá að afgreiða og þar með afskrifa nýjan formann Framsóknarflokksins með þessum hætti? Ég er ekki framsóknarmaður en ég er ekki tilbúinn að afskrifa Sigmund og Þórhall sem lygara og lýðskrumara.

Ég held að vandamálið séu Norðmenn. Þeir eru tvísaga í málinu. Mjög alvarlegar ásakanir ganga nú á milli manna hér á Íslandi vegna þessa.

Fáum hjá þeim formlegt svar og lokum þessu máli með já eða nei frá Norðmönnum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.10.2009 kl. 18:52

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er þetta ekki bara ein leiðin enn til að tefja málin hér heima. Það er komið nóg af slíku.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.10.2009 kl. 00:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband