Föstudagur, 9. október 2009
Bretar sukka á kostnað íslenskra skattgreiðenda
Hún er ævintýraleg þessi frásögn af ferð stjórnenda bresku verslunarkeðjunnar Iceland til Flórída. Stjórnendur í 800 verslunum eyða 800 milljónum í skemmtiferð til Disney World í boði skilanefndar Landsbankans.
Ekki kemur þetta sukk til með að auka verðmæti eigna Landsbankans sem eiga að ganga upp í Icesave. Eins og við vitum öll þá mun það sem upp á vantar lenda á íslenskum skattgreiðendum.
Það verða því ég og þú sem munum á endanum borga þessa ferð þessa fólks til Flórída.
Ljóst er að "móralinn" hjá Bretum virðist vera að sólunda og sukka með eignir Landsbankans í Bretlandi.
Hver er það sem er að gæta hagsmuna íslenskra skattgreiðenda og er verja eignir Landsbankans í Bretlandi?
Það er ljóst að sá aðili annað hvort sefur á verðinum eða er sjálfur á fullu að sólunda og sukka með eignir Landsbankans.
Yfirmenn Iceland í 800 milljóna króna ferð í Disney | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 365568
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Voru ekki eignir Landsbankans í Bretlandi frystar. Eða taldist þetta fyrirtæki ekki til eigna LB. Fattarinn minn er ekki að ná þessu
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2009 kl. 17:03
Þessar "eignir" Landsbankans sem voru frystar á sínum tíma eru meðal annars lán bankans til félaga og fyrirtækja. Á mörgum fyrirtækum hvíla há lán frá Landsbankanum og þegar þessi félög fóru í gjaldþrot þá eignaðist Landsbankinn þessi félög. Menn hafa ekki viljað selja þau eins og markaðsaðstæður eru nú því verðið í dag er lágt. Þess vegna eru menn að bíða þar til ástandið lagast og þá á að selja þau.
Ef allt er tekið innan úr þessum félögum með sukki og bruðli og þau rekin með tapi á þessum tíma þegar þau eru í eigu Lansbankan þá fær Landsbankinn lítið fyrir þau þegar þau loksins verða seld. Því meira sem fæst fyrir eigur Landsbankans í Bretlandi því minna þurfa Íslendingar að borga vegna Icesave.
Þess vegna er svo mikilvægt að þann tíma sem Landsbankinn á þessi félög að þau séu rekin með skynsömum hætti. Það er ekki verið að gera nú.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.10.2009 kl. 17:20
Það þarf nú að fara að athuga hverskonar glæpastarfsemi er í gangi hjá þessum skilanefndum.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 17:20
Friðrik,
Hvar heldur þú að þessir Bretar hafi lært að fara í sukk ferð til Flórída? Kannski að skilanefnd hafi ákveðið að hafa fólkið gott. Ólíkt Íslendingum hefur þetta fólk val. Það er nú ekkert vinsælt að vinna fyrir íslensk fyrirtæki í Bretlandi. Það þykir ekki gott á starfsferilskrána.
Andri Geir Arinbjarnarson, 9.10.2009 kl. 18:16
Sá sem situr í stjórn Iceland fyrir hönd skilanefndar (okkar) heitir Gunnar Sigurðsson og er fyrrum forstjóri Baugs í London. Það vakti furðu sumra þegar hann ásamt vini sínum Jóni Ásgeiri voru skipaðir í stjórnir hinna ýmsu fyrirtækja í Bretlandi f.h. skilanefnar. Þetta munu víst vera einhverjir hæst launuðu ríkisstarfsmenn Íslands. Skilanefndin (gamli Lsb) mun eiga um 14% í Iceland.
sigurvin (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 22:17
Hérna heima situr gamall "tertubani" úr hrunaliðinu í bankastjórastól Landsbankans. Setti sig í þann stól sjálfur.
Stöðugleikaliðið sem er að mestu leiti skipað leikmönnum gamla hrunaliðsins tekur þátt því með rísstjórninni að teikna upp fyrir þjóðna þær hörmungar sem yfir munu ganga kyngi hún ekki icesave með húði og hári.
Er hægt að taka íslenska hagsmuni alvarlega? Þarf að undrast það að hver hrifsi til sín sem betur getur?
Magnús Sigurðsson, 10.10.2009 kl. 11:39
Friðrik: Baugur- nú Landsbankinn hinn nýi fara með 14% eignarhlut í umræddu fyrirtæki, stjórnandi fyrirtækisins er sókndjarfur og reyndur stjórnandi, sem ætlar að auka markaðshlutdeild Iceland áfram eins, og hann hefur gert undanfarin 4 ár, og ef honum tekst það þá hækkar virði bréfa Landsbankans, hann velur þessa aðferð til að stappa stálinu í sína menn og er eins og hann segir sjálfur í greininni bæði að verðlauna stjórnendur og sína þeim hærra þjónustustig, og hver veit hans stjórn á Iceland hefur verið afar farsæl hingað til, og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram.
Magnús Jónsson, 10.10.2009 kl. 13:47
Þetta eru nú meiri SÓÐARNIR . Græðgin ríður ekki við einteyming hjá mannskepnunni .Úfff.....
Kristín (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:39