Allt í rétta átt varðandi skuldir heimilanna

Tillögur félagsmálaráðherra sem hann hefur kynnt varðandi lausnir á vanda heimilanna eru allar í rétta átt. Hann og hans samstarfsfólk og aðrir þeir sem hafa komið að því að móta þessar tillögur eiga þakkir skildar.

21082009081Ég er viss um að það er þungu fargi létt af mörgum fjölskyldum þegar þær sjá til hvaða ráðstafanna ætlunin er að grípa.

Þessar fjölskyldur sjá fram á að það á að skera þær niður úr þeirri snöru sem hrun krónunnar á síðustu 18 mánuðum hefur sett um háls þeirra.

Þetta er eitt stærsta málið í dag. Eins og öll hin "stóru" málin þá er þetta mál að bjarga 20.000 fjölskyldum frá gjaldþroti, það er í sjálfu sér ekki flokkspólitískt mál. Allir flokkarnir á þingi eru með svipaðar tillögur og allir sammála um að það eigi ekki að setja þetta fólk í gjaldþrot.

Nú þegar félagsmálaráðherra er búinn að leggja þetta mál fyrir þingið þá fær það sína meðferð þar.

Ég hef trú á því að eftir að þingið er búið að fara höndum um þetta frumvarp og þingmenn allra flokka og hagsmunasamtök hafa komið fram með sín sjónarmið þá verði þetta góða frumvarp félagsmálaráðherra orðið enn betra.

Á bak við þessar 20.000 fjölskyldur sem eru í mestum vanda eru 50.000 til 60.000 manns. Þegar allt þetta fólk er farið að geta sofið rólega um nætur og veit að það mun ekki missa íbúðina eða húsið sitt þá mun hinum 260.000 íbúunum þessa lands einnig líða betur.

Mjög mikilvægur grunnur hefur þá verið lagður að því að hefja hér uppbyggingu á ný.

 


mbl.is Ekki nógu langt gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Friðrik, tillögurnar veita fólki skjól frá storminum í skamman tíma og það er jákvætt.  Vandinn er að í staðinn mun fók þurfa að standa úti í litlu minni stormi ennþá lengri tíma án nokkurs möguleika á skjóli.

Hvers vegna treystir ráðherra sér ekki til að svara spurningum Margrétar Tryggvadóttur sem hún lagði fyrir hann í óundirbúnum fyrirspurnum?  (Sjá færslu mína Þrjár spurningar til ráðherra sem hann gat ekki svarað.)  Af því að hann hefur ekki látið reikna út áhrifin eða hann veit svarið og áttar sig á því að það er ekki líklegt til vinsælda.  Ég veit ekki hvort er rétt, en grunar að hið fyrra eigi við.

Marinó G. Njálsson, 7.10.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Tillögur félagsmálaráðherra ganga engan veginn nógu langt og bindur fjölskyldur áfram á klafa neikvæðrar eiginfjárstöðu í eignum sínum. Tillögurnar munu ekki koma í veg fyrir minnkandi greiðsluvilja og fólksflótta.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.10.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Marinó

Ég er sammála því að það á ekki að binda lánin við launavísitöluna. Launavísitalan hækkar mest allra vísitalna horft til lengri tíma. Þegar laun hækka umfram verðlag, það heitir kaupmáttaraukning. Með því að tengja lánin svona beint við launin þá mun öll kaupmáttaraukning þeirra sem eru með þessi lán á bakinu hverfa beint inn í lánastofnanir næstu áratugina.

Kámug fingraför gráðugra bankamanna eru um allt þetta frumvarp.

Þess vegna skrifaði ég:

"Ég hef trú á því að eftir að þingið er búið að fara höndum um þetta frumvarp og þingmenn allra flokka og hagsmunasamtök hafa komið fram með sín sjónarmið þá verði þetta góða frumvarp félagsmálaráðherra orðið enn betra"

Nú átt þú leik, Marinó, og Hagsmunasamtök heimilanna og aðrir þeir sem telja sig málið varða. Okkar er að þurrka þessi kámugu fingraför bankamanna af þessu frumvarpi.

Það breytir því ekki að "tónninn" í þessu framvarpi er mjög góður og þetta er gott frumvarp fyrir hagsmunasamtökin og þingmenn til vinna með að gera enn betra.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.10.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég þakka þér, Friðrik, fyrir traustið sem þú sýnir okkur.  Við höfum reynt að komast að samningaborðinu í marga mánuði og eina sem tekist hefur er að fá kynningu.  A.m.k. er ekki að sjá á tillögum ráðherra, að hann hafi á einn eða neinn hátt tekið tillit til ábendinga okkar og athugasemda, þegar við hittum hann fyrir 10 dögum.  Við lögðum m.a. fram 10 raunveruleg dæmi um fjölbreytileika þeirra mála sem við er að etja.  Ég sé því miður á engan hátt brugðist við þeim atriðum.  Eitt er víst, að þegar kallið kemur, þá mætum við.

Marinó G. Njálsson, 7.10.2009 kl. 17:30

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég hef enga trú á öðru en þingnefndirnar sem fá málið til umfjöllunar muni gjarnan vilja heyra ykkar sjónarmið og ég er viss um að það er mikill vilji til að koma til móts við ykkar óskir.

Það er líka ljóst að ráðherra vill gera vel og er að reyna að leysa þetta mál farsællega. Nú þarf að vinna með honum, ekki á móti honum,  og laga frumvarpið og sníða af því agnúana.

Það er ekki einfalt að gera svona frumvarp vel úr garði, frumvarp sem tekur á þeim fjölþætta vanda sem hér er á ferðinni.

Nú þarft þú að halda þínu góða starfi áfram með þínu fólki.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.10.2009 kl. 17:45

6 identicon

greiðslubirðin er lækkuð - höfuðstóllinn er óbreyttur og hjá mörgum langt umfram verðmæti eignar.  þetta kalla ég ekki sanngjarnt.  Málið snýstu um höfuðstólinn , ÞAÐ VERÐUR AÐ LÆKKA HANN. 

Óskar (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:57

7 Smámynd: Jóhann Birkir Bjarnason

þessar tillögur eru ágætar en þær eru samt hlæilegar ef við tökum fyrir þær aðgerðir sem farið var í STRAX við hrun fyrir fjármagnseigendur. það þarf mikklu mikklu meira til ef það á að gæta jafnræðis. mín skoðun ekki illa meint. hatturinn

Jóhann Birkir Bjarnason, 7.10.2009 kl. 23:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband