Bestu fréttir frá því fyrir hrun

30032009009Þessar fréttir að til standi að byggja 20 til 30 þúsund fermetra hús fyrir nýtt einkarekið sjúkrahús með tilheyrandi þjónustubyggingum, alls að verðmæti 13 til 20 milljarðar við Köldukvíslargljúfur í Mosfellsbæ er bestu fréttir sem ég hef heyrt frá því fyrir hrun.

Til hamingju með þetta og ósk um að stjórnvöld hjálpi til við að gera þetta að veruleika.

Margar leiðir er hægt að fara í samstarfi einkarekins sjúkrahúss og ríkisrekins heilbrigðiskerfis eins og við erum með. Leiðir sem eru til hagsbóta fyrir báða aðila. Slíkar fyrirmyndir má sækja til hinna Norðurlandanna. Þar fletta menn þessu saman á skynsaman hátt.

Mynd: Á Tungumelum, Esjan í baksýn.


mbl.is Um 300 til 400 ný störf hjá Ístaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott mál

Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Góðar fréttir svo framalega sem Íslendingar fái aðgang að einkaspítala í eigin landi.  Það verður hörð samkeppni um bestu bæklunarskurðlæknana, skurðhjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn og þar er Landspítalinn í erfiðri stöðu og getur illa keppt við kaup og kjör hjá nýjum einkaspítala.  Það verða einmitt þeir starfsmenn sem Landspítalinn vill halda í sem verða eftirsóknarverðir fyrir þessa nýju stofnun. 

Ef Íslendingar fá ekki aðgang að þessum spítala má búast við að það lengist í biðlistum.  Svo er spurningin hver á að skera upp Íslendinga á Landspítalanum?  

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.10.2009 kl. 19:41

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef á síðustu mánuðum heyrt margar góðar fréttir og þessi er góð í það safn. Heilbrigðiskefið okkar er mjög háþróað og sennilega meira en margan grunar. Ég hef aðeins verið að prófa það á undanförnum vikum og er mjög ánægð. Fór í svefnrannsókn snemma í sept og fékk í framhaldinu loftdæðu sem sér um aðhalda öndunarvegi mínum opnum meðan ég sef. Öndum mín stopaði áður allt að 50 sinnum á klukkustund og lengst í TÆPA MÍNÚTU, hugsið ykkur. Það eru svo mörg sóknarfæri á heilbrigðis sviðinu og þau þarf að skoða í fullri alvöru.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.10.2009 kl. 22:49

4 identicon

gæti umhverfisráðherra ekki hugsanlega fundið smugu til að tefja þetta eitthvað?

Bregst markaðurinn ekki við aukinni eftirspurn eftir bæklunarlæknum þessum tveimur árum þar til þeirra verður þörf?

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 07:16

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hið besta mál.

Þráinn Jökull Elísson, 4.10.2009 kl. 02:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband