Þriðjudagur, 29. september 2009
Fagnaðarefni að farið er að þykkna í forsætisráðherra
Það er gott að það er farið að þykkna í forsætisráðherra vegna framkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS. Vonandi verður það til þess að hætt verður við að taka þetta þetta lán upp á USD 4,6 milljarða, um 600 milljarða króna. Lán sem okkur er sagt eigi að liggja ónotað inni í erlendum banka og eigi að virka sem gjaldeyrissvarasjóður.
Óskiljanlegt er að við þurfum nú 600 milljarða króna gjaldeyrisvarasjóð þegar horft er til þess að fyrir árið 2000 var gjaldeyrisvarasjóðurinn um 7 milljarðar. Engin skynsamleg rök eru fyrir því að nú þurfi næstum að 100 falda gjaldeyrisvarasjóðinn frá því sem var í nær hálfa öld. Jú, jú, kannski tvöfalda hann eða þrefalda í allra mesta lagi að tífalda hann en það eru engin rök fyrir því að það þurfi nú að hundrað falda hann.
Með öðrum orðum um leið og við fáum þetta lán frá AGS þá brestur hér á fjármagnsflótti en þar sem við erum með gjaldeyrishöft þá mun krónan ekki lækka og þessir erlendu aðilar munu geta skipt einum dollar út fyrir 125 krónur. Tap erlendra fjármagnseigenda verður því í lámarki þegar þeir skipta krónunum sínum út fyrir dollara og AGS hefur náð öðru aðal markmiði sínu með veru sinni hér. Hitt markmiðið er að sjá til þess að þjóðin borgi síðan þetta lán til baka.
Þannig verður það að þetta lán frá AGS, þessi svokallaði gjaldeyrisvarasjóður, verður tæmdur á einu til tveim misserum.
Þjóðin bætir þessum 600 milljörðum við 700 milljarða skuldin vegna Icesave. Samtals eru þetta um 1.300 miljarðar eða sem samsvarar einni landsframleiðslu.
Hvernig í ósköpunum fá menn það út að þessi skuldsetning, vegna Icesave og lánið frá AGS, sé nauðsynleg fyrir endurreisn og uppbyggingu hér á landi?
Þessar skuldir í erlendum gjaldeyrir þurfum við að borga til baka í þorski, áli og með því að búa um rúm fyrir erlenda ferðamenn.
Að bæta þessum tveimur lánum ofaná önnur lán er miklu líklegra til að hnésetja þjóðina en hjálpa til við endurreisn og uppbyggingu.
Þess vegna fagna ég því að það skuli vera farið að þykkna í forsætisráðherra. Vonandi að hætt verið við að taka þetta lán frá AGS en samið þess í stað um afskriftir innistæðna erlendra fjármagnseigenda hér heima eða þær frystar til næstu 7 ára. Í framhaldi verði endursamið frá grunni um Icesave þar sem það verður sett sem grundvallar skilyrði fyrir samningum af okkar hálfu að samið verði um sérstaka bótagreiðslu vegna tjóns sem bresku hryðjuverkalögin hafa valdið okkur Íslendingum.
Komi ekki skaðabætur frá þeim vegna þess tjóns sem hryðjuverkalögin ollu okkar þá eiga engar greiðslur að fara frá okkur Íslendingum til þeirra vegna Icesave.
Nú hlýtur sá tími af fara að renna upp að menn fari að setja hagsmuni okkar Íslendinga í fyrsta sæti í samningum við þetta fólk.
Mynd: Við Eskivatn .
![]() |
Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Facebook
Athugasemdir
Mjög gagnort og rett hjá þer- það er merkilegt að setja Islensku þjóðina alla
i æfilangann þrældóm til að greiða vitlausar fjáfestingar og áhættufrjármagn fyrir útlendinga bara til að hafa þá góða.
En verður þá litið upp til þrælahaldsins her ?
Held ekki - þrælar hafa fyrr verið hnepptir í ánauð stórþjóða og ekki fengið mannrettindi eða uppreisn æru fyrir vikið.
Vona að jóhanna og allur Þingmannaskarinn segi NEI HINGAÐ OG EKKI LENGRA
ÍSLENDINGAR eru fólkið sem á að vernda- ekki aðrir.
Erla Magna Alexandersdottir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:22
Eins og talað út úr mínu hjarta, Friðrik.
Fyrir ári síðan lét ég í ljós áhyggjur af því að íslenskir ráðamenn myndu ekki geta valdið því verki að semja við erlenda kollega sína um Icesave vegna reynslu, kunnáttu og þekkingarleysis. Það var gefið að við mjög erfiða mótherja yrði að etja. Því miður höfum við Íslendingar þá innbyggðu minnimáttarkennd að halda að vegna þess að "við erum svo litlir" þá verði farið varlega með okkur. Já, einmitt!
Fyrir mörgum árum heyrði ég Frank Zappa rappa á eftirminnilegan hátt og segja, "Everybody is looking out for number one...and you´re not even number two!" Fleygari og sannari orð hafa ekki verið töluð einsog Icesavemálið sannar, rétt einu sinni.
Það er blóðugt til þess að vita að íslenskir ráðamenn hafi ekki verið jarðtengdir við veruleikann í heilt ár eftir hrunið og ekki gert sér grein fyrir að allir þeirra viðsemjendur, Bretar, Hollendingar, AGS, Norðmenn, Svíar, Danir, etc., etc, voru að reka mál sinna skjólstæðinga fyrst, fremst og síðast og beint og gagngert gegn hagsmunum okkar Íslendinga.
Það er hlutverk okkar sjálfra að standa upp og berjast fyrir okkar eigin hagsmunum. Með kjafti og klóm. Það verður enginn annar sem gerir það.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 17:29
Friðrik - góður!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.9.2009 kl. 08:09