Kreppunni að ljúka um allan heim en er rétt að byrja hér

Hlutabréfamarkaðir um allan heim eru þessa dagana að ná sér eftir niðursveiflu síðustu 12 mánaða. Þeir gríðarlegu fjármunir sem "hurfu" úr bókum einstaklinga og fyrirtækja eru að mestu "komnir" til baka með þeim miklu hækkunum sem orðið hafa á þessu ári. Sjá yfirlit hér. Tæknivísitölurnar eru nánast búnar að jafna sig að fullu en iðnaðarvísitölurnar vantar að jafnaði 6% til 12% til að standa í sömu stöðu og fyrir ári.

Þingvellir 2009076Þessar miklu hækkanir á virði allra helstu fyrirtækja heims þýðir að hundruð milljóna starfa eru nú trygg næstu árin sem aftur þýðir að almenningu finnur á ný fyrir fjárhagslegu öryggi sem er forsenda þess að almenningur fari að kaupa og fjárfesta á ný sem mun auka enn frekari vöxt og fjölga störfum.

Íslenska OMX hlutabréfavísitalan stendur hins vegar enn í mínus 94%.

Nú þegar ár er liðið frá stærsta bankráni Íslandssögunar eins og það var réttilega kallað þegar ríkið yfirtók Glitni, án þess að farið sé út í þá sálma hver það var sem rændi bankann, eigendurnir eða ríkið, þá eru engin batamerki að sjá á Íslenska hlutabréfamarkaðnum.

Það sem verra er, menn eru í óða önn að búa hér til djúpa heimagerða kreppu í boði Seðlabankans og stjórnvalda með þeim aðgerðum og því aðgerðarleysi sem í gangi er.

Embættis- og stjórnmálamenn sem voru ófærir um að verja þjóðina fyrir þessu gríðarlega kerfishruni sem varð eru nú að grauta í því að finna leiðir til að vinna okkur út úr vandanum.

Þeim er því miður að takast það jafn óhönduglega og viðleitni þeirra var við að verja okkur fyrir kerfishruni fyrir ári.

Mynd: Deildartunguhver.

 


mbl.is Hækkun í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Þetta er loft. Að mínu viti er kreppunni ekkert að ljúka hér. Ríkissjóðir heims henda milljörðum dollara á hverjum degi til að halda kerfinu gangandi. Að sjálfsögðu eykst iðnframleiðslan þegar menn bæði í þýskalandi og usa borga um hálfa miljón kr með hverjum bíl. Að sjálfsögðu er hægt að halda fasteignamarkaðnum uppi þegar fyrstu kaupendu fá dágóða fúlgu í skattaafslátt í usa. Hversu lengi getur það gengið. Enn eykst atvinnuleysi í usa og er það þannig að hálf milljón manna missir vinnuna í hverri viku. Þá má líka líta til að þessar tölur eru meira og minna falsaðar. Í evrópu er ástandið ekkert betra. Ríkissjóðir heims eru að skuldsetja sig með ógnarhraða. Þetta þýðir einungis eitt að þetta heftir hagvöxt næstu ára. Þetta verður að fjármagna

Seðlabankinn í usa var í gær að tilkynna fyrstu merki um að hann væri að draga sig út af markaði. Þetta hafði að sjálfsögðu þau áhrif að dollarinn styrktist, sænska krónan féll, hlutabréfin féllu og hrávöru gjaldmiðlar féllu,

Hörður Valdimarsson, 25.9.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Já, Hörður, þetta er vissulega hin hliðin á peningnum.

En hvað þýðir þetta, átt þú von á lækkunum og jafnvel annarri kollsteypu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.9.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Ég er viss um að það verði önnur kollsteipa. Stæðsti og vandaðasti fjárfestinn hér í danmörku atp (pension fond) hefur þegar keypt tryggingar fyrir milljarða  sem vörn gegn falli hlutabréfa en þeir búast jafnvel við falli upp á meira en 25 prósent. Þá virðist ekki duga að lækka vexti til að örfa eftirspurn (pent-up demand). Nú borga menn einfaldlega með hlutunum ásamt því að vera að kaupa eytruð bréf í stórum stíl. Það er fullt eftir af skít í kerfinu (t.d. fasteignamarkaður á Spáni og Kína). Þeir hjá saxobank halda að við séum búin að taka út fyrirfram 10-30 ára hagvöxt í seinustu boblu. Þetta skeður á sama tíma og fleiri og fleiri bætast í millistétt í löndum eins og kína. Það verður því keppt um brauðið. Þá var útboð á skuldabréfum í usa í gær. 7 ára bréf (29 billjardar) og sættu fjárfestar sig við smánar vexti sem segir sína sögu. Þeir eru að signalera að þetta sé loft. Skuldabréfamarkaður hefur sjaldan rangt fyrir sér. Hægt er að fylgjast með dollar til að meta hvenær þetta fellur allt saman. Þegar dollar fer í verulega styrkingu er ballið búið. Get bent þér á áhugaverða síðu um fjármál sem er opdateruð 3 á dag tradingfloor.com

Hörður Valdimarsson, 25.9.2009 kl. 14:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband