Bara tímaspursmál hvenær ritstjórinn yrði látinn fara

Fyrir mér var það bara tímaspursmál hvenær Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins yrði látinn fara. Frá því þessum kjarna í Landsambandi íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, var leyft að kaupa Morgunblaðið fyrr á þessu ári þá var það bara tímaspursmál hvenær Evrópusinninn á stóli ritstjóra blaðsins yrði látinn fara.

Til hvers eru Íslenskir útvegsmenn að kaupa Morgunblaðið? Af hverju eru þessir fiskimenn að halda úti blaði sem þeir reka með tapi?

Af hverju ákveða Íslenskir útvegmenn að kaupa Morgunblaðið þegar til valda kemst ríkisstjórn sem hefur það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu, ESB?

Af hverju er ritstjóri Morgunblaðsins látinn fara nú þegar Alþingi er nýbúið er að ákveða að hefja aðildarviðræður við ESB?

Það er ljóst að Íslenskir útvegsmenn munu kosta öllu til í baráttu sinni við að halda þjóðinni utan ESB.

Morgunblaðið verður bara eitt af þeim mörgu vopnum sem þeir munu beita á næstunni í þeirri baráttu sinni að verja sína eigin hagsmuni.

Það eina sem er vitað um þann sem sest í stól ritstjóra Morgunblaðsins er að það verður yfirlýstur andstæðingur aðildar Íslands að ESB.

 


mbl.is Ólafur kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er harður andstæðingur evrópusambandsaðildar, en mér finnst þessi brottrekstur algerlega forkastanlegur. Hrein árás á skoðana og málfrelsi og ég efast um að það standist hreinlega lög að gera þetta. Þeir gefa skoðanir hans í evrópumálum upp sem ástæðu brottrekstrarins. Og þeim virðist finnast það fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt. Birni bjarna og fleiri svokölluðum fullveldissinnum hér finnst það líka.  Það þarf líklegast að fara til Norður Kóreu til að finna svona tilvik.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.9.2009 kl. 04:02

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Skora á fólk að hætta að kaupa moggann, þá sjálfkrafa fjarar þetta út í höndunum á þeim einfalt.....

Hallgrímur Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 11:23

3 identicon

Þessir sömu útvegsmenn leyfðu nú þessum manni að vera ritsjóri gegnum kosningar, esb umræðuna á alþingi ice save umræðuna, hvað viltu meira? Af hverju spyrð þú ekki hvers vegna íslenskir matvöru kaupmenn þurfi að borga með útvarpi, sjónvarpi og blaðaútgáfu árum saman? Er það kanski því þeir reka esb áróður sem er ljúfur í þínum eyrum?

Viðar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þá er bara að segja upp áskriftinni og hætta að blogga á mbl.is

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.9.2009 kl. 22:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband