Þriðjudagur, 15. september 2009
Auðvita á að selja mjólkurkýrnar.
Auðvita á að selja mjólkurkýrnar. Menn hafa alltaf grætt á því, það vita allir. Þá fær maður líka svo mikinn pening úr að moða meðan maður er sjálfur við stjórnvölin. Þetta hljóta allir að skilja.
Það er svo bara annarra að hafa áhyggjur af því sem gerist þegar þarf að fara á næsta bæ á komandi árum og áratugum til að kaupa mjólk handa börnunum. "Den tid den sorg" eins og Danirnir segja.
Er ekki bara um að gera á meðan gengið er svona hagstætt erlendum fjárfestum að reyna að selja þeim enn meira af þessum mjólkurkúm okkar?
Er ekki einmitt tækifærið nú að reyna að koma hinum orkufyrirtækjunum og fiskveiðiauðlindinni í hendurnar á útlendingum þegar þeir sjá hér kauptækifæri þegar krónan hefur lækkað um 50% til 60% gagnvart evru og dollar?
Ætli það sé ekki líka möguleiki að selja Gvendarbrunnana og aðrar vatnsveitur sveitarfélaganna? Gæfi það ekki líka pening?
Við getum þá lifað hér fínu lífi út þetta kjörtímabil og það er ekki svo langt eftir hvort sem er, rétt rúmt hálft ár í næstu sveitarstjórnarkosningar. Menn hljóta að skilja það að borgin verður að hafa einhverja peninga úr að moða nú fyrir kosningar. Það verður að sýna lit í borginni fyrir kosningar í vor, slá og mála gangstéttar við kjörstaði og svona.
Ég meina, það er ekki okkar vandamál hér í borginni þó orkureikningar þeirra Suðurnesjamanna komi til með að hækka um heil ósköp á næstu árum þegar einkaaðili verður komin með einokun á sölu á öllu rafmagni og hita á svæðinu, er það?
Ég meina, þeir voru fyrstir til að selja sinn hlut fyrir slikk til einkaaðila. Af hverju mega Reykvíkingar ekki gera það líka?
Hvað með næstu kynslóð, spyr kannski einhver, sem verður þá hér eignarlaus þjóð án auðlinda í eigin landi ofurseld einokun þeirra erlendu manna sem sitja á orkuauðlindunum, neysluvatninu og fiskimiðunum?
Ég spyr þá bara á móti fyrir hönd okkar Íslenskra Thatcherista, er það ekki bara þeirra vandamál?
Hvernig er það annars, eru ekki einhverjar altaristöflur og kirkjugripir til í kirkjunum hér í Reykjavík sem væri líka hægt að koma í verð?
Já, það stefnir allt í stórsigur okkar Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum nú í vor, enda framsýni, almannaheill og gamla kjörorðið "Íslandi allt" verði okkar leiðarljós þetta kjörtímabil.
Borgarbúar munu án efa verða flokknum gjöfulir á atkvæðin sín og verðlauna okkur í samræmi við verkin okkar. Borgarbúar sjá öruggleg líka til þess að Framsóknarmenn í borginni njóti þess sem þeir hafa sáð til.
Með öðrum orðum, ég er æfur yfir því að við erum að selja orkuauðlindirnar úr landi.
Hvað erum við án auðlindanna?
Mynd: Dómadalsvatn
Endurskoðendur í svaðið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Facebook
Athugasemdir
....og í framtíðinni borgar almenningur á Íslandi svipað lítraverð fyrir vatn og olíu.....! Auðvitað þurfa þessi "erlendu" orkufyrirtæki að skila eigendum sínum arði.....
Eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn ekki bara að grafa sína eigin gröf, Friðrik. Bara spurning hvenær útförin verður auglýst....!
Ómar Bjarki Smárason, 15.9.2009 kl. 12:03
Sá leiði misskilningur á sér stað að HS orka á engar auðlindir. Annað hvort er fólk að milskilja þetta viljandi eða það veit ekki betur. Það leigir þær bara. Þannig er beinlínis rangt að halda því fram að það sé verið að selja auðlindir vegna þess að HS orka á þær ekki. Þar fyrir utan sé ég ekki muninn á HS orku annars vegar og Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar. Bæði selja orku í formi raforku og heits vatns. Bæði hafa skyldur fyrst og fremst gagnvart eigendum sínum að skila viðunandi hagnaði. Þannig að hvort sem að yfirtækið er í höndum einkaaðila eða í höndum sveitarfélags þá hafa þau sama tilgang og sömu markmið og ættu þar að leiðandi að starfa eins. Að selja orku á nógu háu verði til þess að þau skili eigendum sínum hagnaði. Og ef út í það er farið þá hefur Landsvirkjun nákvæmlega sama tilgang líka. Ég sé því ekki hverju það skiptir hver á fyrirtækið, það er ekki eins og auðlindirnar verði sendar úr landi.
Jóhann Pétur Pétursson, 15.9.2009 kl. 22:30
Spurningin er alltaf sú, Jóhann, hvar arðurinn af nýtingu auðlindarinnar endar.
Gríðarlegur námugröftur var á Grænlandi frá byrjun tuttugustu aldarinnar fram til 1980. Arðurinn af þessari námuvinnslu rann allur úr landi, ekkert varð eftir á Grænlandi. Ekkert!
Sömu sögu er að segja af mörgum ríkjum S-Ameríku.
Með þeim gjörningi sem samþykktur var í Borgarstjórn í dag þá var því miður akkúrat verið að ákveða að arðurinn af öllum þeim orkuauðlindum þar sem Hitaveita Suðurnesja á nýtingarrétt, og það eru ekki litlar auðlindir, sá arður verður allur sendur úr landi næstu 65 árin ef ekki næstu 130 árin.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.9.2009 kl. 23:10
Og nú er komið að Þeistareykjum, næst verða það OR, norðurorka og landsvirkjun. Loks vatnið okkar og infrastrúktúr, kvótin er nú þegar veðsettur bönkunum sem svo aftur á móti fara í erlenda eigu, hvað verður þá eftir?
kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 17.9.2009 kl. 00:01